Fréttablaðið - 20.04.2011, Page 32

Fréttablaðið - 20.04.2011, Page 32
20. apríl 2011 MIÐVIKUDAGUR2 er langt haf milli raflínustaura. Þetta var einföld sveitalína en ég var svo heppinn að hún lenti á góðum stað á vélinni þannig að hún slitnaði. Púlsinn fór töluvert upp en ég setti á fullt afl og fann að vélin brást rétt við og svo lenti ég á túni í grenndinni. Bóndinn á bænum kom á vaðandi siglingu á fjórhjóli og ég bjóst við skömm- um. Þá kom í ljós að hann hafði flogið með mér sumarið áður svo við vorum málkunnugir og meðan ég beið eftir lögreglunni bauð hann mér heim í kaffi. Á veröndinni var maður að pumpa gamaldags prímus og ég, borgar- drengurinn, spurði: „Hvað, eruð þið enn að nota svona prímusa?“ Þá svaraði hinn kurteislega. „Já, við erum nú bara rafmagnslaus hér þessa stundina.“ Styrmir kveðst yfirleitt vera í slagtogi með öðrum í fluginu. „Við fljúgum mikið tveir og tveir saman öryggisins vegna, hvor á sinni vél. Leggjum oft af stað síðdegis, finnum okkur bænda- gistingu á leiðinni og lendum á vegum eða í fjörum því ef við höfum einhvern vind þurfum við bara 100-150 metra braut,“ lýsir hann og bætir við að lokum. „Alls staðar er tekið vel á móti manni. Flugið er svo jákvætt í hugum Íslendinga.“ gun@frettabladid.is „Þetta eru góðviðrisvélar eins og aðrar litlar flugvélar,“ segir Styrmir sem hér er í essinu sínu. Ein af mörgum listrænum myndum sem Styrmir hefur smellt af úr lofti. Þessa mynd tók Styrmir í Landmannalaugum í júlí 2009. Framhald af forsíðu Skartgripir ættu í flestum tilfellum að verða eftir heima þegar haldið er í ferðalag. Sama hversu erfitt er að skilja þá við sig er það betra en að týna dýrgripum á sólarströnd, í siglingu eða skoðunarferð. Giftingarhringurinn má vitanlega fara með ef hann er til staðar en best er að láta þar við sitja. Sumargjöfin 25% afsláttur af öllum barnavörum í dag! ÍSLENSKT KISUNAMMI Fæst í Bónus, Samkaup, 10-11, Fjarðarkaup og Inspired Keflavíkurflugvelli Harðfisktöflur sem kisur elska VINSÆLVARA Sunnudaga og sunnudagskvöld á Stöð 2. SOHO/MARKET Á FACEBOOK Grensásvegur 16, sími 553 7300 Opið mán–fös 12–18 og laugd 12–17 Toppur margir litir – S/M/L 3.990 kr. Teygjutoppar margir litir – SM/ML 1.990 kr. Stuttbuxur drapp, hvítt, svart S/M/L 3.990 kr. Opið á skírdag kl. 12–15 Opið laugardag kl. 12–17 ATHUGIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.