Fréttablaðið - 28.04.2011, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 28.04.2011, Blaðsíða 44
28. apríl 2011 FIMMTUDAGUR28 BAKÞANKAR Ragnheiðar Tryggva- dóttur 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. andspænis, 6. utan, 8. skaut, 9. farfa, 11. tveir eins, 12. nes, 14. söng- leikur, 16. ólæti, 17. sníkjudýr, 18. flott, 20. í röð, 21. ekki úti. LÓÐRÉTT 1. líkamshluti, 3. hróp, 4. lofttóm, 5. angan, 7. vanabindandi efni, 10. missir, 13. hlaup, 15. ána, 16. ái, 19. ónefndur. LAUSN LÁRÉTT: 2. móti, 6. án, 8. pól, 9. lit, 11. mm, 12. skaga, 14. ópera, 16. at, 17. lús, 18. fín, 20. mn, 21. inni. LÓÐRÉTT: 1. háls, 3. óp, 4. tómarúm, 5. ilm, 7. nikótín, 10. tap, 13. gel, 15. asna, 16. afi, 19. nn. ... þegar maður pælir í því þá ertu frekar hávaxinn, mikill um þig og kröftugur! Spurningin er því hvernig þú fékkst viðurnefnið Litli-Jón? Neinei … í hvað er mamma þín búin að klæða þig Gordon? Lommér að sjá. Nei, æ, en klaufalegt af mér! Man U treyjan? Hún er í þvotti. Einmitt. Palli, læknirinn getur tekið á móti þér núna. Viltu að ég komi inn með þér? Ertu að hugsa málið? Ég er að leita að orði sem er neikvæðara en nei. Hreinskilni á fallegum morgni í Skírisskógi Þannig að gaurinn horfir á kvittunina mína og … … SESTU NIÐUR! Ég var að tala við strákinn. Til hamingju með að hafa erft valds- mannslega rödd mömmu. Það hefur ekki rignt dropa í dag. Ekki heldur snjóað, dunið á með hagléli eða slyddu. Hitinn hefur haldist nokkuð jafn yfir daginn, fór meira að segja upp undir tveggja stafa tölu um tíma og vind- hraði hefur ekki sveiflast um tugi metra á sekúndu milli hádegis og kaffis! Sum- arið virðist loksins ætla að hætta sér inn fyrir dyr og lokar vonandi á eftir sér. Ég er orðin langþreytt á leiðindatíð þar sem engin leið hefur verið að klæða sig eftir síbreytilegu veðr- inu. „ÍSLAND er land öfganna“ hefur margur forsetinn sagt í ræðu. Farið svo hátíðlegum orðum um seiglu landans „sem átt hefur í stormasömu sambandi við nátt- úruöflin í norðri.“ Óttaleg klisja en hún er sönn. Veðrið getur sveiflast öfganna á milli á nokkr- um mínútum ef því sýnist svo og skeytir ekkert um vonir mínar um sól og sumaryl. ÉG var fyrir löngu búin að draga fram strigaskóna, pumpa í dekkin á reiðhjólinu og pakka vettlingun- um ofan í skúffu. Fannst vera orðið svo vorlegt í lok mars. Hengdi úlpuna aftast í skápinn og ætlaði að láta fóðraða jakkann duga. Sum- arið væri alveg á næsta leiti. ÉG þráaðist líka lengi við og óð út á morgnana, húfulaus í strigaskónum. Barð- ist svo krókloppin heim á móti blindbyln- um og uppskar ekkert nema nefrennsli og sáran háls. Ég lét plata mig aftur og aftur út í sólina, en hafði varla snúið mér við þegar haglélið tók að dynja. Haglélið breyttist svo í rigningu og svo aftur í hagl- él, þær mínútur sem það tók mig að hlaupa í skjól. Þegar í skjólið var komið fór sólin svo bara aftur að skína. ÞETTA stormasama samband mitt við náttúruna í norðrinu hafði mig undir á endanum. Vettlingarnir komu aftur upp úr