Fréttablaðið - 05.05.2011, Blaðsíða 54
5. maí 2011 FIMMTUDAGUR42
tonlist@frettabladid.is
TÓNNINN GEFINN
Trausti Júlíusson
TÓNLISTINN
Vikuna 28. - 4. maí 2011
LAGALISTINN
Vikuna 28. - 4. maí 2011
Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds-
son, 12 tónar, Smekkleysa plötubúð, Elkó, tonlist.is
Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is.
Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista
Skýringar:
Sæti Flytjandi Plata
1 Megas og Senuþjófarnir ..... (Hugboð) um vandræði
2 Ýmsir ......Eurovision Song Contest 2011: Düsseldorf
3 Valdimar ............................................................Undraland
4 Adele ................................................................................. 21
5 Skálmöld ...................................................................Baldur
6 Justin Bieber ....................................................My Worlds
7 Bubbi ..................................Sögur af ást, landi og þjóð
8 Eyfi ....................................Ykkur syng ég mína söngva
9 Anna Pálína .................................................................. Bezt
10 Úr leikriti ......................................Ballið á Bessastöðum
Sæti Flytjandi Lag
1 Adele ..................................................Someone Like You
2 Jessie J ..................................................................Price Tag
3 Valdimar ..............................................................Yfirgefinn
4 Bubbi Morthens................................................... Ísabella
5 P!nk ............................................................. F**kin’ Perfect
6 Vinir Sjonna.............................................. Coming Home
7 Megas & Senuþjófarnir ...Lengi skal manninn reyna
8 Katy Perry .......................................................................E.T.
9 Mugison ....................................................................Haglél
10 Magni .....................................................Ég trúi á betra líf
Franska hljómsveitin Nouvelle Vague hefur notið nokkurra vinsælda
hér á landi og hélt meðal annars vel sótta tónleika í Hafnarhúsinu í
apríl á því herrans ári 2007. Sveitin, sem er verkefni þeirra Marcs
Collin og Oliviers Libaux, vakti fyrst athygli fyrir plötu samnefnda
sveitinni sem kom út árið 2004 og innihélt gamla pönk og nýbylgju-
smelli í ljúfum bozzanova útsetningum. Þar á meðal voru lög eftir The
Clash, Undertones, XTC og Joy Division. Platan náði nokkrum vinsæld-
um langt út fyrir heimalandið, sem
gerði það kannski að verkum að plata
númer tvö, Bande à part sem kom út
tveimur árum seinna, var í sama stíl.
Á þriðju plötunni 3, sem kom 2009,
var sama formúlan enn notuð, en þá
var komin greinileg þreyta í hana og
augsýnilega kominn tími á að hrista
aðeins upp í hlutunum.
Nýlega heyrði ég svo fjórðu plötu
sveitarinnar, Couleur sur Paris, en
þar tekur sveitin annan pól í hæðina.
Í fyrsta lagi eru öll lögin á henni eftir
frönskumælandi listamenn frá átt-
unda og níunda áratugnum og í öðru lagi eru útsetningarnar orðnar
fjölbreyttari. Þeir Marc og Olivier hafa alltaf fengið ungar og upp-
rennandi franskar söngkonur til að syngja lögin á plötunum, en á
Couleurs sur Paris eru söngvararnir jafnmargir og lögin (18) og hluti
þeirra er sunginn af karlsöngvurum. Á meðal söngvara á plötunni eru
Vanessa Paradis, Camille, Helena Nougerra, Yelle og Coralie Clément.
Lögin eru hvert öðru skemmtilegri, enda voru margar flottar
franskar hljómsveitir starfandi á pönk- og nýbylgjuárunum. Þarna eru
meðal annars lög eftir Oberkampf, Gamine, Lili Drop, Ellie & Jacno,
Indochine, Rita Mitsouko, Noir Désir, Etienne Daho, Les Dogs, Taxi
Girl, Lio og Mano Negra. Og svo hið bráðsmellna Putain, putain eftir
Belgann Arno sem er ágætt innlegg í Evrópuumræðuna …
Couleurs sur Paris kom út í nóvember á síðasta ári og fékk ágætar
viðtökur.
Horfa sér nær
NOUVELLE VAGUE Nouvelle Vague
tekur nýja stefnu á fjórðu plötunni
sinni, Couleurs sur Paris.
