Fréttablaðið - 28.04.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 28.04.2011, Blaðsíða 6
28. apríl 2011 FIMMTUDAGUR6 Háaleitisbraut 66, 1O3 Reykjavík, Sími 528 44OO hringja í söfnunar- símann 9O7 2OO2, gefa framlag á framlag.is, gjofsemgefur.is eða á söfnunarreikning O334-26-886, kt. 45O67O-O499. Ný nálgun við mataraðstoð Hjálparstarf kirkjunnar ætlar að hverfa frá matargjöfum í poka og veita í staðinn barnafólki mataraðstoð með inneignarkortum í verslunum. Valgreiðsla hefur verið send í heimabanka þinn. Með því að greiða hana styður þú innanlands- aðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar og hjálpar til sjálfshjálpar. www.help.is PI PA R\ TB W A • SÍ A • 11 10 93 FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI FRÓÐLEIKUR Meiri Vísir. INDLAND, AP Lobsang Sangay, þjóðréttarfræðingur menntað- ur í Harvard, verður forsætis- ráðherra útlagastjórnar Tíbeta á Indlandi. Hann tekur því við af Dalaí Lama sem pólitískur leið- togi Tíbeta. Sangay hlaut 55 prósent atkvæða í kosningu, sem efnt var til meðal útlægra Tíbeta um heim allan. Tenzin Tethong, fyrr- verandi talsmaður Dalaí Lama í Bandaríkjunum, kom næstur og fékk 37 prósent atkvæða. Dalaí Lama verður stöðu sinnar vegna áfram trúarleiðtogi Tíbeta. Hann nýtur mikillar virðingar svo óljóst er hve mikil raunveru- leg völd nýkjörni forsætisráð- herrann fær. Dalaí Lama hefur hins vegar sagt að samningaviðræður útlaga Tíbeta við kínversk stjórnvöld gætu orðið auðveldari, ef Kínverj- ar fái einhvern annan að ræða við en sig. Kínverskum stjórnvöldum er mjög uppsigað við Dalaí Lama og vilja líklega fá að hafa áhrif á hvaða drengur verður valinn til að verða arftaki hans, þegar hann fellur frá. - gb Tíbetar í útlegð kjósa nýjan forsætisráðherra útlagastjórnarinnar á Indlandi: Tekur við af Dalaí Lama LOBSANG SANGAY Verður pólitískur leiðtogi Tíbeta þótt Dalaí Lama verði áfram trúarleiðtogi þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhald og einangr- unarvist yfir fyrrverandi sam- býlismanni konu sem hefur kært hann fyrir nauðgun. Konan kveður manninn hafa hringt í sig að kvöldi laugardags- ins fyrir páska og beðið sig að koma með íþróttatösku heim til hans. Maðurinn hafi síðan hent henni út, en komið á eftir henni og sótt hana. Hann hafi síðan nauðgað henni, misþyrmt, svívirt og hótað að drepa son hennar. - jss Gæsluvarðhald staðfest: Kærði mann fyrir nauðgun EFNAHAGSMÁL Hætt er við að hækkun á verði mat- væla og eldsneytis geti dregið úr hagvexti í Asíu og aukið fátækt verulega. Þróunarbanki Asíu (ADB) varar við því að vöru- verð í Asíu hafi hækkað að meðaltali um tíu prósent frá áramótum og geti þróunin valdið því að hagvöxt- ur verði 1,5 prósentum lægri í álfunni en búist var við. Asíuríkin komust ágætlega í gegnum fjármála- kreppuna og hafa hagspár almennt gert ráð fyrir að þau muni leiða hagvöxt á heimsvísu á árinu. Bankinn segir sömuleiðis að verði ekkert að gert til að draga úr vöruverðshækkunum geti það haft mjög neikvæð áhrif á lífskjör, jafnvel gert átak gegn fátækt að engu. Gangi svartsýnustu spár eftir gæti fátækum í Asíu fjölgað um tæpar 64 milljónir manna, samkvæmt bankanum. Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur eftir Chang- yong Rhee, aðalhagfræðingi ADB, að fátækar fjöl- skyldur í álfunni verji sextíu prósentum af tekjum sínum í matarinnkaup. Hækki vöruverð komi það harkalega niður á þeim, ekki síst á menntun og heil- brigði barna. Ríkisstjórnir margra landa hafa beitt sér gegn verðþróuninni með útflutningsbannni. Það hefur hins vegar ekki skilað tilætluðum árangri, að mati bankans sem mælir fremur með uppbyggingu í mat- vælaiðnaði til að auka framleiðslu. - jab Verðhækkun á matvöru á árinu gæti dregið verulega úr hagvexti í Asíuríkjum: Fátækum gæti fjölgað í álfunni KEYPT Í MATINN Í MANILA Hátt matvöruverð kemur við buddu margra. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Innstæður á Icesave- reikningunum eru forgangskröf- ur í þrotabú Landsbanka Íslands samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Þar með stað- festir dómstóllinn lögmæti neyðar- laganna sem stjórnvöld settu eftir hrun bankanna haustið 2008. Í neyðarlögunum var kveðið á um að innstæður væru forgangskröf- ur í þrotabúum bankanna. Nærri eitt hundrað almennir kröfuhafar kröfðust þess hins vegar að inn- stæðurnar teldust almennar kröf- ur í þrotabúið. Niðurstöðu héraðs- dóms verður skotið til Hæstaréttar. Niðurstaðan í þessu dómsmáli skiptir höfuðmáli fyrir uppgjör á Icesave-málinu. Snúi Hæstiréttur dómi héraðsdóms gæti ríkið setið eftir með hundruð milljarða króna kröfur sem nú er útlit fyrir að fáist greiddar úr þrotabúi Landsbank- ans. Almennir kröfuhafar, sem höfð- uðu málið, telja að með setningu neyðarlaganna hafi stjórnvöld skert með ólögmætum hætti verðmæti í þeirra eigu og með því valdið þeim umtalsverðu tjóni. Vísuðu lögmenn þeirra meðal annars til eignarréttarákvæða stjórnarskrárinnar í því samhengi, en þar segir að ekki megi skylda fólk til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að líta verði til eðlis neyðarlaganna og þeirra aðstæðna sem uppi hafi verið í íslensku samfélagi þegar þau hafi verið sett. Stjórnvöld geti á grund- velli stjórnarskrárinnar sett eign- arrétti manna margvíslegar tak- markanir. Héraðsdómur telur að þó setn- ingu neyðarlaganna hafi borið brátt að fari ekki milli mála að þau hafi verið sett með stjórnskipulega réttum hætti til að bregðast við sér- stökum aðstæðum á fjármálamark- aði. Í úrskurði héraðsdóms segir að ekki verði fallist á að með setn- ingu neyðarlaganna hafi eignir almennra kröfuhafa verið gerðar upptækar. Í lögunum felist hins vegar að hluti kröfuhafa hafi feng- ið aukin réttindi. Almennum kröfuhöfum tókst ekki að sýna fram á að aðgerðir rík- isins hafi gengið lengra en brýna nauðsyn bar til í því skyni að forða þjóðinni frá efnahagslegu hruni og tryggja þar með hag almennra borgara, samkvæmt úrskurði hér- aðsdóms. Í úrskurðinum er málatilbún- aður hluta almennra kröfuhafa gagnrýndur. Farið hafi verið yfir aðdraganda hrunsins í löngu máli, og lagðar fram skýrslur og álits- gerðir sem enga þýðingu hafi haft fyrir málið. brjann@frettabladid.is Héraðsdómur telur neyðarlögin lögleg Kröfum almennra kröfuhafa í þrotabú Landsbankans um að innstæður teldust ekki forgangskröfur var hafnað af héraðsdómi í gær. Í málinu var tekist á um hvort neyðarlögin stæðust stjórnarskrána. Málinu verður skotið til Hæstaréttar. LÖGLEG Neyðarlögin sem Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, kynnti 6. október 2008 standast stjórnarskrá samkvæmt úrskurði héraðsdóms. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ætlar þú að mæta völlinn og horfa á fótboltaleik í sumar? JÁ 25,2% NEI 74,8% SPURNING DAGSINS Í DAG: Á að flytja Landhelgisgæsluna á Keflavíkurflugvöll ef rekstrar- kostnaður hækkar við það? Segðu þína skoðun á visir.is KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.