Fréttablaðið - 05.04.2011, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 05.04.2011, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI veðrið í dag Sími: 512 5000 Þriðjudagur skoðun 14 SÉRBLAÐ í Fréttablaðinu Allt 5. apríl 2011 79. tölublað 11. árgangur Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 É g hef verið viðriðinn íþróttir frá því ég man eftir mér. Ég hef verið þjálfari, liðsstjóri og flokksstjóri á landsmótum UMFÍ í gegnum tíðina en aldrei verið kepp-andi,“ segir Flemming Jessen, fyrrver-andi skólastjóri. Hann stefnir á að taka þátt á fyrsta landsmóti Ungmenna-félags Íslands fyrir fólk eldra en 50 ára, sem haldið verður á Hvamms-tanga dagana 24.-26. júní í umsjá Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga.Fyrirhugaðar keppnisgreinar eru golf, pútt, sund, frjálsar, blak, hestaíþróttir, þríþraut, bridds, boccia, skák, línudans, hjólreiðar og starfsíþróttir. Sjálfan langar Flemming að taka þátt í boccia, bridds, pútti og sundi en á sínum yngri árum stundaði hann frjálsar og sund. „Allir sem vilja og hafa heilsu til mega vera með,“ upplýsir Flemming, sem kemur einnig að skipulagningu mótsins og er í Félagi áhugafólks um íþróttir aldraðra. Ungmennafélagsandinn mun svífa yfir vötnum á Hvamms-tanga og meginmarkmiðið er að fólk taki þátt en minni áhersla er lögð á keppnina sem slíka. „Enda stuðlar öll hreyfing að aukinni lífsfyllingu,“ segirFlemmin Flemming Jessen (64) tekur þátt í fyrsta landsmóti UMFÍ fyrir 50 ára og eldri sem haldið verður í júní. Stuðlar að lífsfyllingu Krabbamein er algengasta dánarorsök í heimi en talið er að þrjátíu prósent krabbameinstilfella megi fyrirbyggja. Helstu áhættuþættir eru reyk- ingar, áfengisneysla, offita og slæmt mataræði. Sölustaðir: 10 -11, Inspired í Flugstöðinni, Samkaup, Nettó, Kaskó, Fjarðarkaup, Skeljungsbúðirnar, Olís, N1, Kaupfélag V- Húnvetninga, Kaupfélag Skagfirðinga,Verslunin Vísir, Bláa lónið, Hreyfing, Krambúðin, Fiskbúðin Freyja, Melabúðin. ÍSLENSK FÆÐUBÓTBITAFISKUR-næring fyrir líkama og sál M eirapró f U p p lýsin gar o g in n rituní s ím a 5670300 LÖGREGLUMÁL Tveir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi, grunaðir um kynferðislega misnotkun á ungum dreng. Þetta staðfestir Björgvin Björgvinsson, yfirmaður ofbeldis- brotadeildar lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu. Hann kvaðst ekki vilja tjá sig um efnisatriði málsins þegar eftir því var leitað að öðru leyti en því að mennirnir hefðu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 6. apríl næstkomandi. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst barst málið til lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá Barnaverndarnefnd Kópavogs. Mennirnir, sem eru á fertugsaldri og um fimmtugt, voru handtekn- ir síðastliðinn fimmtudag. Hús- leitir voru gerðar heima hjá þeim báðum að fengnum úrskurði dóm- ara. Á báðum heimilunum fund- ust fíkniefni, bæði maríjúana og hvítt efni sem talið er vera kókaín. Þá var lagt hald á tölvur beggja mannanna vegna gruns um að í þeim sé að finna myndir sem sýna börn, þar á meðal unga drenginn, á klámfenginn og kynferðislegan hátt. Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald skömmu eftir að þeir voru handteknir. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins leikur grunur á að dreng- urinn, sem er átta ára gamall, hafi sætt kynferðislegri misnotkun af hálfu mannanna í einhvern tíma og að brotin hafi verið mjög gróf. Annar mannanna, sá um fimm- tugt, er faðir drengsins en hinn maðurinn er vinur föðurins, sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins. - jss Taldir hafa misnotað lítinn dreng gróflega Faðir átta ára drengs og vinur föðurins sitja í varðhaldi grunaðir um að hafa beitt drenginn mjög grófri misnotkun um nokkurt skeið. Heima hjá mönnunum fundust fíkniefni. Leita á að myndum af drengnum í tölvum þeirra beggja. Betra brauð í saumaklúbbinn! FERMINGARBÆKLINGUR FYLGIR BLAÐINU Í DAG SEX VERSLANIR ALLTAF BETRA VERÐ Hollt og gott veganesti ms.