Fréttablaðið - 28.04.2011, Blaðsíða 58
28. apríl 2011 FIMMTUDAGUR42
golfogveidi@frettabladid.is
„Ég fékk golfsett í fertugsafmælis-
gjöf og það má eiginlega segja að
það sé upphafið að því að ég fór að
stunda þessa íþrótt. Að vísu drógu
félagar mínir mig á völlinn sumar-
ið áður og þá náði ég að fara eina
par þrjú holu og það sem meira er
þá var það blint innáhögg. Það voru
strákar sem sátu í kringum holuna
og þeir klöppuðu fyrir mér enda
var ég í fuglafæri,“ segir Lárus
hreykinn af fyrstu kynnum sínum
af golfíþróttinni. Stuðningur strák-
anna og þetta fína innáhögg ýtti
undir áhugann hjá lögfræðingnum.
Lárus hefur spilað golf í um níu
ár. Hann segist reyna að vera dug-
legur að spila þó ekki gefist alltaf
tími til þess. En hvað er það sem
heillar hann við íþróttina? „Maður
fær fína hreyfingu út úr þessu og
ákveðna spennu. Svo er þetta mjög
erfið íþrótt og það er mikil áskorun
að ná árangri í henni,“ segir hann.
Lárus fer reglulega til heitari
landa til að sveifla kylfunni og var
staddur í Alicante þegar Frétta-
blaðið náði tali af honum.
„Árangurinn hjá mér á vellinum
er því miður undir væntingum.
Forgjöfin er núna í 13,7 þannig að
þetta er þó aðeins að koma. Það er
hins vegar galli hvað ég hef lítinn
tíma því þetta er með því skemmti-
legra sem ég geri,“ segir Lárus.
Hann hefur verið viðloðandi þó
nokkrar íþróttir og er varafor-
seti Íþrótta- og Ólympíusambands
Íslands. „Ég tel mig ennþá vera í
einhverju sem líkist fótbolta, þótt
það megi deila um það, en ég spila
tvisvar í viku,“ segir hann hlæj-
andi, „ef bakið er ekki að hrella
mig.“
Lárus spilar meðal annars reglu-
lega golf með Ellerti B. Schram,
Stefáni Konráðssyni og Erni Andr-
éssyni. Þeir félagar hafa gjarnan
farið í þriggja til fjögurra daga
ferðir til annarra landa, aðallega
Skotlands. „Þessar ferðir hafa
yfirleitt verið til að starta sumrinu
og þá spilum við 36 holur á dag.“
Lárus hefur einnig spilað golf með
kunnáttumönnum í íþróttinni, til
dæmis Colin Montgomerie á Lexus-
móti, á einum af uppáhaldsgolfvöll-
um sínum, Turnberry í Skotlandi.
Lárus fór eitt sinn holu í höggi
á 2. brautinni á golfvelli Garða-
bæjar og Kópavogs en sá því miður
ekki þegar kúlan fór ofan í holuna.
„Það var mjög gaman að fara holu
í höggi en því miður náði ég ekki
að njóta þess til botns. Ég sló með
sjöjárni en brautin er um 157 metr-
ar á lengd. Mér fannst boltinn vera
of langur svo ég hætti að horfa á
eftir honum og beygði mig á eftir
tíinu. Svo fóru félagar mínir allt í
einu að orga. Ég hélt að þeir væru
að stríða mér en svo reyndist kúlan
vera ofan í,“ segir Lárus hlæjandi
þegar hann rifjar upp draumahögg-
ið. „Ég á allavega skilti upp á það að
hafa farið holu í höggi.“ - kh
Á GOLFVELLINUM Lárus L. Blöndal er
duglegur að spila golf í öðrum löndum.
Hér stendur hann á teig á golfvelli á
Alicante. MYND/ÚR EINKASAFNI
Tvö fyrirtæki bjóða nú upp
á kort sem veitir aðgang
að fjölda golfvalla víða um
land. Annars vegar er það
Golfpassinn en hins vegar
Golfkortið.
