Fréttablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 41
MIÐVIKUDAGUR 20. apríl 2011 29 Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssam- taka foreldra, verða afhent í sextánda sinn í Þjóðmenningarhúsinu í maí. Af því tilefni er nú óskað eftir tilnefningum til Foreldraverðlauna 2011 frá einstaklingum, félögum eða hópum sem vilja vekja athygli á vel unnum verkefnum, sem stuðla að eflingu á skólastarfi og jákvæðu samstarfi heimila, skóla og samfélagsins. Verðlaununum er ætlað að vekja athygli á því fjölbreytta starfi sem fer fram innan leik-, grunn- og framhaldsskóla og stuðlar að því að efla jákvætt og öflugt samstarf heimila, skóla og samfélagsins. Til að senda tilnefningu má fylla út eyðu- blað á heimasíðu Heimilis og skóla, www.heim- iliogskoli.is. Síðasti skiladagur tilnefninga er fimmtudagur 28. apríl 2011. Óska eftir tilnefningum til foreldraverðlauna Líkt og aðrar metsölubækur hefur Biblían nú verið gefin út í kilju. Markmiðið með þessu framtaki er að gera texta Biblíunnar sem aðgengilegastan flestum, ekki síst ungu fólki. JPV útgáfa gefur Biblíuna út í samstarfi við Hið íslenska Biblíufélag. Nýja útgáf- an er tæpar 1.900 síður en í þægilegu broti sem fer vel í hendi. Biblían gefin út í kiljuformi Andri Björn Róbertsson bassi heldur tónleika ásamt strengja- kvartett, sem Halla Steinunn Stefánsdóttir leiðir, í Lang- holtskirkju á föstudaginn langa klukkan 17. Meðal verka eru einsöngs- kantatan Ich habe genug BWV 82 eftir J. S. Bach og bassaaríur úr Jóhannesar- og Mattheusar- passíum. Andri Björn hefur alist upp í kórastarfi í Langholtskirkju frá níu ára aldri í gegnum Gra- dualekór Langholtskirkju og Kór og Kammerkór Langholtskirkju. Hann lauk burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík vorið 2010. Kennari hans var alla tíð Ólöf Kolbrún Harðardóttir. Hann stundar nú nám við Konunglega tónlistarskólann í London. Fyrir nokkrum árum vakti Andri athygli hinnar heimsfrægu söngkonu Kiri Te Kanawa og hefur verið undir sérstakri vernd hennar síðan. Miðar eru seldir á midi.is. Bassaaríur í Langholtskirkju VERÐLAUNIN VEITT Frá afhendingu foreldraverðlauna í fyrra. Lummósveit lýðveldisins heldur tónleika á Hótel Klaustri laugar- daginn fyrir páska klukkan 21. Hún mun flytja dægurlög frá 6. áratug síðustu aldar ásamt söngv- urunum Gunnari Pétri Sigmars- syni og Lindu Agnarsdóttur. Sér- stakur heiðursgestur verður Jón Kr. Ólafsson söngvari frá Bíldu- dal. Tónleikarnir eru liður í dag- skránni Sigur lífsins sem að vanda fer fram á Kirkjubæjarklaustri um bænadagana. Lummósveit lýðveldisins er skipuð Skaftfellingum á breiðu aldursbili. Aldursforsetinn er á áttræðisaldri samkvæmt kirkju- bókum og yngsti félaginn varð sextán ára á dögunum. Leikið er á píanó, trommur, bassa, og gítar. Saxófónn, klarinett og harmón- íka skreyta líka undirleikinn sem félagarnir líta á sem vöggu fyrir sönginn, aðal sveitarinnar. - gun Djassperlur frá sjötta áratug LUMMÓSVEIT LÝÐVELDISINS Er skipuð fólki á öllum aldri. MYND/ÍBÍ BASSI Andri Björn syngur á tónleikum í Langholtskirkju á föstudaginn langa. Kjúklingabollur í drekasósu www.ora.is ... einfalt, fljótlegt og go ! Smakkaðu nýjung frá ORA Kjúklingabollur í súrsætri sósu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.