skúffum, úlpan færðist fremst í fataskáp- inn og strigaskórnir viku aftur fyrir vetr- arbomsunum. Það hvarflaði ekki að mér að hætta mér af bæ á reiðhjólinu, ég gæti orðið úti á leiðinni heim. EN í dag hefur ekkert rignt, hvorki drop- um né ís. Mig dauðlangar húfulaus út. Veit þó ekki hvort ég get treyst því að ekki verði gengið á eftir mér með éljum. Til öryggis fer ég því út í bomsunum og dreg húfuna niður fyrir eyru. Úlpan fær að hanga fremst eitthvað frameftir vordög- um. Stormasamt samband í norðrinu *Samkvæmt Prentmiðlakönnun Capacent Gallup, jan.-mars 2011 SÖGULEG SÝNING Í KRINGLUNNI Rifjaðu upp stórviðburði síðustu 10 ára eins og þeir birtust í Fréttablaðinu á afmælissýningunni sem sett hefur verið upp í Kringlunni. Komdu og upplifðu söguna aftur með mögnuðum myndum og eftirminnilegum forsíðum úr 10 ára sögu Fréttablaðsins. MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 ÞRIÐJUDAGUR 7. október 2008 — 274. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG JÓN SIGURÐSSON Byrjar daginn alltaf á hollum hafragraut • heilsa • nám Í MIÐJU BLAÐSINS Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 VINNUVÉLANÁMSKEIÐ eru reglulega haldin hjá Ökuskóla Akureyrar. Námskeiðin eru 80 tímar og helstu námsgreinar eru jarð- ýtur og gröfur, kranar og stálvírar, vökva- og vélafræði og öryggi á vinnustað. Næsta námskeið hefst 30. október og er skráning hafin á okuskoli@simnet.is „Ég reyni eftir bestu getu að hugsa vel um heilsuna og hef undanfariðár byrjað daginn á ih í Reykjavík og hefur þ fbre t Vill vakna í átök og stuð Herþjálfun, fullt nám og hundrað prósent vinna er lífsstíll sem skilar Jóni Sigurðssyni árangri í starfi og leik, en hann hefur frá fyrstu tíð gengið hnitmiðað um fjölbreytta stigu heilnæmis og heilbrigðs líferni Jón Sigurðsson hefur aldrei slegið slöku við að hugsa sem best um heilsuna og telur ekki eftir sér að vakna í hörku herþjálfun meðan aðrir sofa. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BORÐAÐU ÞIG HOLLARI! Auðveldar þér að léttast Losaðu þig við 5 kíló á 5 vikum Nýtt og yfirfarið matarprógram,sem hjálpar þér við að losa þig við aukakilóin. Lærðu um það hvernig þú borðar fjölbreyttar máltíðir með hollum og góðum mat. GARÐABÆ REYKJAVÍK REYKJANESBÆR AKUREYRI NÝTT MATAR- PRÓGRAM Lífið 10 ára Lífið, samtök um líknandi meðferð, heldur á laugardag málþing í tengslum við afmælið. TÍMAMÓT 16 BLEIKA SLAUFAN Árveknisátak Krabba- meinsfélags Íslands Sérblað um bleiku slaufuna FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG bleika slaufanÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2008 Stríð á Facebook Lindsay Lohan og París Hilton deila á netinu. FÓLK 20 HILDUR BJÖRK YEOMAN Vekur athygli í Portúgal Fjallað um sýningu hennar í Vogue FÓLK 26 Smiðjuvegi 76 • Kópavogi Baldursnesi 6 • Akureyri Mikið úrval af upphengdum salernum Opið virka daga frá 8 -18 laugardaga frá10 -15 tengi.is HVASST Í FYRSTU Í fyrstu verða suðaustan og austan 10-18 m/s, hvassast á Vestfjörðum. Lægir smám saman eftir