> PLATA VIKUNNAR
Karl Hallgrímsson - Héðan í frá
★★★
„Blús- og þjóðlagaskotið
íslenskt popp frá hæfileika-
ríkum nýliða.“ - TJ
Enska hljómsveitin Radiohead ætlar að
flytja nýjustu plötu sína, The King of Limbs,
í heild sinni fyrir breska ríkissjónvarpið,
BBC. Tónleikarnir verða hluti af Live From
The Basement tónleikaröð BBC og verða
þeir sýndir 1. júlí. Upptökustjóri tónleikanna
verður Nigel Godrich sem stjórnaði einnig
upptökum á The King of Limbs.
Þetta verður í fyrsta sinn sem Radiohead
spilar mörg laganna af plötunni á tónleikum
og væntanlega í eina sinn sem sveitin spilar
plötuna í í heild sinni í réttri röð. The King
of Limbs kom út í föstu formi 18. febrúar og
er hún í sjöunda sæti á breska breiðskífu-
listanum. Platan, sem er sú áttunda í röðinni
frá Radiohead, hefur fengið misjafnar við-
tökur. Fæstir telja hana á meðal bestu verka
sveitarinnar.
Tónleikar fyrir BBC
THOM YORKE Radiohead spilar plötuna The King of
Limbs í heild sinni fyrir BBC.
Gríngengið Lonely Island
getur ekki birt myndband
á Youtube án þess að millj-
ónir manna horfi á það. Ný
plata er á leiðinni frá geng-
inu og á meðal gesta eru
Justin Timberlake og sjálf-
ur Michael Bolton.
Gríngengið Lonely Island sendir
frá sér aðra breiðskífu sína seinna
í maí. Platan heitir Turtleneck and
Chain og fylgir eftir Incredibad
sem kom út árið 2009.
Lonely Island gengið saman-
stendur af æskuvinunum Akiva
Schaffer, Jorma Taccone og Andy
Samberg, en þeir byrjuðu að
semja grínlög og framleiða mynd-
bönd í grunnskóla í Kaliforníu.
Þeir reyndu að koma sér á fram-
færi á ýmsan hátt þangað til Lorne
Michaels, skapari skemmtiþátt-
anna Saturday Night Live, tók eftir
því sem þeir voru að gera og bauð
þeim starf í þætti sínum. Saman
sömdu þeir svo grínlagið Lazy
Sunday, myndbandið var sýnt í
Saturday Night Live og sló sam-
stundis í gegn á netinu. Eftir það
fylgdu gríðarlega vinsæl mynd-
bönd á borð við Dick in a Box, sem
Justin Timberlake flutti ásamt
Andy Samberg, Jizz in My Pants
og Like a Boss, sem skartaði leik-
aranum Seth Rogen.
Justin Timberlake hefur verið
duglegur við að starfa með Lonely
Island genginu. Hann kemur
fram í laginu Motherlover, sem er
eflaust elsta lagið á nýju plötunni.
Myndbandið við lagið sló rækilega
í gegn á netinu, eins og reyndar
myndbönd hópsins. Snoop Dogg,
Akon, Rihanna, Nicki Minaj, John
Waters, Beck og enginn annar en
Michael Bolton eru á meðal gesta
á nýju plötunni.
Lög Lonely Island eru ekki
aðeins fyndin heldur afar gríp-
andi tónlistarlega, en þar hafa
þeir mikið á forskot á kollega sína
í grínbransanum. Talað er um að
það geti reynst erfitt fyrir Lonely
Island gengið að toppa fyrri plöt-
una, en Chris Coplan, blaðamaður
vefritsins Consequence of Sound,
segir ný lög á borð við hið magn-
aða I Just Had Sex benda til þess
að það eigi helling inni.
atlifannar@frettabladid.is
Æskuvinirnir frá Kaliforníu
FYNDNIR Lonely Island er heitasta gríngengi Bandaríkjanna í dag og hefur slegið í gegn með bráðfyndnum lögum sínum.
> Í SPILARANUM
Bill Callahan - Apocalypse
Jamie Woon - Mirrorwriting
Fleet Foxes - Helplessness Blues
Wild Beasts - Smother
Beastie Boys - Hot Sauce Committee: Part Two
BILL CALLAHAN FLEET FOXES
!"#
$%
&'
( )
*+'! , &! -./#
0
'1
'
2
23*
4
56#"