Fréttablaðið - 04.04.2011, Page 40

Fréttablaðið - 04.04.2011, Page 40
4. apríl 2011 MÁNUDAGUR24 sport@frettabladid.is BJÖRGVIN PÁLL GÚSTAVSSON og félagar í svissneska liðinu Kadetten Schaffhausen féllu um helgina úr leik í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir tap fyrir Montpellier frá Frakklandi í síðari leik liðanna í gær, 35-27. Frakkarnir unnu þar með upp fimm marka forystu Björgvins Páls og félaga eftir fyrri leikinn. Enska úrvalsdeildin Birmingham - Bolton 2-1 1-0 Kevin Phillips (3.), 2-0 Craig Gardner (58.), 2-1 Johan Elmander (70.). Everton - Aston Villa 2-2 1-0 Leon Osman (37.), 1-1 Darren Bent (46.), 1-2 Darren Bent (67.), 2-2 Leighton Baines (82.). Newcastle - Wolves 4-1 1-0 Kevin Nolan (21.), 2-0 Shola Ameobi (44.), 3-0 Peter Lövenkrands (49.), 3-1 Sylvan Ebanks- Blake (57.), 4-1 Jonas Gutierrez (92.). Stoke City - Chelsea 1-1 1-0 Jonathan Walters (7.), 1-1 Didier Drogba (32.). West Brom - Liverpool 2-1 0-1 Martin Skrtel (49.), 1-1 Chris Brunt (61.), 2-1 Chris Brunt (88.). West Ham - Manchester United 2-4 1-0 Mark Noble (10.), 2-0 Mark Noble (24.), 2-1 Wayne Rooney (64.), 2-2 Rooney (72.), 1-3 Rooney (78.), 2-4 Javier Hernandez (83.). Fulham - Blackpool 3-0 1-0 Bobby Zamora (22.), 2-0 Bobby Zamora (27.), 3-0 Dickson Etuhu (71.). Manchester City - Sunderland 5-0 1-0 Adam Johnson (8.), 2-0 Carlos Tevez (14.), 3-0 David Silva (62.), 4-0 Patrick Vieira (66.), 5-0 Yaya Toure (72.) STAÐAN Man. United 31 19 9 3 68-32 66 Arsenal 30 17 8 5 59-29 59 Man. City 31 16 8 7 50-27 56 Chelsea 30 16 7 7 54-25 55 Tottenham 30 13 11 6 41-34 50 Liverpool 31 13 6 12 42-38 45 Everton 31 9 14 8 42-41 41 Bolton 31 10 10 11 43-43 40 Newcastle 31 10 9 12 48-46 39 Fulham 31 8 14 9 36-33 38 Stoke City 31 11 5 15 37-39 38 Sunderland 31 9 11 11 33-42 38 West Brom 31 9 9 13 43-57 36 Blackburn 31 9 7 15 39-51 34 Birmingham 30 7 13 10 30-42 34 Aston Villa 31 8 10 13 39-53 34 Blackpool 31 9 6 16 45-63 33 West Ham 31 7 11 13 38-53 32 Wolves 31 9 5 17 36-53 32 Wigan 31 6 13 12 29-51 31 Enska B-deildin Reading - Portsmouth 2-0 Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson léku báðir allan leikinn með Reading. Hermann Hreiðarsson var í byrjunarliði Portsmouth. Coventry City - Watford 2-0 Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn með C. Bristol City - Doncaster Rovers 1-0 Burnley - Ipswich Town 1-2 Cardiff City - Derby County 4-1 Crystal Palace - Barnsley 2-1 Hull City - Millwall 0-1 Leeds United - Nottingham Forest 4-1 Middlesbrough - Leicester City 3-3 Norwich City - Scunthorpe United 6-0 Preston North End - Swansea City 2-1 Þýska úrvalsdeildin Hoffenheim - Hamburg 0-0 Gylfi Þór Sigurðsson lék síðustu 20 mínúturnar með Hoffenheim. Skoska úrvalsdeildin Hibernian - Hearts 2-2 Guðlaugur Pálsson var í byrjunarliði Hibernian en Eggert Gunnþór Jónsson hjá Hearts var í banni. ÚRSLIT Síðustu tvö tímabil Eiðs Smára Guðjohnsen 2009 - 2010 AS Monaco (ágúst - janúar) 11 leikir (8 í byrjunarliði) 599 mín/0 mörk Tottenham (janúar - maí) 14 leikir (4) 546 mín/2 mörk