Fréttablaðið - 05.04.2011, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 05.04.2011, Blaðsíða 38
5. apríl 2011 ÞRIÐJUDAGUR30BESTI BITINN Í BÆNUM „Ég færi á Saffran og fengi mér sesar-salatið þar. Það er alveg rosalega gott en því miður fer ég ekki nógu oft þangað.“ Eyrún Helga Guðmundsdóttir, klippari. „Við erum að fara að heimsækja Charlies-stelpurn- ar, sem við erum búnir að vera að vinna með,“ segir Pálmi Ragnar Ásgeirsson úr upptökustjórateyminu StopWaitGo. Pálmi og félagar héldu til Los Angeles í gær, en þar taka Klara, Alma og Steinunn í stúlknahljóm- sveitinni Charlies á móti þeim. Félagarnir ætluðu í svipaða ferð í fyrra en hún datt upp fyrir. Þeir hyggjast vera í þrjár vikur úti í sólinni og hafa í nógu að snúast. „Við erum að fara á fundi og reyna að koma okkur á framfæri úti – efla tengslin við fólkið sem við erum búnir að vera í samstarfi við í tvö, þrjú ár án þess að hafa hitt,“ segir Pálmi. Ásamt því að hafa samið og útsett lög fyrir Charlies hafa strákarnir unnið með söngvaranum Friðriki Dór auk þess að hafa unnið lagið Geðveikt fínn gaur með grínistan- um Steinda Jr., en það naut mikilla vinsælda. Spurður hvort markmiðið með ferðinni sé að koma ár sinni þannig fyrir borð að þeir geti samið og útsett fyrir erlenda listamenn segir Pálmi svo vera. „Það er möguleiki. Við erum að fara að hitta alls kyns fólk sem getur komið okkur í samband við hina og þessa,“ segir hann. „Ég þori ekki að lofa neinu, en það er markmiðið til lengdar. Við erum að fara á alls kyns fundi með hinum og þessum sem við verðum að sjá hvað kemur út úr.“ - afb Til Los Angeles á fund Charlies EFLA TENGSLIN StopWaitGo-drengirnir Pálmi Ragnar Ásgeirs- son, Ásgeir Orri Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson fóru til Los Angeles í gær, en þar ætla þeir að efla tengslin við tónlistar- bransann. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Ég er mjög spenntur og hlakka mikið til að skrifa þetta – mig hefur alltaf dreymt um að gera bíómynd,“ segir sjónvarpsmaður- inn Auðunn Blöndal. Auddi er byrjaður að skrifa handrit að hasarmyndinni Leyni- lögga ásamt Agli Einarssyni, Hannesi Þór Halldórssyni og Huga Halldórssyni. Stikla við myndina sló í gegn á dögunum, en hún var framleidd fyrir sérstaka stiklukeppni Audda og Sveppa sem fór fram í þætti þeirra á Stöð 2. Verkefnið er á byrjunarstigi en Sena hyggst koma að því sem með- framleiðandi. „Við erum komnir með þráð í gegnum myndina – um hvað hún á að fjalla,“ segir Auddi. „Fólk sá náttúrlega mikið af því í treilern- um. Við verðum samt að passa okkur á því að það verði ekki allt gefið upp í honum.“ Auddi og félagar stefna að því að handritið verði tilbúið í sumar, en þá fer lengra ferli í gang; klára þarf fjármögnun og ganga frá öðrum lausum endum. Ef allt gengur upp yrði myndin frum- sýnd á næsta ári. Fjölmargir þekktir leikarar komu fram í stiklunni og Auddi segir þá vera spennta fyrir því að koma fram í kvikmyndinni. Á meðal þeirra sem komu fram í stiklunni eru Gísli Örn, Björn Hlynur, Hjalti Úrsus, Steindi Jr., Ingvar E., Heiðar Austmann og Íris Björk, kærasta Audda og fyrrverandi ungfrú Reykja- vík, Hörður Magnússon, Hemmi Gunn og Egill Einarsson, sem leikur elskhuga Audda. „Það eru allir tilbúnir að leika þessi hlut- verk í bíómynd. Mönnum finnst það mjög fyndið,“ segir Auddi. Miðað við stikluna verður myndin lögguhasar en augljóst er að grínið verður aldrei langt undan. „Við viljum að hún svín- lúkki þannig að það séu flott has- aratriði, en aldrei stutt í grínið,“ segir Auddi, sem bjóst aldrei við viðbrögðunum sem stiklan fékk, en þau urðu til þess að handrits- skrif hófust. „Það ræddu marg- ir um að þeir vildu sjá treilerinn sem bíómynd.“ atlifannar@frettabladid.is AUÐUNN BLÖNDAL: MIG HEFUR ALLTAF DREYMT UM AÐ GERA BÍÓMYND Ætla að gera hasarmynd úr Leynilöggustiklunni SKRIFA HANDRIT Auddi, Egill og Hannes vinna nú að handriti við kvikmyndina Leynilögga, en stikla myndarinnar sló í gegn á dögunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Ég hef alltaf verið heillaður af Finn- um. Ég hef að vísu aldrei komið þang- að, en er alltaf á leiðinni,“ segir leik- stjórinn Ragnar Bragason. Finnska ríkissjónvarpið YLE hefur keypt sýningarréttinn á sjónvarps- þáttunum Heimsendi án þess að hafa séð svo mikið sem einn þátt. Leik- stjórinn Ragnar Bragason vinnur nú að handriti þáttanna ásamt Pétri Jóhanni Sigfússyni, Jörundi Ragnars- syni og Jóhanni Ævari Grímssyni. Þeir voru einnig á bak við Vaktaþætt- ina víðfrægu, ásamt borgarstjóran- um Jóni Gnarr, en eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu hafa þættirnir Nætur-, Dag- og Fangavaktin verið sýndir á YLE við góðan orðstír. „Það er kominn góður fílingur eftir sýningar á Vaktaseríunum,“ segir Ragnar. „Þetta er sami hópurinn og sama fyrirtæki á bak við Heimsendi og þeir treysta því. Ætli þeim hafi ekki litist vel á hugmyndina.“ Tökur á Heimsendi hefjast í byrjun júní. Þættirnir gerast á geðdeild og verða teknir upp á Kjalarnesi á yfir- gefnu geðdeildinni Arnarholti. Sýn- ingar hefjast í október. - afb Finnar kaupa óséðan Heimsendi ARNARHOLT Á KJALARNESI Þættirnir Heimsendir eftir Ragnar Bragason og félaga gerast á geðdeild og verða teknir upp á Arnarholti. Finnska ríkissjónvarpið hefur keypt sýningarrétt á þáttunum þrátt fyrir að tökur hefjist ekki fyrr en í sumar. Allt sem þú þarft Lesendur okkar eru á öllum aldri – og við þjónum þeim öllum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.