hádegi. Rigning eða skúrir en dregur úr úrkomu síðdegis. Hiti 7-12 stig. VEÐUR 4 10 7 9 9 10 Sögulegt hjá Heimi Heimir Guðjónsson varð fyrsti þjálfarinn í 39 ár til að verða meistari á fyrsta ári í þjálfun. ÍÞRÓTTIR 23 % 20 40 60 80 100 40.000 slaufurSöfnunarmarkmið INN OG ÚT Þegar bönkunum var lokað í gær var óvíst hvort þeir yrðu opnaðir á ný. Neyðarlög voru sett á Alþingi klukkan 23.19 til bjargar íslensku fjármálakerfi og sagði fjármálaráðherra að innistæður íslenskra sparifjáreigenda yrðu að fullu tryggðar. Myndin var tekin við höfuðstöðvar Landsbankans við lokun í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA EFNAHAGSMÁL „Bankinn opnar og ég bendi á að hann er einn örfárra í Evrópu sem enn er starfandi án þess að hafa notið sérstakrar aðstoðar seðlabanka,“ segir Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Lands- bankans. Alþingi ræddi fram á nótt frum- varp forsætisráðherra um neyðar- ráðstafanir í fjármálakreppunni. Samkvæmt lögunum getur Fjár- málaeftirlitið tekið að sér stjórn banka. Í aðgerðum stjórnvalda felst einnig stórt evrulán Seðla- bankans til Kaupþings. „Ég tel að þetta sé skynsamleg ráðstöfun. Þessi eign sem þarna er um að ræða, FIH, er perlan í kór- ónu Kaupþings, en þetta er mat Seðlabankans, ekki ríkisstjórnar- innar,“ segir Össur Skarphéðins- son, iðnaðarráðherra og staðgeng- ill formanns Samfylkingarinnar. Fyrirgreiðslan til Kaupþings nemur um eitt hundrað milljörðum íslenskra króna. Lánið er tryggt með veði í danska FIH bankanum. Össur segist ekki kannast við að Landsbankinn hafi leitað eftir fyr- irgreiðslu. Sumir úr stjórnarliðinu segja að í þessu felist stuðningsyfirlýsing stjórnvalda við Kaupþing, en aðrir benda á að með þessu sé Kaupþingi aðeins veitt ákveðið svigrúm í hefðbundnum endurhverfum við- skiptum milli banka og Seðla- banka. Fram kom í máli Geirs H. Haarde forsætisráðherra að efnahagsmál- in hefðu tekið óvænta stefnu í gær- morgun og lánalínur bankanna hefðu lokast. Því stæðu Íslending- ar frammi fyrir þessari stöðu. Hins vegar yrði róið að því öllum árum að tryggja hagsmuni almennings, þjóðarbúsins og innistæðueigenda, hugsanlega á kostnað annarra. Aðgerðir stjórnvalda tryggðu að bankarnir yrðu opnir í dag. Össur segir að allt verði skoðað. Teknar verði ákvarðanir sem sumir telji kaldrifjaðar. „Telji stjórnvaldið að fjármála- stofnun sé komin í þá stöðu að hún geti ekki staðið við skuldbindingar sínar, þá er hægt í reynd að taka völd í fyrirtækinu og ráðstafa eign- um þess, með hagsmuni þjóðarinn- ar í huga. En ef svo færi að banki legðist á hliðina myndi hann eigi að síður, eftir að þessi tæki eru komin í hendur stjórnvalda, opna daginn eftir.