Fréttablaðið - 04.04.2011, Side 42
4. apríl 2011 MÁNUDAGUR
Hlynur Bæringsson körfuboltamaður
Fyrir mikilvæga körfuboltaleiki er oft
talað um baráttu, ákveðni og vilja
sem lykil að sigri. Það er hárrétt þó
sumt af þessu ætti ekki að þurfa
að innprenta í alvöru leikmenn á
ögurstundu. Það sem mér finnst
vanta hjá íslenskum liðum er gott
„gameplan“ og undirbúningur fyrir
leiki, hernaðaráætlun, það er mikil-
vægt til að fara á næsta stig.
Þessu sinna þjálfarar misvel,
sumir vegna leti en aðrir vegna
tímaskorts sem er skiljanleg ástæða,
þetta er jú ekki fullt starf hjá öllum
þjálfurum. Svo eru þeir sem leggja
tíma í þetta og hjálpa sínum liðum
með ýmsum smáatriðum sem
saman verða að mikilvægum þætti
í undirbúningi liðsins. Þeirra lið
hafa forskot. Ég hef kynnst báðum
hliðum, að vera sá sem ekkert
hefur í höndunum nema baráttuna
og viljann en einnig sá sem hefur
öfluga hernaðaráætlun á bak við sig
sem maður getur treyst.
Þjálfararnir mínir hérna í Svíþjóð
eyða miklum tíma í þennan undir-
búning. Þegar ég hugsa til baka er
ég betur undirbúinn fyrir leiki sem
skipta litlu máli hérna heldur en
ég var fyrir marga af mikilvægustu
leikjum á ferlinum, bæði landsleiki
og félagsliðum. Við förum yfir öll
helstu kerfi andstæðinganna, svo
vel að við kunnum þau utanbókar.
Við í Sundsvall erum þegar þessi
orð eru skrifuð í einvígi í átta liða
úrslitum og er staðan 2-2. Við
urðum í fyrsta sæti en þeir (Jamt-
land) í því áttunda. Fyrirfram og
ef tekið er mið af leikmannahóp
liðanna þá ættum við að vinna. Þeir
hafa komið mjög vel undirbúnir og
hafa valdið okkur erfiðleikum með
sinni taktík, bæði í vörn og sókn. Ég
fullyrði að ef þeir hefðu engu breytt
og einfaldlega mætt til að berjast
og gera sitt besta hefðum við unnið
þetta einvígi 3-0. Þeirra hernaðar-
áætlun er hins vegar búin að gefa
þeim möguleika í þessu einvígi,
vona samt að það dugi ekki til.
Öllu má ofgera, þitt eigið lið er
alltaf það sem skiptir mestu máli.
En góður undirbúningur og gott
leikskipulag getur verið sá þáttur
sem skilur á milli liða. Einn góður
vinur minn sem hefur náð langt
orðaði þetta vel. Þetta er stríð og ég
vil ekki hlaupa nakinn og allslaus
út á vígvöllinn með baráttuna eina
að vopni og sjá þar menn vopnaða
hríðskotabyssum.
Ég vil ekki hlaupa nakinn
og allslaus út á vígvöllinn
Metið í NBA-deildinni
Flestar þriggja stiga tilraunir í NBA:
Portland - Golden State (2005) 69
Houston - Dallas (1995) 64
Cleveland - Portland (1995) 64
Houston - LA Lakers (1996) 64
Til samanburðar:
KR - Keflavík (2011) 85
SKÍÐI Helgin var góð fyrir þau
Björgvin Björgvinsson frá Dal-
vík og Íris Guðmundsdóttur frá
Akureyri en keppt var á Skíða-
móti Íslands í Bláfjöllum um
helgina.
Bæði unnu gull í svigi og stór-
svigi og þar með alpatvíkeppn-
inni. Björgvin bar einnig sigur úr
býtum í samhliðasvigi. Íris fékk
harða samkeppni í stórsviginu og
munaði aðeins einum hundraðs-
hluta úr sekúndu á milli henn-
ar og Katrínar Kristjánsdóttur,
einnig frá Akureyri sem varð í
öðru sæti. - esá
Skíðamót Íslands um helgina:
Björgvin fékk
fjögur gull
BJÖRGVIN Hefur verið sigursæll hér á
landi undanfarin ár.
