Fréttablaðið - 28.04.2011, Blaðsíða 31
**
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
* **
FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2011
Norðurslóðafræði,
æskulýðsfræði og
byggðafræði eru meðal
áherslusviða í nýrri námsgráðu
við Háskólann á Akureyri.
Þar verður líka tekin upp
fjarkennsla í öllum greinum
félagsvísindadeildar í haust.
„Við tökum upp tvenns konar nýj-
ungar með haustinu svo hér verða
nokkur tímamót,“ byrjar Birgir
Guðmundsson, formaður félags-
vísindadeildar Háskólans á Akur-
eyri, sitt spjall. „Í fyrsta lagi verð-
ur fjarkennsla í boði í öllum okkar
greinum. Menn geta þá verið stað-
settir hvar sem er í heiminum en
þurfa þó að koma til okkar í náms-
lotur tvisvar á önn. Fjarkennslan er
í fjölmiðlafræði, sálfræði, nútíma-
fræði og í félagsvísindum.“
Félagsvísindum? hváir blaða-
maður.
„Já, það er hin nýjungin sem er
á döfinni. Sérstök námsgráða sem
heitir BA í félagsvísindum og þar
bjóðum við upp á sérstök áherslu-
svið. Í fyrsta lagi getur fólk auð-
vitað lært félagsvísindi til 180
ECTS-eininga og er þá komið með
góðan alhliða grunn í félagsfræði,
mannfræði, stjórnmálafræði og
aðferðafræði. En auk þess er hægt
að taka félagsvísindagráðuna með
áherslu á tiltekin svið. Þessi svið
eru byggðafræði, ferðamálafræði,
kynjafræði, norðurslóðafræði og
æskulýðsfræði.“
Birgir segir BA-námið í félags-
vísindunum byggt þannig upp
í grófum dráttum að almennur
félagsvísindagrunnur samsvari
um tveggja ára námi, eða 120
ECTS-einingum. Það sem svari til
þriðja námsársins geti nemendur
svo valið sem námskeið og fög á
áhugasviði hvers og eins. „Þarna
er verið að svara tvenns konar eft-
irspurn. Í fyrsta lagi er fólk ekki
alltaf strax í upphafi búið að finna
út hvar áhuginn liggur og svo eru
þetta áherslusvið sem ekki eru
víða í boði.“
Á Akureyri eru stofnanir sem
Birgir segir að muni styðja við
hinar nýju námsgreinar eftir því
sem þörf er á. „Við erum með sterkt
bakland á öllum þessum svið-
um,“ segir hann. „Rannsóknamið-
stöð Háskólans á Akureyri hefur
til dæmis verið mikið í byggða-
rannsóknum, þannig að verkefni í
byggðafræði yrðu unnin í samráði
við fólk þar sem gjörþekkir þann
málaflokk. Eins eru Ferðamálaset-
ur og Jafnréttisstofa hér á háskóla-
svæðinu. Við skólann eru líka kenn-
arar sem hafa staðið í fararbroddi
í æskulýðsrannsóknum og síðast
en ekki síst vil ég nefna norður-
slóðafræðin, en þau mál eru mikið
í umræðunni vegna minnkandi íss
á norðurslóðum. Hér höfum við
Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og
kennarar við háskólann eru jafn-
framt sérfræðingar við þá stofnun.
Fyrst og fremst er þó um almenna
félagsvísindagráðu að ræða og það
gildir í öllum fögum á félagsvís-
indasviðinu að við leggjum áherslu
á góðan grunn.“
Leggjum áherslu á
góðan grunn
„Við erum með sterkt bakland á öllum þeim sviðum sem við bjóðum upp á sem
áhugasvið í félagsvísindum,“ segir deildarformaðurinn Birgir Guðmundsson.
MYND/HEIDA.IS
Ný námsbraut í náttúru- og auðlindafræðum verður
til við auðlindadeild Háskólans á Akureyri í haust
en sú deild er á viðskipta- og raunvísindasviði skól-
ans og Hjörleifur Einarsson er formaður hennar.
„Náttúru- og auðlindafræði er hugsað sem
tveggja ára nám sem leiði til diplómaskírteinis,“
segir Hjörleifur Einarsson, deildarformaður auð-
lindadeildar, og telur þessa nýju braut kjörna fyrir
þá mörgu sem vilja læra náttúruvísindi en hafa að
öðru leyti ekki gert upp hug sinn um hvert skuli
stefna að loknu stúdentsprófi. „Við gerum þetta í
samvinnu við Háskólann á Hólum þannig að þeir
sem innritast í náttúru-og auðlindafræðinámið geta
lokið BS-námi í fiskeldisfræði frá Hólum en þeir
geta einnig klárað hjá okkur, annað hvort á líftækni-
eða sjávarútvegsbraut. Svo eigum við líka í viðræð-
um við aðra ríkisháskóla um frekari samvinnu um
þróun námsins.“
Hjörleifur segir auðlindadeildina hafa þróast á
sínum tíma út úr sjávarútvegsdeildinni. „Markmið-
ið var að bjóða upp á aukna möguleika fyrir nem-
endur og horfa á aðrar auðlindir en auðlindir sjáv-
ar. Við endurskoðun á námsframboði auðlindadeild-
ar um síðustu áramót var ákveðið að halda áfram
með sjávarútvegsfræði og líftækni og bjóða upp á
diplómanámið. Við viljum í samstarfi við aðra auka
við okkar námsframboð með áherslu á matvæli, um-
hverfismál, norðurslóðir og sjálfbæra nýtingu auð-
linda. Einnig verður rík áhersla á rannsóknatengt
framhaldsnám, bæði meistara- og doktorsnám,
segir Hjörleifur að lokum.
Sjálfbær nýting auðlinda
„Við viljum í samstarfi við aðra auka við okkar námsframboð,“
segir Hjörleifur. MYND/HEIDA.IS