Fréttablaðið - 20.04.2011, Page 41

Fréttablaðið - 20.04.2011, Page 41
MIÐVIKUDAGUR 20. apríl 2011 29 Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssam- taka foreldra, verða afhent í sextánda sinn í Þjóðmenningarhúsinu í maí. Af því tilefni er nú óskað eftir tilnefningum til Foreldraverðlauna 2011 frá einstaklingum, félögum eða hópum sem vilja vekja athygli á vel unnum verkefnum, sem stuðla að eflingu á skólastarfi og jákvæðu samstarfi heimila, skóla og samfélagsins. Verðlaununum er ætlað að vekja athygli á því fjölbreytta starfi sem fer fram innan leik-, grunn- og framhaldsskóla og stuðlar að því að efla jákvætt og öflugt samstarf heimila, skóla og samfélagsins. Til að senda tilnefningu má fylla út eyðu- blað á heimasíðu Heimilis og skóla, www.heim- iliogskoli.is. Síðasti skiladagur tilnefninga er fimmtudagur 28. apríl 2011. Óska eftir tilnefningum til foreldraverðlauna Líkt og aðrar metsölubækur hefur Biblían nú verið gefin út í kilju. Markmiðið með þessu framtaki er að gera texta Biblíunnar sem aðgengilegastan flestum, ekki síst ungu fólki. JPV útgáfa gefur Biblíuna út í samstarfi við Hið íslenska Biblíufélag. Nýja útgáf- an er tæpar 1.900 síður en í þægilegu broti sem fer vel í hendi. Biblían gefin út í kiljuformi Andri Björn Róbertsson bassi heldur tónleika ásamt strengja- kvartett, sem Halla Steinunn Stefánsdóttir leiðir, í Lang- holtskirkju á föstudaginn langa klukkan 17. Meðal verka eru einsöngs- kantatan Ich habe genug BWV 82 eftir J. S. Bach og bassaaríur úr Jóhannesar- og Mattheusar- passíum. Andri Björn hefur alist upp í kórastarfi í Langholtskirkju frá níu ára aldri í gegnum Gra- dualekór Langholtskirkju og Kór og Kammerkór Langholtskirkju. Hann lauk burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík vorið 2010. Kennari hans var alla tíð Ólöf Kolbrún Harðardóttir. Hann stundar nú nám við Konunglega tónlistarskólann í London. Fyrir nokkrum árum vakti Andri athygli hinnar heimsfrægu söngkonu Kiri Te Kanawa og hefur verið undir sérstakri vernd hennar síðan. Miðar eru seldir á midi.is. Bassaaríur í Langholtskirkju VERÐLAUNIN VEITT Frá afhendingu foreldraverðlauna í fyrra. Lummósveit lýðveldisins heldur tónleika á Hótel Klaustri laugar- daginn fyrir páska klukkan 21. Hún mun flytja dægurlög frá 6. áratug síðustu aldar ásamt söngv- urunum Gunnari Pétri Sigmars- syni og Lindu Agnarsdóttur. Sér- stakur heiðursgestur verður Jón Kr. Ólafsson söngvari frá Bíldu- dal. Tónleikarnir eru liður í dag- skránni Sigur lífsins sem að vanda fer fram á Kirkjubæjarklaustri um bænadagana. Lummósveit lýðveldisins er skipuð Skaftfellingum á breiðu aldursbili. Aldursforsetinn er á áttræðisaldri samkvæmt kirkju- bókum og yngsti félaginn varð sextán ára á dögunum. Leikið er á píanó, trommur, bassa, og gítar. Saxófónn, klarinett og harmón- íka skreyta líka undirleikinn sem félagarnir líta á sem vöggu fyrir sönginn, aðal sveitarinnar. - gun Djassperlur frá sjötta áratug LUMMÓSVEIT LÝÐVELDISINS Er skipuð fólki á öllum aldri. MYND/ÍBÍ BASSI Andri Björn syngur á tónleikum í Langholtskirkju á föstudaginn langa. Kjúklingabollur í drekasósu www.ora.is ... einfalt, fljótlegt og go ! Smakkaðu nýjung frá ORA Kjúklingabollur í súrsætri sósu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.