Fréttablaðið - 05.05.2011, Page 4
5. maí 2011 FIMMTUDAGUR4
Ranglega var farið með nafn Gunn-
björns Þorsteinssonar í grein um
Dylan-tónleika Hollvinafélags
Minnesotaháskóla 15. maí. Beðist er
velvirðingar á mistökunum.
LEIÐRÉTTING
GENGIÐ 04.05.2011
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
218,5963
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
111,12 111,66
183,39 184,29
165,00 165,92
22,123 22,253
20,993 21,117
18,320 18,428
1,3687 1,3767
179,98 181,06
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403:
Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
FÓLK Sara Obama, stjúpamma Bar-
acks Obama Bandaríkjaforseta í
föðurætt, er á leið hingað til lands
síðar í mánuðinum. Hún kemur
á vegum Pauls Ramses Oduor og
Rosemary Atieno og hjálparsam-
taka þeirra.
Að sögn Pauls kemur Sara Obama
hingað til lands til þess að hjálpa
þeim að vekja athygli á hjálparsam-
tökum þeirra, Tears Children and
Youth Aid, en þau vinna nú að því
að safna fé til að byggja barnaskóla í
nágrenni við heimabæ Obama. Hún
er þriðja eiginkona föðurafa Banda-
ríkjaforsetans, sem kallar hana
Ömmu Söru.
„Hún er svo mörgum innblást-
ur,“ segir Paul en Sara rekur sín
eigin góðgerðasamtök í Kenía. Paul
segir hana og fylgdarlið hennar
hafa fengið vegabréfsáritanir í gær
og áætlað sé að þau komi hingað til
lands 15. maí. Hann hefur fundað
með forsetaembættinu um málið
og kynnt fólki þar áformin. Örnólf-
ur Thorsson forsetaritari staðfesti
það við Fréttablaðið í gær, en nánari
aðkoma forsetaembættisins liggur
ekki fyrir.
„Fyrsta kvöldið verðum við með
einhvern formlegan fund til að
kynna hana fyrir íslensku þjóð-
inni. Svo ætlum við að heimsækja
einhverja skóla bæði í Reykjavík
og Hafnarfirði, við búum í Hafn-
arfirði og viljum gera þetta fyrir
fólkið okkar. Svo verða allavega
tveir fyrirlestrar haldnir, vonandi
í Háskóla Íslands og Háskólanum í
Reykjavík. Svo langar okkur að fara
með hana gullna hringinn, og kynna
hana fyrir Íslendingum.“
Paul og Rosemary vita hversu
hart er í ári hjá mörgum á Íslandi en
þau vilja nota tækifærið með komu
Söru að hvetja íslensku þjóðina til
dáða. Þau leita stuðnings almenn-
ings við að fjármagna skólann, en
hafa nú þegar fest kaup á þremur
lóðum undir skóla.
„Þessi skóli mun þjóna 700 börn-
um, sem geta eftir útskrift leit-
að sér meiri menntunar. Hversu
mikið meira er hægt að biðja um?
Þetta eru munaðarlaus börn, börn
sem hafa verið misnotuð og enginn
hefur viljað. Við töldum aðeins hægt
að hjálpa þeim með því að mennta
þau. Það er númer eitt, tvö og þrjú.“
„Við viljum að fólk þekki sam-
tökin okkar og um hvað þau snú-
ast. Við viljum líka sýna fólki hér
hversu mikils virði 2.000 íslenskar
krónur eru fyrir börnin í Kenía,“
segir Paul. „Við viljum styðja börn
í Kenía eins og við vorum studd á
Íslandi, við viljum sýna þeim sömu
ástúð. Við viljum líka gefa þeim
tækifæri til að komast á ný inn í
sam félagið og vera samþykkt, eins
og við vorum samþykkt hérna.“
Hægt er að fræðast meira um
samtökin Tears Children and Youth
Aid á http://www.tearschildren.org/.
thorunn@frettabladid.is
Föðuramma Obama
að koma til Íslands
Sara Obama, stjúpamma Bandaríkjaforsetans Baracks Obama, er á leið til Ís-
lands. Hún ætlar að vekja athygli á hjálparsamtökum Pauls Ramses og Rosemary
Atieno, sem nú vinna að byggingu barnaskóla nálægt heimkynnum Obama.
AMMA OBAMA Sara Obama með íslenskan trefil ásamt sjálfboðaliðum í samtökum
Paul og Rosemary í Kenía. MYND/TEARSCHILDREN
PAUL OG ROSEMARY
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
22°
21°
16°
15°
19°
21°
13°
13°
20°
18°
24°
19°
29°
13°
20°
19°
9°Á MORGUN
Strekkingur með SA-
strönd, annars hægari.
LAUGARDAGUR
Strekkingur með SA-
strönd, annars hægari.
11
9
6
11 9
11
15
11 10
8
8
5
6
7
2
6
6
6
6
5 7
4
13
5
2
2
3 2
5
4
5
2
12
ÞOKULOFT
verður líklega
sums staðar með
ströndum landsins
norðan og austan
til í dag og þar
heldur svalt. Það
ætti að sjást til
sólar á suðvestur-
horninu hluta úr
degi og líklega
léttir heldur til
norðanlands þegar
líður á daginn.
Ingibjörg
Karlsdóttir
veður-
fréttamaður
LÍBÍA, AP Saksóknarar Alþjóð-
lega sakadómstólsins í Haag
óska eftir því að handtöku-
beiðni verði gefin út á hendur
þremur Líbíumönnum vegna
glæpa gegn mannkyni.