“ Sigurður Einarsson, stjórnarfor- maður Kaupþings, segir unnið hörðum höndum að því að treysta lausafjárstöðu bankans í því erfiða umhverfi sem nú ríkir á alþjóðleg- um fjármálamörkuðum. Stefnan hafi verið sett á að minnka bank- ann og efnahagsreikning hans og eignir hafi verið seldar síðustu tíu daga fyrir um 170 milljarða króna, einkum verðbréf. Að viðbættu láni Seðlabankans í gær hafi bankinn þannig losað um 270 milljarða undanfarna daga. - bih, ikh Allir bankarnir opna í dag Neyðarlög sett á Alþingi í gær um víðtækar heimildir Fjármálaeftirlitsins til inngripa í íslenskt fjármála- kerfi. Innistæður tryggðar. Íbúðalánasjóður kemur að endurfjármögnun húsnæðislána. Kaupþing fékk stórt lán frá Seðlabanka og hyggst selja eignir. Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er komin til landsins. Stjórnvöld útiloka ekki að óskað verði eftir efnahagsaðstoð Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru staddir hér á landi sérfræðingar sjóðsins. Þeir hafa veitt stjórnvöldum tækni- lega ráðgjöf við yfirstandandi efnahagsaðgerðir. Sendinefnd Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins kom hingað að frumkvæði stjórnvalda. Eftir því sem næst verður komist, útiloka stjórnvöld enga möguleika við ríkj- andi aðstæður, þar á meðal er sá möguleiki að leita efnahagsaðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ísland var í hópi stofnríkja sjóðsins. Aðstoðar hans var síðast leitað hér á landi árið 1982. Ísland hefur verið skuldlaust við sjóðinn frá árinu 1987. - ikh Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn til aðstoðar Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI3. júlí 2010 — 154. tölublað — 10. árgangur 3 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Fjölskyldan l Allt l Allt atvinna Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 „Ég hóf helgarfríið á Hólmavík þar sem ég söng fyrsta bassa með Raddbandafélagi Reykjavíkur, en við stigum á stokk með Svav-ari Knúti á Hamingjudögum,“ segir Samúel C. Lefever, lektor við Háskóla Íslands, inntur eftir dagskrá helgarinnar. „Eftir góðan nætursvefn á Ströndum brunaði ég áfram norð-ur í Skagafjörð þar sem ég ætla að eyða afgangi helgarinnar með góðum vinum og fyrrverandi sveitungum mínum á skagfirskum sveitabæ,“ upplýsir Samúel sem bjó í skagfirskri sveit í fimm ár.„Ég kann afskaplega vel við mig í sveit því sjálfur ólst ég upp á sveitabæ í Kansas-fylki. Íslenskt sveitalíf er þó mjög frábrugðið því sem ég þekki úr minni heima-sveit vestra; bæði landslag, veð-urfar og mannlíf. Heima í Amer-íku vorum við töluvert einangruð sökum fámennis og dagarnir afar fábreyttir, en hér er miklum mun meira um að vera,“ segir Samúelsem nýtur þess að ríða út í héraði íslenskra hestamanna og segir það bónus verði hægt að fara á hestbak um helgina, en helsta markmið þeirra vina sé að ganga á Mælifellshnúk á sunnu-dag, sem er einmitt þjóðhátíðar-dagur Bandaríkjamanna.