Fréttablaðið - 28.04.2011, Qupperneq 62
28. apríl 2011 FIMMTUDAGUR46MORGUNMATURINN
„Ferðakostnaðurinn hækkar töluvert á milli
ára og stærstur hluti af því er gríðarlega hátt
verð á hótelum í Düsseldorf,“ segir Sigrún
Stefánsdóttir, dagskrárstjóri RÚV.
Kostnaðurinn við Eurovision-þátttöku
Íslands hækkar um fimm milljónir frá því
sem var fyrir ári þegar Hera Björk og Örlyg-
ur Smári kepptu fyrir Íslands hönd. Hann er
núna rétt rúmar þrjátíu milljónir króna en
hefur undanfarin tvö ár verið 25 milljónir.
„Auðvitað erum við spæld og það eru ábyggi-
lega fleiri lönd í sömu stöðu og við. En svona
er bara lífið og svona er þessi „bisness“. Svo
má ekki gleyma því að hópurinn í ár er óvenju
stór.“
Sigrún segir mistökin hafa verið þau að
Þjóðverjar hafi tilkynnt að keppnin yrði
haldin í Düsseldorf áður en rætt hefði verið
við ferðaþjónustuaðila í borginni. Þeir hefðu
í kjölfar ákvörðunarinnar hækkað verðið á
gistingu töluvert enda vitað að ferðamanna-
fjöldinn myndi margfaldast með heimsókn
Eurovision-fyrirbærisins. „Hóteleigendur eru
að maka krókinn á þessu og ég veit ekkert
hvort þetta er endilega gott fyrir ferðaþjón-
ustubransann þeirra.“ Hótelkostnaðurinn er
rúmar níu milljónir og samanlagður ferða-
kostnaður er fjórtán milljónir en inni í þeirri
tölu eru dagpeningar og flug. Sigrún segir
það eilitla sárabót að verð á fargjöldum hafi
reynst hagstæðara en þau gerðu ráð fyrir.
Dagskrárstjórinn ætlar hins vegar að nýta
mannskapinn sinn úti í Þýskalandi vel og
verður með sérstakan Eurovision-þátt sunnu-
daginn 8. maí þar sem rifjuð verður upp leið
Vina Sjonna til Düsseldorf. - fgg
Eurovision-ævintýrið kostar 30 milljónir
SÉÐIR ÞJÓÐVERJAR Sigrún Stefánsdóttir segist vera
spæld yfir háu hótelverði í Düsseldorf en kostnaður
við þátttöku Íslands hækkar um fimm milljónir milli
ára. Vinir Sjonna gista á Radisson-hóteli rétt fyrir utan
borgina. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Kvikmyndagerðarmaðurinn Árni
Sveinsson er að leggja lokahönd
á heimildarmyndina Video, sem
fjallar um stöðu tónlistarmynd-
bandsins í dag. Myndin verður
frumsýnd í bíósal Hörpunnar 16.
maí og verður hún eingöngu sýnd
þar.
„Tónlistarmyndbandið er ungt
form en hefur samt breyst ótrú-
lega mikið,“ segir Árni, sem síð-
ast leikstýrði vel heppnaðri heim-
ildarmynd um Ragga Bjarna. „Það
er ekkert svo langt síðan útlit var
fyrir að það væri að deyja drottni
sínum. Stóru fyrirtækin voru efins
um að setja peninga í þessi mynd-
bönd því stóru stöðvarnar eins og
MTV voru að hrynja,“ bætir hann
við. „Síðan hefur það gerst síðast-
liðin tvö til þrjú ár með netbylgj-
unni eins og Youtube og Facebook
að staðan hefur gjörbreyst. Mynd-
bandið er orðið leið fyrir hljóm-
sveitir til að gera sín eigin mynd-
bönd utan við eitthvert fyrirtæki.
Með netmiðlinum ná þær að kynna
sig og tónlistina sína á allt annan
hátt.“
Árni er reyndur í gerð tónlistar-
myndbanda því hann hefur unnið
fyrir hljómsveitir á borð við Gus-
Gus, Quarashi og Retro Stefson á
ferli sínum. Fyrstnefnda hljóm-
sveitin kemur einmitt við sögu í
nýju myndinni, auk poppbandsins
Berndsens og fleiri hljómsveita.
Nýja heimildarmyndin verður um
35 mínútna löng og er samstarfs-
verkefni Árna og Hörpunnar.
Vinnan hefur staðið yfir undan-
farna mánuði og hlakkar Árni
mjög til að sýna hana í Hörpu-
salnum, sem tekur um 120 manns
í sæti.
Leikstjórinn er með fleiri járn í
eldinum því heimildarmynd hans
Backyard, sem fjallar um nokkrar
íslenskar hljómsveitir, hefur verið
valin til sýninga á tveimur alþjóð-
legum kvikmyndahátíðum, í Karl-
ovy Vary í Tékklandi og Seattle í
Bandaríkjunum. Hátíðin í Tékk-
landi er ein sú elsta og virtasta í
heiminum og verður haldin 19. maí
til 12. júní.
