Fréttablaðið - 28.04.2011, Síða 6

Fréttablaðið - 28.04.2011, Síða 6
28. apríl 2011 FIMMTUDAGUR6 Háaleitisbraut 66, 1O3 Reykjavík, Sími 528 44OO hringja í söfnunar- símann 9O7 2OO2, gefa framlag á framlag.is, gjofsemgefur.is eða á söfnunarreikning O334-26-886, kt. 45O67O-O499. Ný nálgun við mataraðstoð Hjálparstarf kirkjunnar ætlar að hverfa frá matargjöfum í poka og veita í staðinn barnafólki mataraðstoð með inneignarkortum í verslunum. Valgreiðsla hefur verið send í heimabanka þinn. Með því að greiða hana styður þú innanlands- aðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar og hjálpar til sjálfshjálpar. www.help.is PI PA R\ TB W A • SÍ A • 11 10 93 FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI FRÓÐLEIKUR Meiri Vísir. INDLAND, AP Lobsang Sangay, þjóðréttarfræðingur menntað- ur í Harvard, verður forsætis- ráðherra útlagastjórnar Tíbeta á Indlandi. Hann tekur því við af Dalaí Lama sem pólitískur leið- togi Tíbeta. Sangay hlaut 55 prósent atkvæða í kosningu, sem efnt var til meðal útlægra Tíbeta um heim allan. Tenzin Tethong, fyrr- verandi talsmaður Dalaí Lama í Bandaríkjunum, kom næstur og fékk 37 prósent atkvæða. Dalaí Lama verður stöðu sinnar vegna áfram trúarleiðtogi Tíbeta. Hann nýtur mikillar virðingar svo óljóst er hve mikil raunveru- leg völd nýkjörni forsætisráð- herrann fær. Dalaí Lama hefur hins vegar sagt að samningaviðræður útlaga Tíbeta við kínversk stjórnvöld gætu orðið auðveldari, ef Kínverj- ar fái einhvern annan að ræða við en sig. Kínverskum stjórnvöldum er mjög uppsigað við Dalaí Lama og vilja líklega fá að hafa áhrif á hvaða drengur verður valinn til að verða arftaki hans, þegar hann fellur frá. - gb Tíbetar í útlegð kjósa nýjan forsætisráðherra útlagastjórnarinnar á Indlandi: Tekur við af Dalaí Lama LOBSANG SANGAY Verður pólitískur leiðtogi Tíbeta þótt Dalaí Lama verði áfram trúarleiðtogi þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhald og einangr- unarvist yfir fyrrverandi sam- býlismanni konu sem hefur kært hann fyrir nauðgun. Konan kveður manninn hafa hringt í sig að kvöldi laugardags- ins fyrir páska og beðið sig að koma með íþróttatösku heim til hans. Maðurinn hafi síðan hent henni út, en komið á eftir henni og sótt hana. Hann hafi síðan nauðgað henni, misþyrmt, svívirt og hótað að drepa son hennar. - jss Gæsluvarðhald staðfest: Kærði mann fyrir nauðgun EFNAHAGSMÁL Hætt er við að hækkun á verði mat- væla og eldsneytis geti dregið úr hagvexti í Asíu og aukið fátækt verulega. Þróunarbanki Asíu (ADB) varar við því að vöru- verð í Asíu hafi hækkað að meðaltali um tíu prósent frá áramótum og geti þróunin valdið því að hagvöxt- ur verði 1,5 prósentum lægri í álfunni en búist var við. Asíuríkin komust ágætlega í gegnum fjármála- kreppuna og hafa hagspár almennt gert ráð fyrir að þau muni leiða hagvöxt á heimsvísu á árinu. Bankinn segir sömuleiðis að verði ekkert að gert til að draga úr vöruverðshækkunum geti það haft mjög neikvæð áhrif á lífskjör, jafnvel gert átak gegn fátækt að engu. Gangi svartsýnustu spár eftir gæti fátækum í Asíu fjölgað um tæpar 64 milljónir manna, samkvæmt bankanum. Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur eftir Chang- yong Rhee, aðalhagfræðingi ADB, að fátækar fjöl- skyldur í álfunni verji sextíu prósentum af tekjum sínum í matarinnkaup. Hækki vöruverð komi það harkalega niður á þeim, ekki síst á menntun og heil- brigði barna. Ríkisstjórnir margra landa hafa beitt sér gegn verðþróuninni með útflutningsbannni. Það hefur hins vegar ekki skilað tilætluðum árangri, að mati bankans sem mælir fremur með uppbyggingu í mat- vælaiðnaði til að auka framleiðslu. - jab Verðhækkun á matvöru á árinu gæti dregið verulega úr hagvexti í Asíuríkjum: Fátækum gæti fjölgað í álfunni KEYPT Í MATINN Í MANILA Hátt matvöruverð kemur við buddu margra. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Innstæður á Icesave- reikningunum eru forgangskröf- ur í þrotabú Landsbanka Íslands samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Þar með stað- festir dómstóllinn lögmæti neyðar- laganna sem stjórnvöld settu eftir hrun bankanna haustið 2008. Í neyðarlögunum var kveðið á um að innstæður væru forgangskröf- ur í þrotabúum bankanna. Nærri eitt hundrað almennir kröfuhafar kröfðust þess hins vegar að inn- stæðurnar teldust almennar kröf- ur í þrotabúið. Niðurstöðu héraðs- dóms verður skotið til Hæstaréttar. Niðurstaðan í þessu dómsmáli skiptir höfuðmáli fyrir uppgjör á Icesave-málinu. Snúi Hæstiréttur dómi héraðsdóms gæti ríkið setið eftir með hundruð milljarða króna kröfur sem nú er útlit fyrir að fáist greiddar úr þrotabúi Landsbank- ans. Almennir kröfuhafar, sem höfð- uðu málið, telja að með setningu neyðarlaganna hafi stjórnvöld skert með ólögmætum hætti verðmæti í þeirra eigu og með því valdið þeim umtalsverðu tjóni. Vísuðu lögmenn þeirra meðal annars til eignarréttarákvæða stjórnarskrárinnar í því samhengi, en þar segir að ekki megi skylda fólk til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að líta verði til eðlis neyðarlaganna og þeirra aðstæðna sem uppi hafi verið í íslensku samfélagi þegar þau hafi verið sett. Stjórnvöld geti á grund- velli stjórnarskrárinnar sett eign- arrétti manna margvíslegar tak- markanir. Héraðsdómur telur að þó setn- ingu neyðarlaganna hafi borið brátt að fari ekki milli mála að þau hafi verið sett með stjórnskipulega réttum hætti til að bregðast við sér- stökum aðstæðum á fjármálamark- aði. Í úrskurði héraðsdóms segir að ekki verði fallist á að með setn- ingu neyðarlaganna hafi eignir almennra kröfuhafa verið gerðar upptækar. Í lögunum felist hins vegar að hluti kröfuhafa hafi feng- ið aukin réttindi. Almennum kröfuhöfum tókst ekki að sýna fram á að aðgerðir rík- isins hafi gengið lengra en brýna nauðsyn bar til í því skyni að forða þjóðinni frá efnahagslegu hruni og tryggja þar með hag almennra borgara, samkvæmt úrskurði hér- aðsdóms. Í úrskurðinum er málatilbún- aður hluta almennra kröfuhafa gagnrýndur. Farið hafi verið yfir aðdraganda hrunsins í löngu máli, og lagðar fram skýrslur og álits- gerðir sem enga þýðingu hafi haft fyrir málið. brjann@frettabladid.is Héraðsdómur telur neyðarlögin lögleg Kröfum almennra kröfuhafa í þrotabú Landsbankans um að innstæður teldust ekki forgangskröfur var hafnað af héraðsdómi í gær. Í málinu var tekist á um hvort neyðarlögin stæðust stjórnarskrána. Málinu verður skotið til Hæstaréttar. LÖGLEG Neyðarlögin sem Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, kynnti 6. október 2008 standast stjórnarskrá samkvæmt úrskurði héraðsdóms. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ætlar þú að mæta völlinn og horfa á fótboltaleik í sumar? JÁ 25,2% NEI 74,8% SPURNING DAGSINS Í DAG: Á að flytja Landhelgisgæsluna á Keflavíkurflugvöll ef rekstrar- kostnaður hækkar við það? Segðu þína skoðun á visir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.