Fréttablaðið - 28.04.2011, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 28.04.2011, Blaðsíða 50
28. apríl 2011 FIMMTUDAGUR34 bio@frettabladid.is > I‘LL BE BACK Þessu fleygu orð eru eignuð Arnold Schwarzenegger úr Terminator. Og nú virð- ist sitthvað benda til þess að Schwarzen- egger ætli að snúa aftur í þetta frægasta hlutverk sitt en bandar ískir vefmiðlar voru uppfullir af fréttum þess efnis í gær. Ekkert hefur þó verið staðfest. Páfagauksmyndin Rio, þar sem Jesse Eisenberg og Anne Hath- away tala fyrir aðalpersónurn- ar, er vinsælasta kvikmyndin á Íslandi um þessar mundir sam- kvæmt upplýsingum frá Smáís. Þetta er hliðstætt því sem er að gerast í hinni stóru Ameríku en þar situr páfagaukurinn einnig í efsta sæti. Myndin er frá sömu framleiðendum og gerðu hinar vinsælu Ísaldarkvikmyndir og því er ekkert skrýtið að smáfólkið skuli flykkjast í bíó með foreldrum og forráðamönnum. Fjölskyldumyndin Hopp hefur einnig notið töluverðra vinsælda og hefur komið sér vel fyrir í öðru sæti. Fast á hæla hennar kemur Arthur með ólíkindatólinu Russell Brand og Óskarsverðlaunaleik- konunni Helen Mirren í stærstu hlutverkunum en í fjórða sæti er hasarmyndin Hanna með Cate Blanchett og Eric Bana. Fimmta vinsælasta kvikmynd vikunnar er síðan hryllingsmyndin Scream 4 úr smiðju Wes Craven. Íslenska kvikmyndin Okkar eigin Osló getur vel við unað því alls hafa 23 þúsund séð myndina. Heldur minni aðsókn er á Kurteist fólk, en tæplega sex þúsund hafa borgað sig inn á hana. Páfagaukurinn Blu flýgur hátt Þrjár kvikmyndir eru frumsýndar um helgina og þær gætu vart verið ólíkari. Fyrsta ber að nefna dönsku verðlaunamyndina Hævnen eftir Susanne Bier en hún hlaut bæði Golden Globe og Óskarsverðlaun sem besta erlenda myndin. Hævnen verður sýnd í Háskólabíói á vegum Græna ljóssins en hún, líkt og flest- ar myndir Bier, tekur á siðferðis- legum atriðum eins og hefnd og fyrirgefningu. Þá þykir hún nokk- uð beitt ádeila á danskt þjóðfélag, sem er ekki alveg eins slétt og fellt og það gefur sig út fyrir að vera. Stórmyndin Thor eða Þór með Chris Hemsworth, Natalie Port- man og Anthony Hopkins í helstu hlutverkum verður frumsýnd í Laugarásbíói. Þór er í myndinni dæmdur til refsingar á jörðinni fyrir kæruleysi og vanrækslu. Á meðan tekur hinn lævísi Loki völd- in í Ásgarði og að endingu neyðist Þór til að kyngja stoltinu og bjarga heimkynnum sínum. Þriðja myndin er síðan Lincoln Lawyer sem Sambíóin frumsýna. Myndin skartar Matthew McCon- aughey í kunnuglegu hlutverki sleips lögfræðings með munninn fyrir neðan nefið sem tekur að sér mál glaumgosa en sá reynist vera úlfur í sauðargæru. Í öðrum hlut- verkum eru þau Ryan Phillippe, Marisa Tomei og William H. Macy. Danskt drama og þrumuguð Sumardagurinn fyrsti rann upp með öllu sínu hreti; vindi og rigningu, eins og hefð er fyrir. Dagur- inn markaði einnig upphaf tímabils sem hinn venju- legi kvikmyndahúsagestur hlakkar yfirleitt til: sumar- smellatímans. Á sumrin koma stórmyndirnar frá kvikmyndaverunum í Hollywood. Formúlukenndar og sneisafullar af tæknibrellum, stjörnum hlaðn- ar gamanmyndir eða framhalds- myndir; sumarmyndirnar eru kapítuli fyrir sig og gróði þeirra hefur oft bjargað bókhaldinu hjá skuldsettum framleiðslufyrir- tækjum. Sumarið í ár er engin undan- tekning og þegar líða tekur á næsta mánuð fara myndirnar að skjóta upp kollinum ein af öðrum. Ritstjóri imdb.com, Col Need- ham, tók saman lista yfir þær myndir sem hann ætlaði að fylgj- ast sérstaklega með og þar kenn- ir margra grasa. Athygli vekur að hann nefnir ekki þriðju Trans- formers-myndina eftir Michael Bay, sem verður frumsýnd hér á landi í júlí. Fyrsta myndin í flokknum þótti vel heppnuð has- armynd með eindæmum en númer tvö, eins og svo oft áður, náði ekki að fylgja þeirri velgengni eftir. Transformers 3 er síður en svo eina framhaldsmyndin þetta sum- arið. Fyrst ber auðvitað að nefna lokakaflann Harry Potter and the Deathly Hallows. Ekki þarf að hafa mörg orð um hana, þetta er síðasta myndin um töfrastrák- inn Harry og þar með lýkur tíu ára samfelldri sigurgöngu þessa ævintýris á hvíta tjaldinu. Næst er það fjórða myndin um sjóræn- ingjana á Karíbahafinu. Fram- leiðsla hennar kom nokkuð á óvart enda voru