Backyard kemur út á mynddiski
á Íslandi í byrjun júní og einnig
kemur út geisladiskur með tónlist
úr myndinni. Myndin verður svo
gefin út á mynddiski á alþjóðavísu
í september.
freyr@frettabladid.is
ÁRNI SVEINSSON: FRUMSÝNIR NÝJA MYND Í HÖRPU UM MIÐJAN MAÍ
Kannar stöðu íslenskra tónlistar-
myndbanda í nýrri heimildarmynd
FRUMSÝNIR Í HÖRPU Árni Sveinsson frumsýnir nýja heimildarmynd sína í bíósal Hörpunnar um miðjan maí. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
„Yfirleitt fæ ég mér ekki neitt
en ef ég geri það fæ ég mér
Cheerios eða einn kaffibolla.“
Sigga Mæja fatahönnuður.
„Mér líst bara vel á þetta enda
er þetta heljarinnar stór sýning,“
segir Þórhallur Sigurðsson, Laddi.
Hann leikur galdrakarlinn í Oz í
uppfærslu Borgarleikhússins sem
frumsýnd verður í september á
þessu ári. Bergur Ingólfsson leik-
stýrir sýningunni en það er Lára
Jóhanna Jónsdóttir sem leikur
Dóróteu. Alls koma 36 krakkar og
atvinnuleikarar að sýningunni en
hátt í fjögur þúsund börn mættu í
prufur fyrr í vetur.
Sérstakar persónur hafa löngum
loðað við Ladda og þegar hann
stígur á fjalirnar verða sérkenni-
legir karekterar oftast fyrir val-
inu. Hann hefur til að mynda leik-
ið þjófaforingjann Fagin í Oliver
Twist, Skrögg í Jólasögu Dick-
ens og svo talaði hann auðvitað
fyrir annan galdrakarl, Kjartan
að nafni, sem lagði Strumpana í
einelti. „Ég kann vel við þessar
persónur og raunar er drauma-
hlutverkið mitt að leika illmenni
í kvikmynd. Ég hef rætt þetta við
ansi marga en það hefur bara eng-
inn hlustað.“
Laddi á góðar minningar úr
Borgarleikhúsinu en yfirlits-
sýningin Laddi 6tugur var sýnd
fyrir fullu húsi í tvö ár þar. „Ég
gleymdi hins vegar fjörutíu ára
leikafmælinu sem ég átti í fyrra.
Ég verð bara að halda þeim mun
veglegar upp á fimmtugsafmælið.“
- fgg
Laddi leikur galdrakarl
UNDIRBÚNINGUR HAFINN Laddi kann vel við sig í hlutverkum sérstakra persóna á
borð við Fagin og Skrögg og nú bætist Galdrakarlinn í Oz á ferilskrána. Samlestur var
á leikritinu í Borgarleikhúsinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
- vélar
Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ.
Sími 480-0000 · www.aflvelar.is
- sala
- varahlutir
- þjónusta
Rakarastofan
Klapparstíg
S: 551 3010
Sun 1.5. Kl. 15:00 Síð. sýn.
Sindri silfurfiskur (Kúlan)
Lau 30.4. Kl. 20:00 Sun 1.5. Kl. 20:00 Síð. sýn.
Hedda Gabler (Kassinn)
Allir synir mínir (Stóra sviðið)
Mið 27.4. Kl. 20:00
Lau 30.4. Kl. 20:00
Mið 4.5. Kl. 20:00
Fim 5.5. Kl. 20:00
Mið 11.5. Kl. 20:00
Fim 12.5. Kl. 20:00
Mið 18.5. Kl. 20:00Ö
Sun 1.5. Kl. 14:00
Sun 1.5. Kl. 17:00
Sun 8.5. Kl. 14:00
Sun 8.5. Kl. 17:00
Sun 15.5. Kl. 14:00
Sun 22.5. Kl. 14:00
Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið)
Bjart með köflum (Stóra sviðið)
Fim 28.4. Kl. 20:00 5. sýn
Fös 29.4. Kl. 20:00 6. sýn
Fös 6.5. Kl. 20:00 7. sýn
Lau 7.5. Kl. 20:00 8. sýn
Fös 13.5. Kl. 20:00
Lau 14.5. Kl. 16:00 br.sýn
Fim 19.5. Kl. 20:00
Fös 3.6. Kl. 20:00
Lau 4.6. Kl. 20:00
Fim 9.6. Kl. 20:00
Fös 10.6. Kl. 20:00
U
U
Ö
Ö
Ö
Ö
U
U
Ö
Ö
U
Ö
Ö
Ö
U
Brák (Kúlan)
Fös 13.5. Kl. 20:00 Sun 15.5. Kl. 20:00 Aukasýn.
Ö
A
ug
lý
si
ng
as
ím
i