KÖRFUBOLTI Það var ótrúleg
dramatík á lokamínútunum
í fyrsta leik Keflavíkur og
Njarðvíkur í úrslitum um
Íslandsmeistaratitilinn í Ice-
land Express-deild kvenna
sem fram fór á laugardag-
inn. Keflavík vann eins
stigs sigur, 74-73, með
körfu frá Lisa Karcic í
þann mund er leiktím-
inn rann út. Keflavík er
þar með komið í 1-0 í ein-
vígi liðanna en vinna þarf
þrjá leiki til að hampa
titlinum.
Jón Halldór Eðvarðs-
son, þjálfari Keflavíkur,
var kátur með sigurinn.
„Þetta var magnaður
leikur, fullt hús af fólki
og það er kærkomið að
komast yfir í einvíginu.
Bæði lið áttu það svo sannar-
lega skilið að leika fyrir um
600 manns,“ sagði Jón Hall-
dór en liðin mætast aftur
annað kvöld í Njarðvík.
„Við þurfum að spila
vel til að hafa betur
því Njarðvík er með
frábært lið. Þær
munu án efa mæta
ákveðnar til leiks
og það þurfum við
líka að gera. Það
vinnur ekkert lið
Njarðvík í
dag nema
eiga topp-
leik.“ - jjk
Keflavík komið yfir eftir dramatískan leik:
Flautukarfa tryggði
Keflavík sigurinn
HETJAN
Lisa Karcic í
leik með Keflavík.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
KÖRFUBOLTI Æsilegum leik KR og
Keflavíkur á föstudagskvöldið
lauk með sigri síðarnefnda liðs-
ins, 139-135, eftir framlengingu.
Samanlagt reyndu leikmenn lið-
anna að skjóta 85 sinnum fyrir
utan þriggja stiga línuna, þar af
KR ingar 61 sinni. Ótrúlegar tölur,
sérstaklega þar sem metið í einum
leik í NBA-deildinni er 69 skot.
KR setti niður 20 þrista í 61 til-
raun en Keflavík þrettán í 24 til-
raunum. Skotglöðustu KR-ingarnir
voru Brynjar Þór Björnsson (19),
Marcus Walker (17), Hreggviður
Magnússon (10) og Pavel Ermolins-
kij (9). Þess má geta að KR-ingar
tóku færri skot inn í teignum eða
50 talsins – þar af fóru 29 niður.
„Þeir spiluðu svæðisvörn sem
miðaði við að hægja á okkur,“
sagði Hrafn Kristjánsson, þjálf-
ari KR. „Þeir lögðu kannski ekki
upp með að skilja okkur eftir gal-
opna í hverju einasta þriggja stiga
skoti en sú varð nú bara raunin.
Það er erfitt fyrir góða skotmenn
að taka ekki skot þegar það er eng-
inn í tveggja metra radíus við þá.
Ég vil að þessi strákar stígi inn í
þessi skot með sjálfstrausti sem
þeir gerðu,“ bætti Hrafn við.
„En það leggur ekki nokkur
þjálfari upp með þetta – nema
kannski Don Nelson eða Doug
Mo. Enda tók ég ekki eftir þessum
fjölda skota þar sem hvert einasta
þeirra var opið.“
Liðin mætast aftur í kvöld og
þá fær KR annað tækifæri til að
tryggja sér sæti í úrslitunum.
Staðan í rimmunni er 2-1. „Við
ætlum að spila eins og að við séum
að spila um titilinn. Það fannst
mér vanta í þessum leik en þannig
þurfum við alltaf að spila í úrslita-
keppninni.“ eirikur@frettabladid.is
Fleiri þriggja stiga tilraunir
en í nokkrum NBA-leik
Leikmenn KR og Keflavíkur áttu alls 85 þriggja stiga skot í leik liðanna á föstu-
dagskvöldið – miklu fleiri en í nokkrum NBA-leik í sögunni. Þar af áttu KR-ing-
ar einir og sér 61 skot fyrir utan þriggja stiga línuna. Liðin mætast aftur í kvöld.
SAUTJÁN SKOT Marcus Walker skaut sautján sinnum fyrir utan þriggja stiga línuna, þó
tveimur færri skotum en liðsfélagi hans, Brynjar Þór Björnsson. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL