Fréttablaðið - 28.04.2011, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 28.04.2011, Blaðsíða 20
20 28. apríl 2011 FIMMTUDAGUR Sú breyting á samkeppnislögum sem Alþingi samþykkti á dög- unum felur í sér gífurlega breyt- ingu á núgildandi lagaumhverfi. Með umræddri breytingu er Sam- keppniseftirlitinu veitt heimild til þess að grípa inn í starfsemi fyr- irtækja án þess fyrir liggi með skýrum hætti að um brot á sam- keppnislögum hafi verið að ræða. Samkeppniseftirlitið mun því geta skipt upp fyrirtækjum eða fyrirskipað „breytingar á atferli og skipulagi“ þeirra eins og það er kallað. Heimild þessi er bæði matskennd og óskýr og því óra- fjarri þeim skýrleika sem gera verður til löggjafar samkeppnis- mála. Fá ef nokkur dæmi eru til um sambærilegt framsal valds af hálfu löggjafans. Fremstu fræðimenn okkar á sviði samkeppnisréttar bentu á með sterkum rökum að hið nýja lagaákvæði samrýmist ekki ákvæði stjórnarskrár Íslands um vernd eignarréttar. Þeir bentu einnig á að Samkeppniseftirlitið hefur nú þegar víðtækar heim- ildir til aðgerða og auknar heim- ildir væru því óþarfar. Svo virð- ist sem Alþingi hafi virt skoðanir þeirra að vettugi. Sama á við um sjónarmið fjölmargra annarra s.s. hagsmunasamtaka atvinnu- lífsins. Erfitt er að una við það að lagaákvæði sem vega að stjórn- arskrárbundnum réttindum séu lögfest án skýringa hvernig lög- gjafinn telji umrætt ákvæði sam- rýmast stjórnarskránni. Slík vinnubrögð löggjafans eru vart til þess fallin að auka tiltrú og traust meðal hins almenna borgara. Að búa við sæmilegt réttaröryggi er grundvallarkrafa sem almenning- ur gerir til Alþingis. Sú heimild til uppskiptingar fyr- irtækja sem nú hefur verið lögfest er bæði opin og matskennd. Þar sem slík heimild er til staðar án þess að um skýrt brot á samkeppn- islögum hafi verið að ræða, verð- ur útilokað fyrir stjórnendur fyrir- tækja að gera sér grein fyrir hvort samkeppnisyfirvöld séu líkleg til að grípa inn í rekstur þeirra. Rétt- aröryggi þeirra sem standa fyrir atvinnurekstri er þannig stórlega skert með lögunum. Atvinnu- lífið og sam- tök þess gera ekki aðrar kröfur en að samkeppn- islöggjöf sé skýr og fyr- irsjáanleg rétt eins og gerðar eru kröfur t i l fyrirtækja um skýra og gegnsæja starfshætti, greinargóða upplýsingaöflun og gott samstarf við samkeppnisyfirvöld. Óskýr lagaákvæði um mögulega upp- skiptingu fyrirtækja kunna enn- fremur að leiða til þess að stjórnun og rekstur fyrirtækja verði óskil- virkari. Síðast en ekki síst eykst tortryggni milli fyrirtækja og samkeppnisyfirvalda sem er afar óheppilegt miðað við atburði síð- ustu missera. Sjaldan gengur vel að uppræta skekkjur sem grafið hafa um sig, hvort heldur þær eru bók- menntasögulegar eða annars eðlis. Enn skal þó reynt að segja sannleikann um kvæði eitt sem flestir Íslendingar kunna utan- bókar og syngja hástöfum við ýmis tækifæri. Lagið sjálft heyrist einnig oft leikið á söng- lúðra við marseringar á tylli- dögum. Kvæðið heitir frá hendi höf- undar síns, Steingríms Thor- steinssonar, Þingvallasöngur, enda ort handa baráttufundi á Þingvöllum við Öxará í júnímán- uði 1885, fjögur erindi, og prent- að ásamt viðkvæði sem hefst á orðunum Fram, fram, aldrei að víkja. Nokkur von er til þess að menn héldu að viðkvæði