Fréttablaðið - 05.05.2011, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 05.05.2011, Blaðsíða 58
5. maí 2011 FIMMTUDAGUR46 folk@frettabladid.is Simon Cowell, dómari í X-Factor og tónlistarframleiðandi, er að undirbúa nýja útgáfu af tónlistar- þættinum Top of the Pops sem verður sýnd víðs vegar um heiminn. Þættirnir voru sýndir vikulega hjá BBC í Bretlandi í 42 ár, þar til þeir voru flaut- aðir af árið 2006. „Það hentar ekki fjárhagslega að sýna þætt- ina bara í Bretlandi. Til að gera þetta almennilega þurfa þættirnir að vera sýndir í fleiru en einu landi,“ sagði Cowell, sem lofar nýju útgáfunni eftir um það bil eitt ár. Top of the Pops í loftið SIMON COWELL Tónlistar mógúllinn lofar nýrri útgáfu af Top of the Pops á næsta ári. Tónlistarmaðurinn Svavar Knút- ur og hljómsveitin Ég koma fram á þriðju tónleikunum í tónleika- röðinni Rafmagnslaust á Norður- pólnum í kvöld. Einnig kemur hljómsveitin Flugdrekafélag fram í fyrsta skipti opinberlega. Svavar Knútur hefur gefið út tvær plötur á síðustu tveimur árum og nú síðast leit Amma dagsins ljós. Hljómsveitin Ég gaf út sína þriðju plötu í fyrra sem bar titilinn Lúxus upplifun. Báðir flytjendur léku á hátíðinni Aldrei fór ég suður um páskana. Tónleik- arnir í kvöld hefjast stundvíslega kl. 21 og verður húsið opnað kl. 20. Ég og Svavar án rafmagns SVAVAR KNÚTUR Svavar og hljómsveitin Ég verða rafmagnslaus á Norðurpólnum í kvöld. Vampírumyndin The Twilight Saga: Eclipse hefur fengið átta tilnefningar til MTV-kvikmynda- verðlaunanna sem verða afhent í Los Angeles 5. júní. Hún er til- nefnd sem besta myndin auk þess sem aðalleikararnir Robert Pattinson og Kristen Stewart fá einnig tilnefningar. Hasar- myndin Inception með Leonardo DiCaprio í aðalhlutverki fær sjö tilnefningar, þar á meðal fyrir bestu setninguna í mynd, sem er nýr verðlaunaflokkur. Næstar á eftir koma Harry Potter and the Deathly Hallows: Part 1 með sex tilnefningar og The Social Net- work með fimm. Twilight með flest atkvæði ÁTTA TILNEFNINGAR Vampírumyndin The Twilight Saga: Eclipse hefur fengið átta tilnefningar til MTV-verðlaunanna. Fyrsti heimaleikur KR-inga í Pepsi-deild karla verður í Frosta- skjólinu á sunnudaginn og að sjálfsögðu verður KR-útvarpið á sínum stað eins og undanfarin tólf ár. Hver reynsluboltinn á fætur öðrum úr fjölmiðlageiranum verð- ur á bak við hljóðnemann í sumar og nægir þar að nefna Bjarna Fel, Hallgrím Indriðason, Felix Bergs- son, Frey Eyjólfsson, Hauk Holm og Boga Ágústsson. Sá síðast- nefndi var einmitt heiðraður sem sjálfboðaliði ársins fyrir störf sín í útvarpinu á uppskeruhátíð tipp- klúbbs KR um síðustu helgi. Bjarni mun sjá um að lýsa leikj- unum í sumar á meðan hinir ann- ast upphitun fyrir leiki og viðtöl að þeim loknum. Stutt er síðan nokkrir úr hópnum hittust á KR- pöbbnum Rauða ljóninu og fóru yfir sumarið og fór að sjálfsögðu vel á með þeim. Þrettánda árið hafið Á RAUÐA LJÓNINU Haukur Holm, Bogi Ágústsson og Höskuldur Höskuldsson hituðu upp fyrir sumarið á Rauða ljóninu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 4. ÁFENGISMEÐFERÐ LEIKARANS Jonathans Rhys Meyers, úr þáttunum Tudors, stendur yfir. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs er leikarinn þó ekki á því að neyslan sé vandamál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.