Fréttablaðið - 28.04.2011, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 28.04.2011, Blaðsíða 46
28. apríl 2011 FIMMTUDAGUR30 30 menning@frettabladid.is Í KVÖLD KLUKKAN ÁTTA tekur Norræna húsið á móti verðlaunarithöfundinum Carl Jóhan Jensen frá Færeyjum. Bjarni Bjarnason, rithöfundur og þýðandi, mun ræða við Carl Jóhan um höfundarverk hans, en forlagið Uppheimar er með verk hans Sögur um djevulskap í þýðingu. Söngkonan Dorothea Højgaard Dam mun einnig koma fram og flytja nokkur lög. Morkinskinna kom nýver- ið út í tveggja binda útgáfu Íslenzkra fornrita. Ármann Jakobsson hefur unnið að útgáfu Morkinskinnu undanfarin átta ár, síðustu árin í félagi við Þórð Inga Guðjónsson. „Morkinskinna var ekki mikils metin, menn hneigðust til að líta á hana sem samsteypuhandrit sem hefði ekki gildi í sjálfu sér,“ segir Ármann Jakobsson, dokt- or í íslensku og dósent í íslensku- og menningardeild við Háskóla Íslands. Ármann hefur undan- farin átta ár unnið að útgáfu rits- ins, sem spannar sögu Noregskon- unga frá því um 1030 þegar Ólafur helgi féll og til ársins 1157 þegar Eysteinn Haraldsson var höggv- inn. „Morkinskinna hefur ekki verið mikið rædd og mest af því sem um ritið hefur verið skrifað er á dönsku. En í tengslum við dokt- orsvörn mína árið 2003 kom þessi útgáfa til tals og hef ég unnið að henni síðan, síðustu árin í félagi við Þórð Inga Guðjónsson,“ segir Ármann, en doktorsritgerð hans fjallaði um Morkinskinnu og var gefin út undir heitinu Stað- ur í nýjum heimi: Konungssagan Morkinskinna. Ármann segir snemma hafa komið í ljós að Morkinskinna myndi spanna tvö bindi. Þeim fylgir báðum ítarlegur inngang- ur, auk þess sem ritið er skýrt vel. „Markmiðið með ritröðinni Íslenzk fornrit sem hóf göngu sína fyrir 83 árum var að gefa út það sem hét á sínum tíma aðgengilegar útgáfur af íslenskum fornritum, en eru ekki síst ætlaðar fræðimönnum og háskólastúdentum.“ Þekktustu hlutar Morkinskinnu eru svonefndir Íslendingaþættir, sem segja frá samskiptum Íslend- inga við konunga. Nokkrir þeirra hafa verið gefnir út, svo sem Auð- unar þáttur vestfirska og Hreið- ars þáttur heimska. Ármann segir áhugavert hvernig þættirnir öðl- ist nýtt samhengi þegar þeir séu lesnir sem hluti af Morkinskinnu. „Þeir veita talsverðar upplýsingar um það sem er að gerast í sögunni og maður öðlast annan skilning á þeim. Þeir eiga mjög vel heima í heildarfrásögninni en lengi hefur verið deilt um hvort þeir séu útúr- dúrar úr henni eða ekki. En mér finnst erfitt að ræða það, þessar sögur eru í eðli sínu bútasaumur. Þetta er ekki verk þar sem sögu- þráðurinn skapar heildina heldur er það tíminn, staðurinn og pers- ónurnar.“ Ármann mælir óhikað með lestri Morkinskinnu en hann segir skemmtigildi hennar hafa komið á óvart þegar hann las hana fyrst. Hún segi sögu konunganna en hirðmenn komi talsvert við sögu og þannig séu verk þeirra sett í samhengi. „Þannig kynnist maður konunginum, sér hvernig hann virkar, hvort hann hefur verið góður húsbóndi eða erfiður og í raun öðlast maður meiri virðingu fyrir konungunum með því að lesa um ýmis vandamál sem koma upp og hvernig þeir leysa þau.“ Einn þessara konunga er Sigurð- ur Jórsalafari, en í Morkinskinnu er ítarlegasta frásögnin af kross- ferð hans sem finna má í handrit- um. Ármann heldur fyrirlestur um Sverri á rannsóknakvöldi Félags íslenskra fræða í húsi Sögufélags- ins í kvöld undir heitinu Oflátung- ur á erlendri grundu: Jórsalaferð Sigurðar konungs sem sjónarspil. Ármann segir áhugavert hvernig Sigurður virðist hafa notað ferðina til að sýna sig og sjá aðra. „Hann er að sanna með konunglegri hegð- un sinni að hann sé jafningi hinna konunganna sem þarna voru á ferðinni. Það minnir okkur á að Noregur var tiltölulega fátækt jað- arland og ekkert sjálfgefið að Nor- egskonungur væri jafnoki Mikla- garðskeisara.“ sigridur@frettabladid.is Morkinskinna kemur á óvart ÁRMANN JAKOBSSON Mælir með morkinskinnu og segir skemmtigildi hennar koma á óvart. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Ég man þig - kilja Yrsa Sigurðardóttir Djöflastjarnan - kilja Jo Nesbø Milli trjánna - kilja Gyrðir Elíasson Mundu mig, ég man þig kilja - Dorothy Koomson Konan í búrinu - kilja Jussi Adler Olsen Á réttri hillu Árelía Eydís Guðmundsdóttir METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 20.04.11 - 26.04.11 Morð og möndlulykt Camilla Läckberg Handbók um íslensku Jóhannes B. Sigtryggsson ritst. Furðustrandir - kilja Arnaldur Indriðason Betri næring - betra líf Kolbrún Björnsdóttir íslenskar kynjaverur og furðudýr Ferlegar ófreskjur! www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu EINNIG TIL Á ENSKU Loksins fáanleg aftur Halldór Bjarki Arnarson hornleikari heldur fram- haldstónleika sína frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar á laugar- dag, 30. apríl, klukkan 20. Tónleikarnir verða í sal Tónskólans við Engjateig 1. Píanóleikari á tónleik- unum er Örn Magnússon. En með Halldóri Bjarka leikur einnig strengja- kvartett og hljómsveitin Frjókorn. Halldór hóf að læra á franskt horn sjö ára gam- all en kennari hans nú er Joseph Ognibene. Halldór leikur einnig á píanó og hefur lagt stund á orgelnám. Halldór fæst einnig við tónsmíðar. Halldór Bjarki leikur á horn HALLDÓR BJARKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.