Luis Moreno-Ocampo,
aðalsaksóknari dómstólsins,
sagði rannsóknir dómstólsins
hafa leitt af sér rökstuddan
grun um að umfangsmiklar
og skipulagðar árásir hefðu
verið gerðar á almenna borg-
ara í Líbíu. Öryggissveitir
Múammars Gaddafís Líbíu-
leiðtoga hefðu staðið fyrir
þessum árásum. Saksóknar-
inn nafngreindi ekki þá þrjá
einstaklinga sem hann sagði
líklega bera mesta ábyrgð á
þessum glæpum. Hann sagð-
ist þó ætla að nafngreina þá
þegar hann legði ósk sína
um handtökubeiðni fyrir
úrskurðar nefnd dómstólsins.
Öryggisráð Sameinuðu
þjóðanna samþykkti á fundi
sínum 26. febrúar að fela
dómstólnum í Haag að hefja
rannsókn á því hvort stríðs-
glæpir hefðu verið framdir í
Líbíu. - gb
Stríðsglæpadómstóllinn vill handtökubeiðni á hendur þremur Líbíumönnum:
Taldir vera sekir um stríðsglæpi
LUIS MORENO-OCAMPO Hefur enn ekki nafngreint
Líbíumennina þrjá sem hann vill láta handtaka fyrir
glæpi gegn mannkyni. NORDICPHOTOS/AFP
MEXÍKÓ, AP Fimm létust og níu
er saknað eftir gassprengingu
í kolanámu í Coahuila-héraði í
Mexíkó á þriðjudag. Sprengingin
var gríðarlega öflug og eru litlar
líkur taldar á því að þeir níu sem
enn er saknað finnist á lífi.
Yfirvöld höfðu þegar óskað
eftir aðstoð frá sérfræðingum frá
Síle sem tókst að bjarga 33 náma-
verkamönnum á lífi í október.
Fjórir sérfræðingar eru vænta-
legir á vettvang, en ólíklegt er
talið að sú aðstoð komi að gagni.
Verkalýðsfélag námuverka-
manna í Mexíkó hefur gagnrýnt
harðlega aðstæður og öryggismál
í kolanámum í landinu. - bj
Sprenging í námu í Mexíkó:
Óttast um líf
níu í námunni
BÍÐA Fjölskyldur mannanna sem enn er
saknað bíða nú milli vonar og ótta við
námuna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Ódýrari garðar í Kópavogi
Kópavogsbær heldur áfram að leigja
út matjurtagarða og eru sumir þeirra
þar sem skólagarðar voru áður eins
og Reykjavíkurborg hefur tekið upp
og nefnir fjölskyldugarða. Gjaldið er
2.500 krónur í Kópavogi miðað við
4.200 krónur í höfuðborginni. Að auki
eru garðarnir í Kópavogi fjórðungi
stærri og lögð eru til verkfæri í upp-
hafi sumars.
SVEITARSTJÓRNARMÁL
VIÐSKIPTI Landsbankinn hefur
yfirtekið rekstur Sólningar, sem
rekur fjögur dekkjaverkstæði.
Stefnt er að því að tilkynna um
sölu fyrirtækisins innan sex
mánaða frá yfirtökudegi.
Fram að sölu fyrirtækisins
verður fjárhagur þess endur-
skipulagður. Yfirtaka Landsbank-
ans er gerð með fyrirvara um
samþykki Samkeppniseftirlitsins.
Sólning rekur dekkjaverkstæði
í Kópavogi, Keflavík og á Sel-
fossi undir nafni Sólningar, auk
dekkjaverkstæðisins Barðans í
Reykjavík. - bj
Banki yfirtekur Sólningu:
Tilkynna sölu
innan hálfs árs
UMHVERFISMÁL Allnokkurt mistur
var víða á Suður- og Vesturlandi
á mánudag og kemur fram á vef
Umhverfisstofnunar að nokkur
svifryksmengun hafi mælst á
höfuðborgarsvæðinu. Dagurinn
hafi verið yfir heilsuverndar-
mörkum í Reykjavík.
„Að þessu sinni var ekki um að
ræða öskufok frá Eyjafjallajökli
heldur sandfok frá Landeyja-
sandi,“ segir á vef stofnunarinn-
ar. Tekið er fram að Eyjafjalla-
jökull, Skógaheiði og efri hluti
Eyjafjalla séu snævi þakin. - óká
Mistur á S- og Vesturlandi:
Ekki gosaska
heldur sandfok
ÍTALÍA, AP Silvio Berlusconi, hinn
umdeildi forsætisráðherra Ítalíu,
útilokar ekki að bjóða sig fram til
þingkosninga þegar kjörtímabil
hans rennur út árið 2013. Þá verð-
ur hann orðinn 76 ára.
Fyrir fáeinum vikum sagðist
hann reikna með því að tveggja
áratuga pólitískum ferli sínum
færi brátt að ljúka.
Nú segist hann reiðubúinn að
bjóða sig fram til forystu hægri-
manna, telji hann það nauðsyn-
legt. Að minnsta kosti muni hann
þó vilja gegna lykilhlutverki
áfram, til dæmis að vera áfram
leiðtogi flokksins þótt hann bjóði
sig ekki fram til þings. - gb
Enginn bilbugur á Berlusconi:
Útilokar ekki
framboð næst
SILVIO BERLUSCONI Dómsmálahrina
stöðvar hann ekki. NORDICPHOTOS/AFP