Kortin eru í grunninn hugsuð eins,
kylfingur kaupir kort fyrir sig
eða fjölskylduna og fær aðgang að
golfvöllum víða um land. Hægt er
að spila í nokkur skipti á hverjum
velli. Helsti munurinn á kortunum
er fólginn í verði, fjölda valla og
staðsetningu þeirra valla sem þau
veita aðgang að.
Golfpassinn veitir aðgang að 20
golfvöllum, þar á meðal á golfvöll-
um á eða við höfuðborgarsvæðið
svo sem Ljúflingi, æfingavellinum
hjá Oddfellowum, golfvellinum í
Grindavík, Ásatúni hjá Flúðum og
á Selfossi. Passinn kostar 11.900
krónur fyrir einstaklinginn en
23.800 fyrir fjölskylduna.
„Við viljum gefa fólki kost á að
spila golf úti um allt land fyrir
lítinn pening. Golfið er orðið eitt
vinsælasta áhugamál Íslendinga
á sumrin og þetta er sniðug leið
til að prófa nýja velli og um leið
fínt tækifæri til að koma öðrum
fjölskyldumeðlimum af stað. Það
skemmir heldur ekki fyrir að fólk
getur sparað peninga með því að
kaupa passann,“ segir Daníel Rún-
arsson, hjá Golfpassanum.
Golfkortið nær til 23 golfvalla, þar
á meðal til nokkurra valla á Vest-
fjörðum. Einstaklingskortið kostar
15.200 krónur og fjölskyldukortið
30.400 krónur.
Jón Hlíðar Runólfsson, hjá Golf-
kortinu, segir að hugmyndin að
kortinu sé komin frá Veiðikortinu,
sem margir þekkja, en það veitir
veiðimönnum aðgang að vötnum
víða um land. „Það er svona svip-
uð hugmynd á bak við þetta,“ segir
hann.
Jón Hlíðar segir kortið hafa
fengið góðar undirtektir, bæði hjá
fjölskyldufólki og einstaklingum.
Hann reiknar fastlega með því
að geta boðið upp á fleiri velli í
framtíðinni.
„Við erum ennþá að vinna í því
að fá að fjölga völlunum,“ segir Jón
Hlíðar.
Nánari upplýsingar um kortin
má finna á heimasíðunum golf-
passinn.is og golfkortid.is. - kh
Veitir aðgang
að golfvöllum
víða um land
Lárus L. Blöndal lögmaður þykir liðtækur golfari sem hefur farið holu í höggi:
Sá ekki kúluna fara ofan í
GOLF Golfkortin og golfpassinn henta þeim sem eru á flakki um landið og vilja ekki
skilja kylfurnar eftir heima. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Golfklúbbur Ásatúns
Golfklúbbur Byggðaholts
Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs
Golfklúbburinn Gláma
Golfklúbburinn Gljúfri
Golfklúbbur Grindavíkur
Golfklúbbur Hólmavíkur
Golfklúbburinn Laki
Golfklúbburinn Lundur
Golfklúbbur Mývatnssveitar
Golfkl. Oddur (Ljúflingur)
Golfklúbbur Ólafsfjarðar
Golfklúbburinn Ós
Golfklúbbur Selfoss
Golfklúbbur Seyðisfjarðar
Golfklúbburinn Skrifla
Golfklúbbur Staðarsveitar
Golfklúbburinn Úthlíð
Golfklúbburinn Vík
Golfvöllurinn Þórisstöðum
Verð
11.900 fyrir einstakling
23.800 fyrir fjölskyldun
Golfpassinn
Golfvöllurinn Sandgerði
Golfvöllurinn Hvammsvík
Golfvöllurinn Indriðastöðum
Golfvöllurinn Þórisstöðum
Golfvöllurinn Reykholti
Golfvöllurinn Görðum
Golfvöllurinn Ólafsvík
Golfvöllurinn Patreksfirði
Golfvöllurinn Þingeyri
Golfvöllurinn Ísafirði
Golfvöllurinn Hólmavík
Golfvöllurinn Steinsstöðum
Golfvöllurinn Lónkoti
Golfvöllurinn Þverá
Golfvöllurinn Mývatni
Golfvöllurinn Grenivík
Golfvöllurinn Ásbyrgi
Golfvöllurinn Egilsstöðum
Golfvöllurinn Seyðisfirði
Golfvöllurinn Eskifirði
Golfvöllurinn Hornafirði
Golfvöllurinn Efri-Vík
Golfvöllurinn Vík
Verð
15.200 krónur fyrir einstakling
30.400 krónur fyrir fjölskylduna
Golfkortið
HÁTT Í ÞÚSUND MANNS hafa skráð sig á opin mót sem haldin verða á sunnudaginn,
að því er fram kemur á kylfingi.is. Mótin verða meðal annars Hellu, Hlíðavelli, Suðurnesjum og í
Sandgerði.
1000
Nú þegar kylfingar sjá fram á að komast (vonandi) á næstu vikum út til að spila golf á sínum heimavöllum er ekki úr
vegi að minna á að vellirnir eru mjög viðkvæmir á þessum tíma, lítil spretta og gróðurinn því lengi að ná
sér eftir skemmdir, segir Hinrik Gunnar Hilmarsson, sem annast hefur eftirlit, vallarvörslu og dómgæslu
hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Hinni gefur kylfingum eftirfarandi ráð.
1. Eitt það mikilvægasta sem við þurfum að hafa í huga er að gera við boltaför á flötunum. Þessi vísa
verður aldrei of oft kveðin. Við viljum góðar flatir en til þess verða allir kylfingar að taka þátt og það
gerist ekki öðruvísi en svo að gera við eftir sig – GERUM VIÐ BOLTAFÖR Á FLÖTUM.
2. Þetta gildir einnig um kylfuför. Muna að við verðum að setja torfusnepla aftur á sinn stað. Þarna
gildir það að ef ekkert er gert verður varanleg skemmd sem þarf sérstaka aðgerð til að laga.
3. Virða girðingar. Það er jú verið að reyna að verja viðkvæm svæði og því nauðsynlegt að
stýra umferðinni. Ef kylfingar halda að ástæðan sé einhver önnur þá er það mikill miskiln-
ingur. Þetta skulum við hafa í huga næst þegar okkur dettur í hug að klofa yfir girðingar.
4. Verum þolinmóð, leyfum vallarstarfsmönnum að sinna vorverkunum t.d. yfirsáningu
og götun. Muna að þetta er ekki gert til að pirra okkur heldur til þess að gera vellina betri!
Vallarstarfsmennirnir eiga jafn erfitt með að vinna í snjó eins og það er erfitt fyrir okkur að
spila golf í snjó.
Hollráð Hinna
Golftímabilið að byrja – viðkvæmir vellir.
Vellirnir sem í boði eru
bruun-rasmussen.dk
Bredgade 33
DK-1260 Kbh. K
Tel +45 8818 1111
Verið velkomin á Hótel Holt
5. maí kl. 14-18
Hópur reynslumikilla sérfræðinga frá einu elsta og virtasta
uppboðshúsi Skandinavíu, BRUUN RASMUSSEN, meta gömul
og ný málverk, bækur, silfur, hönnunar- og listmuni, einnig úr,
skartgripi, vín og „design“-húsgögn. Matið er án endurgjalds
og án skuldbindinga með hugsanlega sölu á uppboði í huga.
Við leitum sérstaklega að verkum eftir Jón Stefánsson, Kjarval,
Ásgrím Jónsson, Þorvald Skúlason, Svavar Guðnason, Ólaf Elíasson
og marga fleiri.
Ef um stóra hluti er að ræða, er best að koma með ljósmynd.
Einnig er möguleiki á að fá okkur í heimahús þann 6. og 7. maí.
Nánari upplýsingar veita:
Nadia Gottlieb, 0045 8818 1183, nag@bruun-rasmussen.dk
Hvers virði er þetta ?
Ól
af
ur
E
lia
ss
on
: “
Tw
o
ho
t a
ir
co
lu
m
ns
”,
20
05
.
Tv
æ
r h
ög
gm
yn
di
r ú
r r
yð
fr
íu
st
ál
i m
eð
ra
fm
ag
ns
pe
ru
m
.
H
am
ar
sh
ög
g:
2
10
.0
00
d
kr
.