flestir sammála um að þriðja myndin hefði verið meira en nóg. Framleiðandinn Jerry Bruck- heimer tók hins vegar þá ákvörð- un að sparka Orlando Bloom og Keiru Knightley frá borði og fá í staðinn Penelope Cruz og miðað Kveðjustund Harry og geimveruslagur í vestrinu Þeir Manni, Lúlli og Dýri eru sennilega eitt ólíklegasta þríeyki sem til er: loð- fíll, letidýr og sverðtígur. Þeir kynntust fyrst þegar þeir björguðu litlu barni frá blóðþyrstri hjörð Dýra og hafa síðan þá haldið hópinn. Myndirnar, sem eru orðnar þrjár talsins, hafa notið mikilla vinsælda og skilað gróða upp á 2 milljarða dala, eða 225 milljarða íslenskra króna. Það kemur því ekkert óskaplega á óvart að ráðast eigi í gerð fjórðu myndarinnar, en stefnt er að frumsýningu hennar á næsta ári. Þeir Ray Romano, John Leguizamo og Denis Leary verða sem fyrr í sínum hlutverkum og Queen Lati- fah snýr að sjálfsögðu aftur í hlutverk Elínar. Og nú hefur verið tilkynnt að Jennifer Lopez muni bætast í þenn- an fríða og föngulega hóp þegar hersingin verður vitni að myndun meginlandsins (en þremenning- arnir hafa áður upplifað ísöld, bráðnun jökulsins og risaeðlu- skeiðið). Lopez mun ljá Shiru, þokkafullri sverðtígurs ynju, rödd sína sem fangar hið ann- ars kalda hjarta Dýra. Þetta er ekki hið eina sem áhorfendur mega eiga von á frá Ísaldarhópnum, því búið er að skipuleggja sérstakan jólaþátt fyrir sjónvarp og væntanlegur er tölvuleikur fyrir síma. Ísaldarþríeykið snýr aftur GÓÐIR FÉLAGAR Þeir Manni, Lúlli og Dýri snúa aftur í fjórðu mynd- inni, þar sem þeir fylgjast með myndun meginlandsins. Jennifer Lopez bætist í hópinn sem þokka- full sverðtígursynja. HASAR AF BESTU GERÐ Kvikmyndin Þór um samnefndan þrumuguð hefur fengið prýðilega dóma og þykir velheppnuð hasarmynd. Danska verðlaunamyndin Hævnen eftir Susanne Bier ætti einnig að falla mörgum vel í geð. við þær stiklur sem hafa birst á netinu gæti sú ákvörðun hafa bjargað þessum annars ágæta sjó- ræningjabálki. Col Needham spáir tveimur „hefðbundnum“ hasarmyndum miklum frama í miðasölu sum- arsins. Annars vegar Cowboys & Aliens eftir leikstjóra Iron Man og hins vegar The Green Lantern með Ryan Reynolds í aðalhlut- verki. Kvikmyndaáhugamenn hafa lengi beðið spenntir eftir fyrr- nefndu myndinni sem segir frá því, eins og nafnið gefur kannski til kynna, þegar geimverur láta á sér kræla í villta vestrinu. Dani- el Craig, Harrison Ford og Sam Rockwell, ásamt þokkagyðjunni Oliviu Wilde, heyja grimmilega baráttu fyrir lífi jarðarbúa með sexhleypum. The Green Lantern er eftir leikstjóra hinnar frábæru Bond-myndar Casino Royale, Martin Campbell, og skartar auk þess Gossip Girl-stjörnunni Blake Lively í aðalkvenhlutverk- inu. Super 8 er önnur kvikmynd sem fastlega má gera ráð fyrir að blandi sér í baráttuna um miðana en þar leiða saman hesta sína J. J. Abrams og Steven Spielberg. Sumargamanmyndirnar eru alltaf vinsælar og gefa stundum hasarmyndunum langt nef þegar þær skríða upp á topp. Hangover II gæti þess vegna skotið öllum dýru tæknibrellutröllunum ref fyrir rass en að þessu sinni leitar hin heilaga þrenning uppi vand- ræði í Bangkok. Larry Crowne er að mati Col Needham einnig líkleg til vinsælda en þar fá áhorfendur að sjá Tom Hanks og Juliu Roberts saman á hvíta tjaldinu. Og það eitt og sér hljómar mjög söluvænlega. Að endingu er það Friends with Benefits með Milu Kunis og Just- in Timberlake í aðalhlutverkum. freyrgigja@frettabladid.is GLEÐILEGT SUMAR Hollywood- kvikmyndaverin bjóða upp á miklu veislu í sumar. Harry Potter kveður stóra sviðið, Daniel Craig berst við geimverur í villta vestrinu og Jack Sparrow snýr aftur með Penelope Cruz upp á arminn. Ekki má heldur gleyma hinni heilögu þrenningu í Hangover-genginu sem málar Bangkok rauða svo eftir því er tekið. EKKERT LÁGFLUG Páfagaukurinn Blu er vinsælastur allra á Íslandi og í Ameríku. Fjöl- skyldumyndin Hopp, gamanmyndin Arthur, hasarmyndin Hanna og hryllingsmyndin Scream 4 eru allar á topp fimm samkvæmt upplýsingum frá Smáís. F13270411 RIO TVEGGJA TÍMA HLÁTURSKAST... MEÐ HLÉI Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is „Mjög vel heppnaður farsi, hraður og ótrúlega fyndinn“ – IÞ, Mbl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.