Fréttablaðið - 05.04.2011, Blaðsíða 20
5. APRÍL 2011 ÞRIÐJUDAGUR2 ● jóga
Rope Yoga er hug- og heilsu-
rækt sem hentar báðum kynjum
á hvaða aldri sem er. Elín Sig-
urðardóttir í fyrirtækinu elin.is
hefur kennt Rope Yoga í sjö ár, nú
í Bæjarhrauni 2 í Hafnarfirði.
„Rope Yoga byggist á æfingum
sem gerðar eru með hjálp banda
og ganga út að styrkja óvirkustu
vöðva líkamans til móts við hina
aflmeiri. Þær losa um spennu, laga
meltinguna og öll úrvinnsla eykst,
bæði líkamlega og tilfinninga-
lega. Því fer fólk afslappað úr tím-
unum og endurnært.“ Þetta segir
Elín Sigurðardóttir um Rope Yoga
sem hún iðkar og kennir í eigin
fyrirtæki. Hún er þar líka með
lyftingaaðstöðu og hlaupabretti og
býður upp á námskeið með blöndu
af Rope Yoga og TRX þjálfun sem
snýst um æfingar í böndum sem
hanga í loftinu. „Þær æfingar líkj-
ast lyftingum en þar er bara unnið
með eigin líkamsþunga,“ lýsir hún.
Elín telur Rope Yoga sérlega
góða þjálfun fyrir fólk með verki
í baki eða hnjám og segir marga
koma til hennar á námskeið að
ábendingu lækna og sjúkraþjálf-
ara. „Það er í raun alveg sama
hvað hrjáir fólk, Rope Yoga er
allra meina bót og eykur liðleika
og styrk enda fáum við til okkar
eldra fólk, íþróttafólk í keppnis-
formi og allt þar á milli. Þetta eru
öflugar æfingar þó að í þeim sé
viss slökun líka.“
Elín er íþróttafræðingur að
mennt og tvöfaldur ólympíukepp-
andi í sundi. Fólk sækir til hennar
í æfingar úr Vesturbæ Reykjavík-
ur, Grafarvogi og Álftanesi, auk
nágrannabyggðanna. Það hefur
meira að segja keyrt frá Akra-
nesi. Hún tekur fram að Rope
Yoga sé ekki aðeins líkamsrækt
heldur auki líka á andlegt jafn-
vægi. „Hugmyndafræðin um mátt
viljans, sem Guðni Guðmunds-
son Rope Yoga-meistari er nýbú-
inn að skrifa bók um, er stórt at-
riði í þjálfuninni,“ segir hún. „Við
beinum fólki inn á þá línu að auka
heimild sína í lífinu til velsældar,
gleði og kærleika.“
Hug-og heilsurækt
„Þetta eru öflugar æfingar þó að viss slökun sé í þeim líka,“ segir Elín um Rope Yoga
sem hún kennir í fyrirtækinu elin.is í Bæjarhrauni 2. MYND/STEFÁN
Að leita hins
eilífa sannleika
Upphaflega var jóga miklu víðfeðmara hugtak en í dag.
Notalegt og gefandi andrúmsloft í
fallegu hlýju umhverfi. Þannig er
aðkomunni að jógastöðinni Yoga
Shala, Engjateigi 5, einna best
lýst. Ingibjörg Stefánsdóttir, jóga-
kennari og leikari, segir ýmislegt
spennandi á döfinni.
„Við erum farin af stað með
alls konar ný og spennandi nám-
skeið ofan á þau sem fyrir eru, svo
sem meðgöngujóga, krakkajóga og
jóga sem er styrkjandi fyrir bak
og maga,“ tekur hún sem dæmi og
þvertekur fyrir að jóga sé slæmt
fyrir alla þá sem eru bakveikir
þegar hún er spurð. „Alls ekki en
það er meðal annars háð því að
kennarinn sé með rétta menntun
að baki,“ bætir hún við og tekur
fram að allir kennarar á Yoga
Shala stöðinni búi yfir áralangri
reynslu af iðkun og kennslu jóga.
Mikill metnaður er lagður í
starfið og til marks um það segir
hún gjarnan sóst eftir hæfileik-
um erlendra gestakennara. Frá
því í haust hefur hin sænsk-jama-
íska Maria Lawino Johnson kennt
á stöðinni og verður hún einmitt
með byrjendanámskeið um næstu
helgi. Ingibjörg gefur henni orðið.
