Fréttablaðið - 28.04.2011, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 28.04.2011, Blaðsíða 62
28. apríl 2011 FIMMTUDAGUR46MORGUNMATURINN „Ferðakostnaðurinn hækkar töluvert á milli ára og stærstur hluti af því er gríðarlega hátt verð á hótelum í Düsseldorf,“ segir Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri RÚV. Kostnaðurinn við Eurovision-þátttöku Íslands hækkar um fimm milljónir frá því sem var fyrir ári þegar Hera Björk og Örlyg- ur Smári kepptu fyrir Íslands hönd. Hann er núna rétt rúmar þrjátíu milljónir króna en hefur undanfarin tvö ár verið 25 milljónir. „Auðvitað erum við spæld og það eru ábyggi- lega fleiri lönd í sömu stöðu og við. En svona er bara lífið og svona er þessi „bisness“. Svo má ekki gleyma því að hópurinn í ár er óvenju stór.“ Sigrún segir mistökin hafa verið þau að Þjóðverjar hafi tilkynnt að keppnin yrði haldin í Düsseldorf áður en rætt hefði verið við ferðaþjónustuaðila í borginni. Þeir hefðu í kjölfar ákvörðunarinnar hækkað verðið á gistingu töluvert enda vitað að ferðamanna- fjöldinn myndi margfaldast með heimsókn Eurovision-fyrirbærisins. „Hóteleigendur eru að maka krókinn á þessu og ég veit ekkert hvort þetta er endilega gott fyrir ferðaþjón- ustubransann þeirra.“ Hótelkostnaðurinn er rúmar níu milljónir og samanlagður ferða- kostnaður er fjórtán milljónir en inni í þeirri tölu eru dagpeningar og flug. Sigrún segir það eilitla sárabót að verð á fargjöldum hafi reynst hagstæðara en þau gerðu ráð fyrir. Dagskrárstjórinn ætlar hins vegar að nýta mannskapinn sinn úti í Þýskalandi vel og verður með sérstakan Eurovision-þátt sunnu- daginn 8. maí þar sem rifjuð verður upp leið Vina Sjonna til Düsseldorf. - fgg Eurovision-ævintýrið kostar 30 milljónir SÉÐIR ÞJÓÐVERJAR Sigrún Stefánsdóttir segist vera spæld yfir háu hótelverði í Düsseldorf en kostnaður við þátttöku Íslands hækkar um fimm milljónir milli ára. Vinir Sjonna gista á Radisson-hóteli rétt fyrir utan borgina. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Kvikmyndagerðarmaðurinn Árni Sveinsson er að leggja lokahönd á heimildarmyndina Video, sem fjallar um stöðu tónlistarmynd- bandsins í dag. Myndin verður frumsýnd í bíósal Hörpunnar 16. maí og verður hún eingöngu sýnd þar. „Tónlistarmyndbandið er ungt form en hefur samt breyst ótrú- lega mikið,“ segir Árni, sem síð- ast leikstýrði vel heppnaðri heim- ildarmynd um Ragga Bjarna. „Það er ekkert svo langt síðan útlit var fyrir að það væri að deyja drottni sínum. Stóru fyrirtækin voru efins um að setja peninga í þessi mynd- bönd því stóru stöðvarnar eins og MTV voru að hrynja,“ bætir hann við. „Síðan hefur það gerst síðast- liðin tvö til þrjú ár með netbylgj- unni eins og Youtube og Facebook að staðan hefur gjörbreyst. Mynd- bandið er orðið leið fyrir hljóm- sveitir til að gera sín eigin mynd- bönd utan við eitthvert fyrirtæki. Með netmiðlinum ná þær að kynna sig og tónlistina sína á allt annan hátt.“ Árni er reyndur í gerð tónlistar- myndbanda því hann hefur unnið fyrir hljómsveitir á borð við Gus- Gus, Quarashi og Retro Stefson á ferli sínum. Fyrstnefnda hljóm- sveitin kemur einmitt við sögu í nýju myndinni, auk poppbandsins Berndsens og fleiri hljómsveita. Nýja heimildarmyndin verður um 35 mínútna löng og er samstarfs- verkefni Árna og Hörpunnar. Vinnan hefur staðið yfir undan- farna mánuði og hlakkar Árni mjög til að sýna hana í Hörpu- salnum, sem tekur um 120 manns í sæti. Leikstjórinn er með fleiri járn í eldinum því heimildarmynd