Íslenska landsliðið 3 leikir (3) 256 mín/1 mark Samtals 28 leikir (15) 1401 mín/3 mörk 2010 - 2011 Stoke (ágúst - janúar) 5 leikir (0 í byrjunarliði) 128 mín/0 mörk Fulham (janúar -) 4 leikir (0) 24 mín/0 mörk Íslenska landsliðið 2 leikir (2) 155 mín/0 mörk Samtals 11 leikir (2) 307 mínútur/0 mörk FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen sat enn á ný á varamannabekkn- um er lið hans, Fulham, vann 3-0 sannfærandi sigur á Blackpool í ensku úrvalsdeildinni í gær. Bekkjarseta Eiðs Smára sætir varla tíðindum lengur sem eitt og sér hljóta að teljast skelfileg tíð- indi fyrir íslenska knattspyrnu. Eiður Smári er markahæsti leik- maður íslenska landsliðsins frá upphafi og hefur náð ótrúlegum árangri á sínum ferli. Tveir Eng- landsmeistaratitlar, Spánarmeist- aratitill, spænskur bikarmeistari og Evrópumeistaratitill eftir sigur með Barcelona í Meistaradeild Evrópu svo það helsta sé upptalið. Árangurinn talar sínu máli. En síðustu tvö ár hafa verið Eiði Smára mjög erfið – frá því að hann var seldur frá Barcelona til AS Monaco í Frakklandi haustið 2009. Síðan þá hefur hann komið við sögu í 39 leikjum með fjórum félagsliðum auk íslenska lands- liðsins. Eftir erfiða tíð í franska boltan- um var hann lánaður til Tottenham þar sem hann átti ágætu gengi að fagna. Hann fékk þónokkuð að spila, skoraði tvö mörk og Totten- ham tryggði sér sæti í Meistara- deildinni. Eftir langt sumar varð þó ekk- ert af því að hann gengi í raðir Tottenham. Hann fór til Stoke, þar sem hann fékk aldrei tækifæri í byrjunarliðinu, og fór þaðan til Fulham í janúar síðastliðnum. Þar hefur lítið betra tekið við og hing- að til hefur Mark Hughes, stjóri liðsins, notað hann minna en Tony Pulis gerði hjá Stoke. Til að bæta gráu á svart er hann líka dottinn úr íslenska landsliðinu. Hann var ekki valinn í hópinn fyrir leikinn gegn Kýpur í síðasta mánuði. Ólafur Jóhannesson landsliðs- þjálfari sagði þá að hann hefði ekki rætt sérstaklega við Eið Smára um þá ákvörðun. „Staða hans í Englandi hjá þessum tveimur liðum hefur ekki verið eins og við höfum viljað. Hann er ekki að spila og ég sá ekki ástæðu til þess að velja hann,“ sagði Ólafur við það tilefni. Svo virðist sem Eiður Smári sé ekki í mynd- inni hjá sínum þjálfur- um, hvort sem er hjá hans félagsliði eða landsliði. Samanlagð- ur leiktími hans á þessu tímabili nær ekki fjórum heilum knattspyrnuleikjum. Samningur hans við Fulham rennur út í lok leiktíðarinnar en þrátt fyrir allt þykir ekki útilok- að að hann fái aftur samning hjá félaginu í sumar, miðað við fregnir frá Englandi. Fulham hefur vegn- að vel síðustu vikurnar og er Eiður sjálfsagt fórnarlamb þeirrar vel- gengni. Hans kappsmál hlýtur að vera að fá að spila aftur reglu- lega og er því von á því að hann skoði sín mál rækilega í sumar. eirikur@frettabladid.is Martraðatímbil Eiðs Smára Eiður Smári Guðjohnsen hefur aðeins spilað í 24 mínútur með Fulham síðan hann kom til félagsins í janúar og aldrei fengið tækifæri í byrjunarliði á tíma- bilinu, hvort sem er með Fulham eða Stoke. Rúmt ár er