Fréttablaðið - 05.04.2011, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 05.04.2011, Blaðsíða 14
14 5. apríl 2011 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 J óhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi til nýrra upplýsingalaga á Alþingi. Í frumvarpinu er meðal annars tekið mið af reynslunni af fyrri upplýsinga- lögum, sem voru mikil réttarbót þegar þau tóku gildi í árs- byrjun 1997, en fram að því höfðu stjórnvöld í raun getað haft sína hentisemi um það hvort þau veittu til dæmis fjölmiðlum aðgang að gögnum mála, sem voru til meðferðar í stjórnsýslunni. Lögin hafa stórbætt aðgang almennings að upplýsingum og um leið aukið aðhald að störfum stjórnmála- og embættismanna. Í hinu nýja frumvarpi er margt til bóta. Þannig er kveðið á um rýmkun á gildissviði lag- anna, þannig að þau nái einnig til fyrirtækja, sem ekki teljast ríkisfyrirtæki eða -stofnanir en eru í meirihlutaeigu opinberra aðila, til dæmis Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur. Að minnsta kosti hvað síðarnefnda fyrirtækið varðar geta líklega margir tekið undir að meiri aðgangur almennings að upplýsingum um starfsemina og þar af leiðandi meira aðhald með störfum stjórn- enda hefði verið til bóta. Sömuleiðis er kveðið á um að forsætis- ráðherra geti sett reglur um hvaða upplýsingum opinberum aðilum beri að birta á vefsíðum sínum. Þar er klárlega um breytingu til hins betra að ræða, þótt færa megi rök fyrir að ganga eigi enn lengra en í frumvarpinu. Blaðamannafélag Íslands hefur fagnað mörgum atriðum frum- varpsins, en bendir á að það skjóti skökku við að um leið og verið sé að rýmka rétt almennings til upplýsinga, sé undanþágum frá þeim rétti fjölgað. Blaðamannafélagið bendir á veikan rökstuðning í greinar- gerð með frumvarpinu fyrir því að undanskilja sérfræðiálit, sem ráðherrar afla sér við undirbúning lagafrumvarpa, frá aðgangi almennings. Í greinargerðinni eru í raun færð rök fyrir því gagn- stæða, en svo klykkt út með því að „engu að síður“ hafi verið ákveðið að gera tillögu um undanþáguna. Hver eru rökin fyrir því? Blaðamannafélagið telur sömuleiðis að ákvæði frumvarpsins um hvað skuli teljast vinnugögn í málum sem stjórnvöld hafa til meðferðar veiti alltof víðtæka heimild til að synja almenningi um aðgang að gögnum. Félagið tekur dæmi af Árbótarmálinu svokall- aða, þar sem Fréttablaðið sagði, meðal annars á grundvelli tölvu- póstsamskipta sem aflað var með vísan til upplýsingalaga, frá óeðlilegum afskiptum fjármálaráðherra af máli sem var til umfjöll- unar í ráðuneyti annars ráðherra og grímulausu kjördæmapoti. Forsvarsmenn BÍ telja að með ákvæðum frumvarpsins sé lokað á afhendingu slíkra gagna. Sé það rétt mat, hefði Árbótarmálið líklega aldrei komizt í hámæli ef búið hefði verið að breyta upp- lýsingalögum, Ríkisendurskoðun hefði aldrei tekið það til umræðu og ráðherrarnir aldrei verið snupraðir. Við meðferð frumvarpsins á Alþingi hlýtur meðal annars að þurfa að leggja á það mat, hvort lögfesting þess í óbreyttri mynd hefði í för með sér að stjórnsýslan geti lagzt á slíkar fréttir í skjóli þess að hún vilji ekki afhenda vinnugögn. Eins og BÍ bendir á, hefur of mikið upplýsingastreymi ekki staðið vandaðri stjórnsýslu hér á landi fyrir þrifum. Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN HALLDÓR Moody‘s hefur gefið út umfjöllun um líkleg áhrif niðurstöðu úr Icesave-þjóð- aratkvæðagreiðslu á lánshæfismat íslenska ríkisins og er til hennar vitnað í fréttum af fjármögnun Landsvirkjunar. Úttektin er tvær blaðsíður. Fyrirtækið telur líklegt að lánshæfis mat fari úr neikvæðu í stöðugt við samþykkt en verði fært niður ef lögum er hafnað. Hér verða rök fyrirtækisins ásamt mótrökum rakin í stuttu máli með það að markmiði að halda upplýstri umræðu. Fyrirtækið telur samþykkt samnings draga úr óvissu samanborið við dómstólaleið. Ekki er gerð grein fyrir óvissu í þessari úttekt. Þá er ekki fjallað um gjaldeyrisáhættu sem felst í núverandi samningum. Samkvæmt mati Seðlabanka Íslands mun Icesave-skuldbind- ing þrefaldast ef gengi krónunnar fellur um 25%. Sé gengi krónunnar skoðað í sögulegu samhengi er þess háttar veiking vel möguleg. Í úttektinni er talið að samþykkt samnings skapi grundvöll fyrir afnámi gjaldeyrishafta. Ekki er bent á að gengisáhætta í núverandi samningum gerir það að verkum að gengið þarf helst að vera í spennitreyju (þetta er skrifað fyrir tilkynningu um afnám hafta á föstudag). Núverandi Icesave-samningur er tal- inn vera betri en upprunalegur samning- ur. Ekki eru færð rök fyrir því af hverju upprunalegur samningur er viðeigandi viðmið. Talið er að samþykkt samnings opni dyr að alþjóðlegum lánsfjármörkuðum án frekari skýringa. Aðgangur Íslands að alþjóðlegu fjármagni er ekki settur í sögulegt samhengi né í samhengi við alþjóðlegan lánsfjárvanda ríkja. Ef frá er talið tímabil óeðlilegrar láns- fjárbólu og stóriðjuframkvæmdir með sér- tækri lagasetningu þá hefur ekki verið mikið um erlenda fjárfesting á Íslandi. Ekki er ljóst hvort samþykkt samnings muni gjörbreyta þessari sögulegu stöðu. Fyrirtækið telur að ef samningi verður hafnað muni Norðurlönd og Alþjóðlegi gjald- eyrissjóðurinn (AGS) draga tilbaka vilyrði fyrir lánum. Þessi fullyrðing stangast á við fyrri reynslu. Lán frá AGS hafa þegar verið afgreidd óháð samþykkt Icesave. Moody‘s tekur fram að það séu margir aðrir þættir sem hafa áhrif á lánshæfismat Íslands. Líklegt verður að teljast að langtíma lánshæfismat Íslands byggist á vönduðum vinnubrögðum og hóflegri skuldsetningu. Það er því mikilvægt að vandað sé til verka við samþykkt hvers konar skuldbindingar og gengið úr skugga um að óvissuþættir eins og gengi krónunnar geti ekki leitt til þess að Ice- save fari úr því að verða viðráðanlegur baggi yfir í kynslóðarskuldbindingu. Moody’s og lánshæfismat Íslands Icesave Kári Sigurðsson lektor við Háskólann í Reykjavík Níu líf Ríkisstjórnin hefur átt í talsverðum vandræðum með sjálfa sig, svo að segja frá fyrsta degi. Ótalmörg mál hafa skekið hana og dauða hennar verið spáð oftar en tölu verður á komið. Hingað til hefur ríkisstjórnin staðið stormana af sér en ekki er fullvíst að hún komist standandi frá þeim sem nú geisar. Loftárásirnar á Líbíu og afstaða, eða afstöðuleysi, ríkisstjórnarinnar til þeirra eru nefnilega meira en margir í VG geta þolað. En tíu? Í VG er fólk sem er um margt öðruvísi en fólk í öðrum flokkum. VG var enda öðruvísi flokkur. Hann var til dæmis á móti loftárásum. Og er svo sem enn, eftir því sem næst verður komist. En nú er skotið á Líbíu og það með samþykki ríkisstjórnar Íslands – ríkisstjórnar VG. Það er meira en sumir þola og munu nú vísir menn innan VG hvísla um að nú fyrst þurfi stjórnin að óttast um líf sitt. Munið Líbíu En það skyldi þó aldrei vera að forystumenn VG séu bara nokkuð ánægðir þessa dagana og líti á þennan nýja ásteytingarstein í stjórnarsamstarfinu sem pólitískan bjarghring. VG hefur mátt kyngja mörgum af grundvallarmálum sínum og sumir flokksmenn þekkja ekki lengur gamla flokkinn sinn. Forystan getur því a) sagt við Samfylkinguna að fyrst hún teymdi VG svona langt í þessu máli þurfi hún að fallast á að minnsta kosti sjö kröfur VG, eða b) kvatt og hjólað í næstu kosningabaráttu undir kjör- orðinu: „Við stöndum við sannfæringu okkar. Munið Líbíu.“ bjorn@frettabladid.is Breytingar á upplýsingalögum eru til bóta, en þrenging á rétti almennings þarf betri umræðu. Lagzt á fréttir?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.