þetta væri eftir þjóðskáldið úr því að það fylgdi erindum hans í frumprent- un. Raunin var öll önnur. Ekki eitt orð þess er eftir Steingrím Thorsteinsson. Við eiginhandar- rit sitt af Þingvallasöng skrifaði skáldið þessa athugasemd (örlítið stytt hér): „Viðkvæðið, sem haft var við kvæði þetta og prentað með því, þegar það var notað á þjóðfundinum ... er ekki eftir mig og heyrir því ekki til. Helgi Helgason kaupmaður bjó það til, er hann samdi lag við kvæðið, og leyfði ég þá, að það fylgdi kvæð- inu að því sinni, en það heyrir því ekki til að öðru leyti.“ Í ævisögu Steingríms Thor- steinssonar, þeirri sem ég tók saman og gefin var út árið 1964, kom ég þessari athuga- semd skáldsins á framfæri og ályktaði jafnframt að þarna fæl- ist eflaust skýring þess hvers vegna Steingrímur tók ekki Þingvallasöng upp í ljóðmæla- safn sitt, viðbót Helga Helga- sonar var samgróin laginu og hefur skáldið „ekki talið rétt að raska einingu ljóðs og lags“. Og ennfremur segir þar: „Kvæð- ið, eins og það kom úr penna Steingríms, sver sig meir í ætt við skáldskap hans en eftir að Fram, fram, aldrei að víkja, o.s.frv., sem er hávaðasamari kveðskapur en dæmi eru til í verkum hans, hefur verið skeytt aftan við hvert erindi.“ Því sem nú hefur verið sagt kýs ég að halda til haga vegna greinar eftir Þröst Ólafsson hér í blaðinu 19. apríl síðastlið- inn. Annars er ég honum fylli- lega samdóma um hina glumru- legu ljóðlínu Helga Helgasonar, Fram, fram, aldrei að víkja, sem raunar ætti að vera kjör- orð ökuþrjóta sem nóg er af hér- lendis. Ég fyrirgef hins vegar stjórnlagaráðsfulltrúum að þeir skyldu syngja línuna svona einu sinni í upphitunarskyni og grípa með því móti fram í fyrir öðrum, til dæmis þeim valda- manni sem fór á hnjákollunum inn í Hvíta húsið í Washing- ton hér um árið og bað um að fjórar orustuþotur hið minnsta hefðu eftirleiðis fasta bækistöð á Keflavíkurflugvelli, þannig að hermangi á Íslandi yrði ekki aflétt. Þeim sanna Íslendingi hefur orðið tíðrætt síðan um lappir, að standa í lappirnar. Nokkur von er til þess að menn héldu að viðkvæði þetta væri eftir þjóðskáld- ið úr því að það fylgdi erindum hans í frumprentun Sú heimild til uppskipting- ar fyrirtækja sem nú hefur verið lögfest er bæði opin og mats- kennd Öxar við ána Menning Hannes Pétursson skáld Uppskipting fyrirtækja Samkeppni Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu Orri Hauksson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Mikið er það dásamlegt að fötl-uð börn skuli eiga óskorað- an rétt á því að ganga í almenna skóla. Rétt sem meira að segja er ein af grundvallarreglum Samein- uðu þjóðanna um skóla án aðgrein- ingar. Það er aftur á móti verra að það virðist henta ráðamönnum í íslensku skólakerfi að oftúlka þenn- an rétt og gera hann að skyldu og gleyma annarri jafn mikilvægri grein, þar sem kveðið er á um að þegar almenna skólakerfið upp- fyllir ekki þarfir fatlaðs barns getur sérkennsla verið hentugasta kennsluformið. Það er ekki sjálfgefið að for- svarsmenn menntamála í Reykja- vík kunni skil á öllu sem þeir þurfa að fjalla um, eins og til dæmis hverjir geta gengið saman í skóla – þeir þurfa að leita ráða. Ráðin sem þeir fá og hlusta á, að því er virðist gagnrýnislaust, eru frá fólki sem setur