Fréttablaðið - 05.04.2011, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 05.04.2011, Blaðsíða 9
ADVICE hópurinn telur hagsmunum Íslands best borgið með því að fella Icesave-lögin þann 9. apríl. Auglýsingar og annað starf hópsins er greitt með frjálsum framlögum og vinnuframlagi sjálfboðaliða. Tölvupóstur: advice@advice.is www.advice.is 1. Engin lagaskylda að verða við kröfum Breta og Hollendinga Athugasemdir Eftirlitsstofnunar EFTA hafa verið kyrfi lega hraktar af innlendum og erlendum lögfræðingum. Segjum NEI og krefjumst þess að ríkisstjórn Íslands taki til varna gegn óréttmætum ásökunum ESA. 2. Það er ólíðandi að skuldum einkabanka sé velt á almenning Það er ófært að eigendur banka hirði hagnað en almenningur taki á sig tap. Ef við mótmælum þessu ekki núna, skapast fordæmi til framtíðar. 3. Þeir fengu ekki leyfi okkar Bresk og hollensk stjórnvöld ákváðu einhliða að greiða inni- stæðu eigendum Icesave að fullu og með vöxtum. Tilgangurinn var að halda uppi trausti á þarlenda banka. Við vorum ekki spurð en nú á að senda okkur allan reikninginn með vöxtum. 4. Þeir vilja frekar beita hótunum en að fara dómstólaleiðina Þegar íslenskir ráðamenn létu ekki undan þrýstingi beittu Bretar hryðjuverkalögum, bökuðu okkur gríðarlegt tjón og dýpkuðu viljandi okkar erfi ðleika. Þeir hafa reynt að torvelda aðgang okkar að fjármagni. Það er okkar réttur að leita til dómstóla með þetta ágreiningsmál. 5. Bretar og Hollendingar fá 1175 milljarða þótt við segjum Nei Með neyðarlögunum eru hagsmunir innistæðueigenda í Bretlandi og Hollandi tryggðir mun betur en tilskipun ESB um innistæðutryggingar fer fram á: Í stað 674 milljarða munu þeir fá 1175 milljarða. En þeir vilja enn meira: Að við berum ábyrgð á endurheimtum úr þrotabúinu og borgum líka vexti. Okkur ber engin skylda til að verða við því, hvorki lagaleg né siðferðileg. 6. Samningurinn felur í sér of mikla áhættu fyrir þjóðina Enginn veit endanlegan kostnað af samningnum. Í besta falli er hann 32 milljarðar en gæti líka orðið 233 milljarðar (m.v. 2% veikingu krónu á ársfjórðungi og 10% lækkun eignasafnsins). Ef neyðarlögunum yrði hnekkt myndi kostnaður við samningsleiðina hækka um hundruði milljarða í viðbót - og við gætum aldrei staðið undir því. 7. Samningurinn breytir krónuáhættu í gjaldeyrisáhættu Þótt við töpuðum dómsmáli yrðu bætur og vextir greiddir í krónum. Samningsgreiðslur eru hins vegar allar í gjaldeyri. Hvernig sem fer er alltaf miklu auðveldara fyrir okkur að greiða í krónum en gjaldeyri. Jafnvel versta útkoma úr dómsmáli yrði viðráðanleg, en meðalslæm útkoma úr samningi gæti endað með greiðsluþroti ríkisins. 8. Málstaður Íslands nýtur stuðnings erlendis Meðal íbúa erlendra ríkja er mikil og vaxandi andstaða gegn því að velta skuldum gjaldþrota fjármálafyrirtækja yfi r á almenning. Ritstjórar Financial Times og Wall Street Journal hafa fordæmt framkomu breskra og hollenskra stjórnvalda í garð Íslendinga. 9. Já – leysir ekki vanda atvinnulífsins Það er ekki Icesave sem heftir atvinnulífi ð um þessar mundir. Fjárfestar hafa meiri áhyggjur af gjaldeyrishöftum, skattaóvissu og óvæntum lagabreytingum. 10. Það er ekkert að óttast Það eru mörg hundruð milliríkjamál í gangi innan Evrópusam- bandsins á hverjum tíma. Þjóðir verða sér ekki til minnkunar með því að leggja ágreining fyrir dómstóla. Að láta undan hótunum, yfi rgangi og löglausum kröfum annarra þjóða er hins vegar ávísun á mannorðsmissi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.