Fréttablaðið - 28.04.2011, Síða 46

Fréttablaðið - 28.04.2011, Síða 46
28. apríl 2011 FIMMTUDAGUR30 30 menning@frettabladid.is Í KVÖLD KLUKKAN ÁTTA tekur Norræna húsið á móti verðlaunarithöfundinum Carl Jóhan Jensen frá Færeyjum. Bjarni Bjarnason, rithöfundur og þýðandi, mun ræða við Carl Jóhan um höfundarverk hans, en forlagið Uppheimar er með verk hans Sögur um djevulskap í þýðingu. Söngkonan Dorothea Højgaard Dam mun einnig koma fram og flytja nokkur lög. Morkinskinna kom nýver- ið út í tveggja binda útgáfu Íslenzkra fornrita. Ármann Jakobsson hefur unnið að útgáfu Morkinskinnu undanfarin átta ár, síðustu árin í félagi við Þórð Inga Guðjónsson. „Morkinskinna var ekki mikils metin, menn hneigðust til að líta á hana sem samsteypuhandrit sem hefði ekki gildi í sjálfu sér,“ segir Ármann Jakobsson, dokt- or í íslensku og dósent í íslensku- og menningardeild við Háskóla Íslands. Ármann hefur undan- farin átta ár unnið að útgáfu rits- ins, sem spannar sögu Noregskon- unga frá því um 1030 þegar Ólafur helgi féll og til ársins 1157 þegar Eysteinn Haraldsson var höggv- inn. „Morkinskinna hefur ekki verið mikið rædd og mest af því sem um ritið hefur verið skrifað er á dönsku. En í tengslum við dokt- orsvörn mína árið 2003 kom þessi útgáfa til tals og hef ég unnið að henni síðan, síðustu árin í félagi við Þórð Inga Guðjónsson,“ segir Ármann, en doktorsritgerð hans fjallaði um Morkinskinnu og var gefin út undir heitinu Stað- ur í nýjum heimi: Konungssagan Morkinskinna. Ármann segir snemma hafa komið í ljós að Morkinskinna myndi spanna tvö bindi. Þeim fylgir báðum ítarlegur inngang- ur, auk þess sem ritið er skýrt vel. „Markmiðið með ritröðinni Íslenzk fornrit sem hóf göngu sína fyrir 83 árum var að gefa út það sem hét á sínum tíma aðgengilegar útgáfur af íslenskum fornritum, en eru ekki síst ætlaðar fræðimönnum og háskólastúdentum.“ Þekktustu hlutar Morkinskinnu eru svonefndir Íslendingaþættir, sem segja frá samskiptum Íslend- inga við konunga. Nokkrir þeirra hafa verið gefnir út, svo sem Auð- unar þáttur vestfirska og Hreið- ars þáttur heimska. Ármann segir áhugavert hvernig þættirnir öðl- ist nýtt samhengi þegar þeir séu lesnir sem hluti af Morkinskinnu. „Þeir veita talsverðar upplýsingar um það sem er að gerast í sögunni og maður öðlast annan skilning á þeim. Þeir eiga mjög vel heima í heildarfrásögninni en lengi hefur verið deilt um hvort þeir séu útúr- dúrar úr henni eða ekki. En mér finnst erfitt að ræða það, þessar sögur eru í eðli sínu bútasaumur. Þetta er ekki verk þar sem sögu- þráðurinn skapar heildina heldur er það tíminn, staðurinn og pers- ónurnar.“ Ármann mælir óhikað með lestri Morkinskinnu en hann segir skemmtigildi hennar hafa komið á óvart þegar hann las hana fyrst. Hún segi sögu konunganna en hirðmenn komi talsvert við sögu og þannig séu verk þeirra sett í samhengi. „Þannig kynnist maður konunginum, sér hvernig hann virkar, hvort hann hefur verið góður húsbóndi eða erfiður og í raun öðlast maður meiri virðingu fyrir konungunum með því að lesa um ýmis vandamál sem koma upp og hvernig þeir leysa þau.“ Einn þessara konunga er Sigurð- ur Jórsalafari, en í Morkinskinnu er ítarlegasta frásögnin af kross- ferð hans sem finna má í handrit- um. Ármann heldur fyrirlestur um Sverri á rannsóknakvöldi Félags íslenskra fræða í húsi Sögufélags- ins í kvöld undir heitinu Oflátung- ur á erlendri grundu: Jórsalaferð Sigurðar konungs sem sjónarspil. Ármann segir áhugavert hvernig Sigurður virðist hafa notað ferðina til að sýna sig og sjá aðra. „Hann er að sanna með konunglegri hegð- un sinni að hann sé jafningi hinna konunganna sem þarna voru á ferðinni. Það minnir okkur á að Noregur var tiltölulega fátækt jað- arland og ekkert sjálfgefið að Nor- egskonungur væri jafnoki Mikla- garðskeisara.“ sigridur@frettabladid.is Morkinskinna kemur á óvart ÁRMANN JAKOBSSON Mælir með morkinskinnu og segir skemmtigildi hennar koma á óvart. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Ég man þig - kilja Yrsa Sigurðardóttir Djöflastjarnan - kilja Jo Nesbø Milli trjánna - kilja Gyrðir Elíasson Mundu mig, ég man þig kilja - Dorothy Koomson Konan í búrinu - kilja Jussi Adler Olsen Á réttri hillu Árelía Eydís Guðmundsdóttir METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 20.04.11 - 26.04.11 Morð og möndlulykt Camilla Läckberg Handbók um íslensku Jóhannes B. Sigtryggsson ritst. Furðustrandir - kilja Arnaldur Indriðason Betri næring - betra líf Kolbrún Björnsdóttir íslenskar kynjaverur og furðudýr Ferlegar ófreskjur! www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu EINNIG TIL Á ENSKU Loksins fáanleg aftur Halldór Bjarki Arnarson hornleikari heldur fram- haldstónleika sína frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar á laugar- dag, 30. apríl, klukkan 20. Tónleikarnir verða í sal Tónskólans við Engjateig 1. Píanóleikari á tónleik- unum er Örn Magnússon. En með Halldóri Bjarka leikur einnig strengja- kvartett og hljómsveitin Frjókorn. Halldór hóf að læra á franskt horn sjö ára gam- all en kennari hans nú er Joseph Ognibene. Halldór leikur einnig á píanó og hefur lagt stund á orgelnám. Halldór fæst einnig við tónsmíðar. Halldór Bjarki leikur á horn HALLDÓR BJARKI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.