öll fötluð börn í eina skúffu. Það er grundvallarmunur á því hvort barn er líkamlega eða vits- munalega fatlað. Öll börn sem ekki eru þroskaskert eiga að sjálfsögðu heima í almennum skóla. Þau sem þurfa sérstök hjálpartæki eins og hjólastól eða góð handrið á göngum fá slíkt og þau sem ekki heyra eða sjá fá sérstaka aðstoð. Ég hef engar áhyggjur af þeim börnum. Þau hafa eðlilega greind og eignast önnur börn sem félaga og vini á jafnstöð- ugrunni. Ráðamenn stefna nú að því að eyðileggja Öskjuhlíðarskóla. Skól- inn á ekki lengur að vera fyrir börn sem mælast með greindarvísitölu 50-70 (kallast „væg“ þroskahöml- un) nema eitthvað mikið meira komi til, svo sem fjölfötlun. Reynd- ar hefur börnum með greindar- vísitölu 50-70 verið vísað frá skól- anum í nokkur undanfarin ár og mér er kunnugt um að mörg þess- ara barna eiga vonda ævi í sínum hverfisskóla. Árið 2009 fékk Öskjuhlíðarskóli hvatningarverðlaun Öryrkjabanda- lags Íslands. Og af hverju fékk skól- inn þessi virtu verðlaun? Jú, vegna þess að skólinn er framúrskarandi og sinnir hlutverki sínu gagnvart nemendum eins vel og nokkur kost- ur er. Þetta get ég tekið undir því ég á barnabarn sem átti því láni að fagna að fá inngöngu í Öskjuhlíð- arskóla eftir að hafa verið þrjú ár í sínum hverfisskóla. Fyrsta árið gekk þokkalega, annað árið illa en þriðja árið gekk hörmulega, bæði fyrir barnabarnið mitt sem og hina eðlilega greindu samnemendur. Bilið á milli vitsmunalegs þroska á milli barnabarnsins míns og þeirra jókst hröðum skrefum eftir því sem árin liðu. Skólafélagar barna- barns míns munu allir geta séð um sig sjálfir og stjórnað lífi sínu sem fullorðið fólk. Það mun barnabarnið mitt aldrei geta. Munurinn á milli þess að vera með eðlilega greind eða með greind sem mælist 50-70 er gífurlegur og mér finnst furðulegt að svo mikil greindarskerðing skuli kallast „væg“. Er það til þess draga úr áfalli foreldra barns þegar í ljós kemur að barnið þeirra er þroska- heft eða er það til þess að slá ryki í augu fólks almennt? Í mínum huga er það óskiljan- legt að það eigi að fara að skemma Öskjuhlíðarskóla. Af hverju á að eyðileggja það sem er í fullkomnu lagi? Er ekki nóg af vandamálum úti um allt svo það sem er í lagi fái að vera í friði? Ég skora á skólayfirvöld í Reykjavík að leyfa Öskjuhlíðar- skóla að taka við börnum með „væga“ þroskahömlun og veita þeim skólagöngu þar sem þau geta lært og þroskast eftir persónulegri getu hvers og eins. Þar geta þau átt góðar stundir með félögum sínum innan skóla og utan því foreldrar barna í Öskjuhlíðarskóla telja það ekki eftir sér að aka barni sínu í heimsókn til félaga. Það eru mann- réttindi að ganga í skóla þar sem allir hlæja að sömu bröndurunum. Ég er aðskilnaðarsinni Menntun Jórunn Sörensen framhaldsskólakennari Opið alla virka daga og laugardaga kl. 13-18. Sækjum húsgögnum Sími 8585908 Komið og gerið góð kaup. Styrkið gott málefni! á Eyjarslóð 7 út á Granda. Opinn dagur á Ásbrú 30. apríl 12.00–16.00 Frábær skemmtun og áhugaverðir viðburðir fyrir alla Risa- róbótar Náms- kynningar í Keili Hreysti- braut fyrir börnin PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 10 36 3 Í R E Y K J A N E S BÆ 40 MÍN Nánari dagskrá á asbru.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.