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA GILDIR ÞRIÐ JUDAG & MIÐ VIKUDAG AFSLÁTTUR AF BRAUÐ- RISTUM OG HRAÐSUÐU- KÖNNUM Suðurlandsbraut 16 108 Reykjavík Sími 5880500 www.rafha.is 48 TÍMA OFURTILBOÐ 40% 19 GERÐIR Hasarmynd í bígerð Auðunn Blöndal og félagar gera bíómynd upp úr Leynilögreglustiklunni. fólk 30 Litrík orgelflóra Haukur Guðlaugsson heldur útgáfutónleika í tilefni áttræðisafmælis síns. tímamót 18 SJÓNVARP Finnska ríkissjónvarpið YLE hefur keypt sýningarréttinn á sjónvarpsþáttunum Heimsendi. Tökur á þátt- unum hefjast þó ekki fyrr en í júní, en leik- stjórinn Ragnar Bragason vinn- ur nú að hand- riti ásamt Pétri Jóhanni Sigfús- syni, Jörundi Ragnarsson og Jóhanni Ævari Grímssyni. „Það er kominn góður fílingur eftir sýningar á Vaktaseríunum,“ segir Ragnar, en þáttaraðirnar hafa allar verið sýndar á YLE við góðan orðstír. „Þetta er sami hóp- urinn og sama fyrirtæki á bak við Heimsendi og þeir treysta því.“ - afb / sjá síðu 30 Íslenskt sjónvarpsefni í útrás: Finnar kaupa óséða þætti RAGNAR BRAGASON KÖFLÓTT Í dag verða suðvestan 3-8 m/s. Dálítil væta með köflum en þurrt að mestu N-til. Hiti 2-8 stig. VEÐUR 4 5 6 3 5 5 HEILSA Hlutfall þeirra sem útskrif- ast af Landspítala eftir hjarta- endurlífgun er með því hæsta sem gerist í heiminum. Frá þessu var greint á Vísindaþingi skurð-, svæfinga- og gjörgæslulækna um síðustu helgi. „Af þeim sjúklingum sem kom- ust lifandi á Landspítala eftir endurlífgun vegna hjartaáfalls útskrifaðist fjórðungur lifandi,“ segir Brynjólfur Mogensen, yfir- læknir á bráðasviði Landspítala, en árangurinn í öðrum löndum er yfirleitt 10-15 prósent. Meðal þess sem útskýrir góðan árangur er hátt hlutfall grunnendurlífg- unar, en í 62 prósentum tilvika var endurlífgun reynd fyrir komu neyðarbíls. - sg / sjá Allt í miðju blaðsins Góður árangur endurlífgana: Fjórðungur lifir ENDURLÍFGUN Íslendingar eru vel upp- lýstir um fyrstu hjálp. BJÖRG Í BÚ Sigurður H. Guðfinnsson grásleppukarl var ánægður með aflann sem hann dró úr sjó og landaði í Reykjavíkurhöfn í gær. Þau 600 kíló af grásleppu sem voru í karinu gefa um 280 kíló af hrognum. Áður fyrr hentu Íslendingar sjálfum fisknum en eru nú í auknum mæli farnir að hirða hann, sérstaklega til útflutnings. FÓLK „Ég æpti upp yfir mig af gleði. Þetta er mikill léttir, það er von,“ segir Priyanka Thapa sem fékk að vita það seinni partinn í gær að Útlendingastofnun ætlar að endurskoða umsókn hennar um dvalarleyfi hér á landi. Priyanka sótti sem kunnugt er um dvalarleyfi af mannúðarástæðum hér á landi þar sem fjöl- skylda hennar í Nepal hefur gefið hana manni til að komast hjá örbirgð. Það hugnast Priyönku ekki. Hún hefur aldrei hitt manninn og vill heldur vera hér og ná sér í frekari menntun. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra fagnar ákvörðun Útlendingastofnunar. Hann átti fund með stjórnendum stofnunarinnar í gær og boðar breytingar á stefnu hennar og regluverki. - kh / sjá síðu 2 Útlendingastofnun endurskoðar umsókn Priyönku Thapa um dvalarleyfi: Æpti upp yfir mig af gleði ár er aldur drengsins sem mennirnir tveir eru grunaðir um að hafa misnotað kynferðislega. 8 FR ÉTTA B LA Ð IÐ /G VA Oddaleikur Keflavík vann KR öðru sinni í framlengdum leik. Liðin þurfa að mætast í hreinum úrslitaleik. sport 26

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.