Fréttablaðið - 04.04.2011, Síða 36
4. apríl 2011 MÁNUDAGUR20
BAKÞANKAR
Júlíu
Margrétar
Alexanders-
dóttur
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
krossgáta
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Ég sagði þér
að vera ekki að
sýna þetta!
Nú vilja Ug,
Grog og Thag
og allir hinir fá
svona!
LÁRÉTT
2. sælgæti, 6. tveir eins, 8. duft, 9.
geislahjúpur, 11. gelt, 12. kunningi,
14. mjaka, 16. hvað, 17. til viðbótar,
18. ýlfur, 20. tveir eins, 21. glufa.
LÓÐRÉTT
1. málmur, 3. kringum, 4. gróðra-
hyggja, 5. hamfletta, 7. hindrun, 10.
regla, 13. gerast, 15. sál, 16. samkyn-
hneigður, 19. frá.
LAUSN
Aaaah! Nýlagað
kaffi!
Sígildar
bók-
menntir!
Og smá nasl
með!
Þá leggjum
við í hann!
Sirka þrír
hausar.
Ég skil.
Ef einhver spyr þig
einhvern tímann hvað
þú þarft að troða
mörgum kálhausum
niður í ruslakvörnina
áður en þeir skila sér
upp um niðurfallið í
sturtunni, þá er svarið
„sirka þrír hausar“.
Nei, þú labb-
aðir líka hérna
framhjá fyrir
hálftíma.
Létu börnin
þín svona
þegar þau
voru á
sama aldri?
Hehe! Þetta rifjar
upp ýmsar minningar!
Úff!Burt
með þig!
Ég má
sitja í
núna!
Á!
Þú ert
nýbúinn!
Farðu!
LÁRÉTT: 2. buff, 6. tt, 8. mél, 9. ára,
11. gá, 12. lagsi, 14. fikra, 16. ha, 17.
enn, 18. ýla, 20. dd, 21. rifa.
LÓÐRÉTT: 1. stál, 3. um, 4. fégirnd, 5.
flá, 7. trafali, 10. agi, 13. ske, 15. anda,
16. hýr, 19. af.
Áttu gamalt hús sem þarf að
gera við en veist ekki hvar á að byrja?
Fræðslustofa um viðhald og viðgerðir eldri húsa
Endurgjaldslaus ráðgjöf í Árbæjarsafni miðvikudaga
kl. 16 – 18 og á sama tíma í síma 411 6333
Húsafriðunarnefnd – IÐAN fræðslusetur – Minjasafn Reykjavíkur
HÚSVERNDARSTOFA
Er þinn
auður í góðum
höndum?
Okkar viðskiptavinir velja
óháðan aðila sem hefur skynsemi
og áhættumeðvitund að leiðarljósi.
Borgartúni 29
S. 585 6500
www.audur.is
• Séreignarsparnaður
• Eignastýring
• Langtímasparnaður
Taktu góða ákvörðun
Sjaldan fellur eggið langt
frá vinningshafanum
Skráðu þig á Vísi* fyrir 17. apríl
og svaraðu einni laufléttri spurningu.
*visir.is/frettabladid
Þegar Haraldur, fyrrverandi lögreglu-maður til margra ára, var kominn á
aldur, var hann ekki alls kostar tilbúinn til
að fara að þiggja laun ellinnar. Þetta sagði
hann mér þar sem hann skutlaði mér milli
staða á jepplingi sínum. Harald var ég að
hitta í fyrsta skipti á ævinni og þar sem ég
sat í bifreið hans upplýsti hann að fljótlega
eftir að hann hefði sagt skilið við starf sitt
sem lögreglumaður hefði hann sótt um
starf á bensínstöð og fengið það. Þennan
snjóþunga vetrardag var hann hins vegar
í fríi.
STUTTU ÁÐUR hafði eftirfarandi lán í óláni
vöðlast saman: A) Sambýlingur minn varð
bensínlaus á mótum Rauðarárstíg og Flóka-
götu B) Haraldur var á rúntinum á sömu
slóðum á vel búnum bíl og reytti slæðing
af ökumönnum upp úr sköflum – og þá
sem voru með tóman tank.
SÁ FYRRNEFNDI var á leiðinni á BK-
kjúkling á Grensásvegi. Léttur á því eins
og Haraldur, enda einmitt líka í vetrarfríi.
Eftir BK-kjúklingamáltíð á Grensás ætlaði
hann að sækja mig í vinnuna og skutla
mér þar sem ég þurfti að sinna nokkrum
erindum í hádeginu. Hann hafði náð
þessu eftirsóknarverðu hugarástandi
frídaga; leit á tilveruna út frá stóu-
spekinni og kippti sér ekki upp við
smámuni; eins og þá að bensín-
mælirinn var kominn á gula ljósið.
ÉG BEIÐ. Fékk brátt símtal frá sótillum
og svöngum bensínlausum ökumanni og
slaufaði áformum mínum, ég kæmist ekk-
ert úr þessu. Heimilisfaðirinn, bjarg-
arlaus úti á miðjum gatnamótum, leit
upp við vinalegt kall Haralds sem bauð
honum aðstoð. Vildi ómögulega að hann
færi að taka leigubíl til að ná í bensín
á brúsa. „Það hefur enginn efni á því í
dag,“ sagði hann, kveikti á léttum djass
í útvarpinu, bauð súkkulaði og vísaði til
sætis.”
ÞENNAN DAG keyrði Haraldur ekki bara
eftir bensíni, hann náði líka í mig í vinn-
una. Fljótlega eftir að ég hélt að útséð
væri með hádegisrúntinn birtist hann
eins og jólasveinninn á hlaðinu. Miskunn-
sami Samverjinn var við störf í dag og
ferjaði sauði milli staða. Ég botnaði ekki
strax í aðstæðum, hélt fyrstu fimm mín-
úturnar að ég væri stödd í þjónustubifreið
tryggingarfélags eða aðkeyptrar neyðar-
þjónustu, (svona er það stundum fjarri
manni að náungakærleikurinn er ennþá
gjaldgengur í minni háttar neyð).
KÆRLEIKUR Haralds hefur orðið mér
umhugsunarefni. Við höfum rætt það
okkar á milli hér á heimilinu að rækta
svolítið Haraldinn í sjálfu okkur. Vonandi
eru fleiri svo heppnir að rekast á menn
og konur með hjartað útrétt. Það getur
létt undir leikskránni.
Kærleikur Haralds