hans Backyard, sem fjallar um nokkrar íslenskar hljómsveitir, hefur verið valin til sýninga á tveimur alþjóð- legum kvikmyndahátíðum, í Karl- ovy Vary í Tékklandi og Seattle í Bandaríkjunum. Hátíðin í Tékk- landi er ein sú elsta og virtasta í heiminum og verður haldin 19. maí til 12. júní. Backyard kemur út á mynddiski á Íslandi í byrjun júní og einnig kemur út geisladiskur með tónlist úr myndinni. Myndin verður svo gefin út á mynddiski á alþjóðavísu í september. freyr@frettabladid.is ÁRNI SVEINSSON: FRUMSÝNIR NÝJA MYND Í HÖRPU UM MIÐJAN MAÍ Kannar stöðu íslenskra tónlistar- myndbanda í nýrri heimildarmynd FRUMSÝNIR Í HÖRPU Árni Sveinsson frumsýnir nýja heimildarmynd sína í bíósal Hörpunnar um miðjan maí. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Yfirleitt fæ ég mér ekki neitt en ef ég geri það fæ ég mér Cheerios eða einn kaffibolla.“ Sigga Mæja fatahönnuður. „Mér líst bara vel á þetta enda er þetta heljarinnar stór sýning,“ segir Þórhallur Sigurðsson, Laddi. Hann leikur galdrakarlinn í Oz í uppfærslu Borgarleikhússins sem frumsýnd verður í september á þessu ári. Bergur Ingólfsson leik- stýrir sýningunni en það er Lára Jóhanna Jónsdóttir sem leikur Dóróteu. Alls koma 36 krakkar og atvinnuleikarar að sýningunni en hátt í fjögur þúsund börn mættu í prufur fyrr í vetur. Sérstakar persónur hafa löngum loðað við Ladda og þegar hann stígur á fjalirnar verða sérkenni- legir karekterar oftast fyrir val- inu. Hann hefur til að mynda leik- ið þjófaforingjann Fagin í Oliver Twist, Skrögg í Jólasögu Dick- ens og svo talaði hann auðvitað fyrir annan galdrakarl, Kjartan að nafni, sem lagði Strumpana í einelti. „Ég kann vel við þessar persónur og raunar er drauma- hlutverkið mitt að leika illmenni í kvikmynd. Ég hef rætt þetta við ansi marga en það hefur bara eng- inn hlustað.“ Laddi á góðar minningar úr Borgarleikhúsinu en yfirlits- sýningin Laddi 6tugur var sýnd fyrir fullu húsi í tvö ár þar. „Ég gleymdi hins vegar fjörutíu ára leikafmælinu sem ég átti í fyrra. Ég verð bara að halda þeim mun veglegar upp á fimmtugsafmælið.“ - fgg Laddi leikur galdrakarl UNDIRBÚNINGUR HAFINN Laddi kann vel við sig í hlutverkum sérstakra persóna á borð við Fagin og Skrögg og nú bætist Galdrakarlinn í Oz á ferilskrána. Samlestur var á leikritinu í Borgarleikhúsinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON - vélar Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ. Sími 480-0000 · www.aflvelar.is - sala - varahlutir - þjónusta Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 Sun 1.5. Kl. 15:00 Síð. sýn. Sindri silfurfiskur (Kúlan) Lau 30.4. Kl. 20:00 Sun 1.5. Kl. 20:00 Síð. sýn. Hedda Gabler (Kassinn) Allir synir mínir (Stóra sviðið) Mið 27.4. Kl. 20:00 Lau 30.4. Kl. 20:00 Mið 4.5. Kl. 20:00 Fim 5.5. Kl. 20:00 Mið 11.5. Kl. 20:00 Fim 12.5. Kl. 20:00 Mið 18.5. Kl. 20:00Ö Sun 1.5. Kl. 14:00 Sun 1.5. Kl. 17:00 Sun 8.5. Kl. 14:00 Sun 8.5. Kl. 17:00 Sun 15.5. Kl. 14:00 Sun 22.5. Kl. 14:00 Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið) Bjart með köflum (Stóra sviðið) Fim 28.4. Kl. 20:00 5. sýn Fös 29.4. Kl. 20:00 6. sýn Fös 6.5. Kl. 20:00 7. sýn Lau 7.5. Kl. 20:00 8. sýn Fös 13.5. Kl. 20:00 Lau 14.5. Kl. 16:00 br.sýn Fim 19.5. Kl. 20:00 Fös 3.6. Kl. 20:00 Lau 4.6. Kl. 20:00 Fim 9.6. Kl. 20:00 Fös 10.6. Kl. 20:00 U U Ö Ö Ö Ö U U Ö Ö U Ö Ö Ö U Brák (Kúlan) Fös 13.5. Kl. 20:00 Sun 15.5. Kl. 20:00 Aukasýn. Ö A ug lý si ng as ím i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.