„Ég ætlaði að vera stutt en
ílengdist vegna þessu hversu frá-
bært Ísland og íslenska þjóð-
in eru,“ segir Maria, sem hefur
í starfi sínu sem jógakennari
ferðast um hnöttinn þveran og
endilangan og finnst landsmenn
sérstaklega opnir fyrir jóga. „Þið
eruð hreinskilin og tilbúin að horf-
ast í augu við eigin kosti og galla,
sem er nauðsynlegt í jóga.“
Fleiri gestakennarar eru á leið-
inni á stöðina á næstu mánuðum,
alls staðar að úr heiminum og hver
með sínar áherslur. „Einn leggur
áherslu á ashtanga vinyasa, annar
á forest yoga, heitt jógaflæði og
innan um eru ýmis þekkt nöfn í
geiranum. Andrúmsloftið er því
stundum alþjóðlegt hér og allir
velkomnir, enda þarf ekki að vera
einhver sérstök jóga týpa eða vel
að sér í þessum fræðum til að geta
stundað jóga hjá okkur,“ útskýr-
ir Ingibjörg og segist vilja að allir
gangi út með bros á vör og sól í
hjarta.
Hún getur þess að stöðin verði
opin í allt sumar. Frekari upplýs-
ingar sé að finna á yogashala.is.
Viljum að öllum líði vel
Ingibjörg, Eva og Maria taka vel á móti
viðskiptavinum Yoga Shala Reykjavík.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Jóga er sagt eiga uppruna sinn
á gullöld Indverja fyrir 26.000
árum og hafa á þeim tíma
snert öll svið tilverunnar.
Orðið jóga er dregið af Yuj, sem á
sanskrít þýðir að tengja eða sam-
eina. Sameiningin sem orðið vísar
til er á milli sjálfs einstaklings-
ins og alheimsvitundarinnar eða
alheimsandans. Jóga gengur út á
það að ná þessari sameiningu.
Jóga er sagt hafa orðið til
á Indlandi fyrir nærri 26.000
árum á tímabilinu Sat Yuga sem
oft er kallað gullöldin. Sat Yuga
tímabilið einkenndist að sögn af
algjörum friði og mikilli bless-
un á öllum sviðum sem leiddi til
þess að fólk fór að leggja sig eftir
því að uppgötva hinn ei-
lífa sannleika og oftar
en ekki gerðust menn
einbúar til þess að
geta einbeitt sér að
leitinni að honum.
Í fornleifum frá
þessum tíma
hafa fundist
óyggjandi
merki um
ástundun
jóga; margar myndir af mönnum í
jógastellingum hafa fundist grafn-
ar í steina auk annars sem rennir
stoðum undir þær hugmyndir sem
fólk gerði sér um uppruna jógans.
Upphaflega var jóga miklu víð-
feðmara hugtak en í dag. Í því fól-
ust í raun allar lífsreglur fólks,
svo sem um mataræði, hrein-
læti, bænagjörð, félagslíf og
vinnu, auk hugmyndafræðinnar
og æfinganna sem nauðsynlegar
eru til að komast í tengsl við
alheiminn.
Í jóganu fólst öll afstaða
mannsins til tilverunn-
ar, auk strangrar siðfræði
og reglna um iðkun hennar
sem voru hornsteinar pers-
ónulegrar, félagslegrar og
kosmískrar þróunar.
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000
Umsjónarmenn auglýsinga:
Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is s. 512 5462
og Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@365.is s. 512 5432.
Seljavegur 2 - 101 Reykjavík
www.jogastudio.is - jogastudio@hotmail.com
Hatha jóga
Hot power yoga
Hot jóga
Slökunarjóga
Chakradans
Hugleiðsla
Heilun
Ný námskeið að hefjast
Hot power yoga
– hefst þriðjudaginn 12. apríl.
Byrjendanámskeið
– hefst máudaginn 11. apríl.Elín Sigurðardóttir
www.elin.is elin@elin.is
S: 696-4419
Bæjarhrauni 2, Hafnarfirði
Námskeið hefjast
5. og 6. apríl.
www.elin.is/
Rope yoga
og TRX
VOR TILBOÐ
í Yogashala
4 mánuðir á verði 3
Með þriggja
mánaðarkortum sem keypt
eru í apríl fylgir aukalega
einn mánuður
Byrjendanámskeið
á Laugardag og sunnudag
(9.-10.april) kl. 13.30-17.00
Yndisleg yogastöð með
spennandi tímum
og frábærum kennurum.
Stundarskráin er á netinu
www.yogashala.is
Yoga shala
Engjateig 5, 2. hæð, sími 553 0203
www.yogashala.is
reykjavík