„Kannski ég taki með gamla þjóðfánann til að tylla á hnúkinn að göngu lokinni, en allt frá því ég flutti til Íslands fyrir þrjátíu árum hef ég ekki haldið 4. júlí hátíðlegan. Hátíðahöld Banda-ríkjamanna eru miklu hófstillt-ari en Íslendinga á þjóðhátíðar-daginn, sem sennilega skýrist af stærðarmun landanna. Bernsku-minningarnar hafa þó að geyma skrúðgöngu í sveitaþorpinu heima og flugeldasýningu um kvöldið, og á tímabili tók ég þátt í skrúð-göngunni með skólahljómsveit-inni. Ég held að hátíðahöld þar séu enn með svipuðu sniði, en vinsælt er að nota þennan frídag til endur-funda gamalla skólafélaga ogþá haldi Samúel og bætir við að þjóðernis-kennd Bandaríkjamanna birtist í fána þeirra sem víðast hvar er dreginn að húni á þjóðhátíðar-daginn, og margir haldi litla fjöl-skylduveislu með sínum nánustu, þótt sú hefð komist ekki í hálf-kvist við Þakkargjörðarhátíðina sem er stærst fjölskylduhátíða vestra.„Eftir ferðalög með Íslending-um á erlendri grundu hef ég séð að hjarta þeirra dvelur hjá fóstur-jörðinni á 17. júní og séu marg-ir samankomnir halda þeir dag-inn hátíðlegan hvar sem þeir eru staddir. Bandaríkjamenn eru allt öðruvísi, en vissulega hugsa ég heim til fjölskyldunnar þótt ég éti ekki vatnsmelónur eða grilli hamborgara þann daginn,“ segir Samúel og hlær dátt. „En ef ég væri heima í Kansas er ég viss um að ég gerði eitthvaðsérstakt í tilefni d Bandarískur fáni á fjalli Á morgun er þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna og þá gæti þjóðfáni þeirrar miklu þjóðar blakt á toppi Mælifellshnúks, þegar íslensk-ameríski lektorinn Samúel C. Lefever hugsar vestur um haf og heim. Samúel C. Lefever með gamlan eplakassa, merktan Ríkisháskólanum í Kansas, en í þennan kassa tíndi Samúel fullþroska epli fylkisins í sjarmerandi aukavinnu á háskólaárunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR ÖNNUR UMFERÐ Íslandsmeistaramótsins í motocrossi fer fram á keppnissvæði Vélhjóla-íþróttaklúbbsins á Álfsnesi í dag. Nánari upplýsingar á wwww.motocross. Jóna María Hafsteinsdóttirjmh@365.issími 512 5473 Henný Árnadóttirhenny@365.issími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttirthordish@365.issími 512 5447 Þriðjudaga BÍLAR & FARATÆKI Audi Allroad 2.7 T 6/2001 ek. 99 þkm. Leður, lúga, álf, xenon, hiti í aftursæt-um. Flott eintak. Ný tímareim. Verð 1.950.- Skoðar skipti. Diesel.isKletthálsi 15, 110 ReykjavíkSími: 578 5252http://www.diesel.is MAN 26.463. 6x4. Árgerð 99. Ekinn 385 þús. Á lofti. Pallur, krani, snjóbúnaður og undirtönn. Verð 4.0 + vsk B. Sturluson ehfVagnhöfði 6, 110 ReykjavíkSími: 577 1189http://www.bsturluson.is MAZDA 6 S/D ADVANCE. 09/2008, ekinn 21 þ.km, sjálfskiptur, leður ofl. Verð 3.680.000.#281858 Bíllinn er á staðnum, kíktu við! MAZDA CX7 LUXURY NAVI. 07/2007, ekinn 16 þ.km, sjálfskiptur. Bose hljóð-kerfi - Keyless go - Navi og bakkmynda-vél Verð 5.990.000.#191210 Bíllinn er á staðnum, kíktu við! BílalindFunahöfði 1, 110 ReykjavíkSími: 5808900Hlökkum til að sjá þig :)www.bilalind.is Scania 144 530 6x4 Topline. Árgerð 01. Ekinn 717 þús. Á lofti. Frystibúnaður. Verð 3.8 + vsk Volvo FH 12 460 6x4. Árgerð 00. Ekinn 360 þús. Á lofti. Sturtudæla. Verð 3.5 + vsk Scania 144 460 6x4. Árgerð 01. Ekinn 526 þús. Á lofti. Sturtudæla. Verð 3.0 + vsk B. Sturluson ehfVagnhöfði 6, 110 ReykjavíkSími: 577 1189 HöfðabílarFossháls 27, 110 ReykjavíkSími: 577 4747www.hofdabilar.is DODGE RAM 2500 POWER WAGON 4X4, 2008, ek. 35þús.km, 