frá hans síðasta marki. FÓTBOLTI Helgin í enska boltan- um var afar góð fyrir liðin frá Manchester-borg. Manchester United er komið í lykilstöðu á toppi deildarinnar eftir frábæra endur- komu í 2-4 sigri gegn West Ham. Heimamenn í West Ham komust í 2-0 með tveimur vítaspyrnum frá Mark Noble en United, með Wayne Rooney fremstan í flokki, skiptu um gír og á 19 mínútna kafla í síð- ari hálfleik afgreiddi United leik- inn. Rooney skoraði þrennu og Javier Hernández bætti við fjórða markinu undir lok leiks. Rooney segir að það sé meistara- bragur á spilamennsku United. „Þegar Chelsea varð meistari fyrir nokkrum árum þá átti liðið marg- ar endurkomur eins og við um helgina. Það má segja að tímabilið sé núna að byrja fyrir alvöru. Við eigum sjö leiki eftir, fjóra á heima- velli þar sem við höfum verið frá- bærir. Þetta er mikil áskorun fyrir okkur en við erum tilbúnir.“ Með sigrinum er United komið með sjö stiga forystu á Arsenal í baráttunni um Englandsmeist- aratitilinn en Arsenal missteig sig enn einu sinni um helgina og gerði markalaust jafntefli á heimavelli gegn Blackburn. Segja má að United sé komið með aðra höndina á titilinn en Arsenal má ekki misstíga sig það sem eftir er tímabilsins til að eiga möguleika á titlinum. Manchester City fór langt með að tryggja sér sæti í Meistara- deildinni með 5-0 sigri gegn Sun- derland í gær. City lék sér einfald- lega að lánlausum leikmönnum Sunderland og er nú komið upp í þriðja sæti deildarinnar með 56 stig. Tottenham virðist vera að missa af lestinni því liðið er í 5. sæti, sex stigum á eftir City. - jjk Wayne Rooney skoraði þrennu í magnaðri endurkomu Man. Utd. en Arsenal hélt áfram að misstíga sig: United með enska meistaratitilinn í sigtinu ROONEY Blótaði í myndavél er hann fagnaði þriðja marki sínu og var gagn- rýndur fyrir það. NORDIC PHOTOS/GETTY JÚDÓ Íslandsmótið í júdó fór fram í Laugardalshöllinni um helgina. Þormóður Jónsson, JR, og Anna Soffía Vík- ingsdóttir, Ármanni, unnu bæði tvöfalt á mótinu. Bæði í sínum þyngd- arflokki og svo í opna flokkn- um. Athygli vakti að Gunnar Nel- son bardaga- íþróttakappi tók þátt í keppninni og náði hann góðum árangri. Hann vann til bronsverðlauna í -81 kg flokki og komst einnig í bronsglímu í opna flokknum. Hann tapaði þó þeirri glímu. Úrslit mótsins má sjá á Vísi auk viðtala við keppendur. - esá Íslandsmótið í júdó: Þormóður og Anna sigursæl ÞORMÓÐUR JÓNSSON EIÐUR SMÁRI Í baráttu við Leon Osman, leikmann Everton. HANDBOLTI Valur og Fram munu kljást um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta, rétt eins og í fyrra. Bæði lið unnu rimmur sínar í undanúrslitum úrslitakeppni N1- deildar kvenna, 2-0, en síðari leikirnir fóru fram um helgina. Valur vann Fylki örugglega í báðum leikjum liðanna og Fram hafði nauman eins marks sigur gegn Stjörnunni, 22-21, á laugar- daginn eftir að hafa unnið fyrri leikinn á heimavelli með átta marka mun. Úrslitarimman hefst á föstudagskvöldið. - esá N1-deild kvenna: Valur og Fram mætast aftur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.