100% driflæs fr& aftan, spil, slepp á ballansstöngum, leður, lúga, hús á palli, Stórglæsilegur, Verð aðeins 4500þús.kr, er á staðnum 100 bílar ehfÞverholt 6, 270 MosfellsbærSími: 517 9999Opið virka daga 10-18.00 og laugardaga 12-16www.100bilar.is Bílar til sölu Toyota RAV ‚03. Ek. 81þ. SSK, dráttarkr. V. 1690þ. Uppl. í S. 858 9012 TILBOÐ: Toyota Tacoma 4x4 Doublecab. Sýningareintak með 2ja milljón króna afslætti. Vel búinn með dráttarbeisli, ljóskösturum, leðuráklæði, lituðu gleri, geislaspilara, fjarstýrðum samlæs-ingum, og rafmagni í öllu. Útvegum fólksbíla, jeppa og pallbíla frá öllum helstu framleiðendum á betri verðum. Fáðu verðtilboð á netinu eða sím-leiðis. Hundruð ánægðra viðskipta-i I l d Toyota Corolla H/B SOL, 2007. Sjálfskiptur vel með farinn gullmoli.Ekinn 58þ. Staðgreitt 2.250.000. Uppl. 822-0700 YARIS T-SPORT. Algjör gullmoli - stein-grár - ekinn 57.000 km - vetrardekk á álfelgum. Ásett verð 1.290 þús kr - engin skipti Uppl: 896 0122 Chevrolet Cavalier 2003 árg. ekinn 71 þús. mílur, sjálfskiptur, verð 1 mill. Ath skipti á götuhjóli eða góðu fellihýsi, tjaldvagni. uppl. í síma 8486634 SATURN VUE ek. 130. skoðaður ‚11 án athugasemda. V. 850 þ. Lán 265 þ. mánaðargjald 14 þ. Skipti á 7-8 manna bíl. S. 846 2552. Dodge Dakoda ‚98 grár, SSK, 4WD, m/ sun lite pallhúsi sem er ‚08. Svefnaðstaða fyrir 4, gas og rafmagns-ofn fyrir 220 volt. Selst saman á 1.9 STGR ásett 2.3 Ath.lítið notað. Uppl. í S. 771 1449 Til sölu Toyota Corolla To ring Sol 1800 4X4 árg. 5-2001. Ekinn aðeins 108þús. Ný tímareim Nýskoð ð V ð þ Range Rover HSE 03 ek 94þ míl, einn með öllu. NÝ DEKK ath öll skipti. V 3490þ TILBOÐ 2990 stgr S 664 0363 GMC 1500 sierra denali. árg.2005 ekinn 119þ. Leður, rafmagn í öllu, sóllúga, DVD og fleira. Aðeins 2 eigendur. Ásett verð 3.200þús. stgr tilboð2.300 þús. uppl í síma 693 0626. Til sölu Hilux 94‘ ekinn 202 þús. verð 350 þús. sími-8630206 Toyota Corolla Station 1800. ‚00 árg. Ek. 203þ. Ný tímareim, nýir demparar, bíll í góðu standi. Tilboð óskast. Uppl. í S. 692 0831 Til sölu Toyota corolla ek. 220þ. Þarfnast talsverðar lagf. Uppl. í S. 899 3844. Merzedes Benz Sprinter 412, árg. ‚98, 16 farþega, ek. 274 þ. V. 2 m. S. 845 6839. Til sölu BMW 540 ‚96, BMW 523 ‚00, BMW 523 ‚97, BENZ 230E ‚97. Uppl. í s. 898 2862. Tveir góðir bílar til sölu Toyota Raf árg 03‘ ek.63þ. Mitsubishi Pajero GLS DID árg 02‘ ek.182þ. leðurklæ dur og topp-lúga uppl: 8965613 Tilboð óskastÍ Subaru Legacy árg.‘99 með bilaða vél. Uppl. í s. 892 6113. 0-250 þús. DAIHATSU CHARADE 1300, ‚98, sjálfsk. Ek. 110 þús. 2 eigendur. Skoð ður 2010. Verð 290þ. Uppl. 844-2152 Til sölu Subaru Legasy 93 verð 150 þús S 661 8394 il l Smáauglýsingasíminn er opinn alla daga kl. 8–17 Smáauglýsingasíminn er 512 5000 smaar@frettabladid.is / visir.is Afgreiðslan er opin: alla virka daga 8–17 Allar smáauglýsingar vikunnar á visir.is júlí 2010 Á faraldsfæti Vala Mörk og Guðjón S vansson ferðuðust með syni sína um Suðu r-A eríku. SÍÐA 6fjölskyldan [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FJÖLSKYLDUNA ] Hafsjór af fróðle ik Meðgöngubókin er upp full af fróðleik sem kemur sér vel fyrir verða ndi foreldra. SÍÐA 2 Eigðu gott su mar ! Vinsamlegast skafðu. E f þú færð þrjá (3) eins hefurðu unni glæsilegan vinni ng. Sjá vinningaskrá á bakhlið. Utsala Opið 10–18 Aldrei of seint að verða leikari rökstólar 16 Tyson og Jón Ólafsson vinir í Kasakstan fólk 50 Rómantík á pöllunum stíll 36 Fríið sem varði í ár Fimm manna fjölskylda fór í langa ævintýraferð. 6 Styðja við stúlkurnar Samtökin Alnæmisbörn styrkja fátækar stúlkur. úganda 20 spottið 10 Hvað veldur brottfalli? Fleiri flosna upp úr framhaldsskólanámi hér en í nágrannalöndunum. menntun 18 ÓTRÚLEG UMBREYTING Svæðið í kringum Eyjafjallajökul hefur tekið hamskiptum á skömmum tíma. Þessar myndir eru teknar við Selja- vallalaug nýrri og eins og sjá má er þar nú grænt gras og blómlegur gróður en áður lá aska yfir öllu. Erfiðleikar íbúa svæðisins eru þó ekki að baki því enn liggur mikil aska sums staðar og ekki þarf annað en hvassviðri til að ösku fari aftur að rigna eins og komið hefur í ljós undanfarna daga. Sjá síður 22 og 24 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M EFNAHAGSMÁL Samtök atvinnulífsins (SA) vilja að eftirlaunaaldur hjá lífeyrissjóðum verði hækkaður úr 65 og 67 árum í 68 ár. SA vilja með þessu bregðast við lengri meðalævi Íslend- inga sem hafi haft í för með sér lægri lífeyri og hærri iðgjöld. „Þetta er eitthvað sem þarf virkilega að taka á þegar til framtíðarinnar er horft, og fram- tíðin kemur innan skamms,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA. Í flestum löndum Evrópu og raunar víðar hefur mikið verið rætt um hækkun eftirlauna- aldurs síðustu misseri. Í Frakklandi hefur ríkisstjórnin tilkynnt um áætlanir um að hækka eftirlaunaaldur úr 60 árum í 62 ár og á Spáni er unnið að því að hækka hann úr 65 árum í 67 ár. Eins hefur neðri deild þýska þingsins samþykkt að hækka eftirlaunaaldur úr 65 árum í 67 ár auk þess sem leiðtogar repúblikana í Bandaríkjun- um hafa lýst yfir vilja til að hækka lífeyrisald- ur þar upp í sjötugt. Hækkun hefur einnig mikið verið rædd í Grikklandi og Rússlandi. Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir ekki víst að þjóðfélagið yrði betur sett ef eldri borgarar væru í meira mæli í vinnu. Hann segir mun meira máli skipta að horfa á hagvöxtinn í landinu, ekki hversu marg- ir séu á vinnumarkaði hverju sinni. Hækkun á lífeyrisaldri gæti haft í för með sér að sparn- aður drægist saman sem hefði neikvæð áhrif á fjárfestingu og hagvöxt. Gylfi segir eldri borg- ara á Íslandi þegar vinna þarft og mikið verk. - mþl, sv / sjá síðu 8 Lífeyrisaldur hækki í 68 ár Mannfjöldaspár benda til þess að hlutfall Íslendinga yfir 65 ára muni meira en tvöfaldast á næstu 40 árum. Samtök atvinnulífsins vilja hækka lífeyrisaldur til að sporna við skerðingu lífeyris og hærri iðgjöldum. Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 120 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.