Fréttablaðið - 05.05.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 05.05.2011, Blaðsíða 8
5. maí 2011 FIMMTUDAGUR8 Haraldshádegi í Arion banka Í dag, kl. 12.15–13.00 fjallar Haraldur Sigurðsson prófessor, eldfjallafræðingur og forstöðumaður Eldfjallasafns í Stykkis- hólmi um viðskipti og vísindi í fyrirlestrarsal Arion banka Borgartúni 19. Haraldur mun fjalla um áhrif eldgosa á viðskipti í alþjóðlegu samhengi, þar á meðal um gosið í Eyjafjallajökli og hugsanleg áhrif Kötlugoss. Nýlega kom út bókin Eldur niðri sem fjallar um ævi og störf Haralds. Verk í eigu Eldfjallasafnsins í Stykkishólmi verða til sýnis í bankanum. Verið velkomin. SKIPULAGSMÁL Kópavogs- bær efnir til íbúafund- ar í dag þar sem gerð nýs aðalskipulags verður til umræðu. Guðný Þóra Gestsdóttir, formaður skipulagsnefndar bæjarins, segir í samtali við Frétta- blaðið að þar kynni nefnd- in forsendur yfirstandandi vinnu að aðalskipulagi bæj- arins og nýjar áherslur sem og nýja aðferðafræði þar sem samráð við íbúa verður í for- grunni. „Þetta er fyrsti fundurinn í ferð okkar hjá skipulagsnefnd um bæinn, en í framhaldinu verðum við með rýnihópafundi í hverfunum.“ Guðný Þóra segir fundina verða haldna í þessum mán- uði og svo aftur í haust og verða þátttakendur í rýnihópunum valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Hún segir að meirihlut- inn í bæjarstjórn, sem tók við í fyrravor, hafi auðvi- tað sínar áherslur í skipu- lagsmálum, en vilji heyra frá bæjarbúum, sem hún segir hafa látið sig skipu- lagsmál miklu varða undan farin ár. „Við viljum gjarnan eiga samtal við bæjarbúa um þessi mál og köll- um eftir hugmyndum frá fólkinu.“ Fundurinn fer fram í Hörðuvalla- skóla við Baugakór og hefst klukkan 17. - þj Skipulagsmál í brennidepli á íbúafundi í Kópavogi: Boða náið samráð við bæjarbúa GUÐNÝ ÞÓRA GESTSDÓTTIR IÐNAÐUR Á næstu vikum verður farið yfir gögn vegna forvals Vaðlaheiðarganga. Í til- kynningu Vegagerðarinnar segir að búast megi við því að tilboð í gerð ganganna verði opnuð í ágúst eða september. Vegagerðin upplýsti í gær að sex hefðu skilað inn gögnum vegna forvals Vaðlaheiðar- ganga. Þá var ekki útilokað að einhver bættist í hópinn því hafi einhver sett gögn í póst fyrir klukkan fjögur 3. maí verða þau tekin gild. Fyrirtæki sem vilja fá að bjóða í gerð gang- anna á eigin vegum eru Ístak á Íslandi og svo Leonard Nilsen & Sønner AS í Noregi. Þá standa saman að tilboði ÍAV hf. á Íslandi og Marti Contractors Lts. í Sviss; Suðurverk hf. á Íslandi og Metrostav a.s. í Tékklandi; og svo danska fyrirtækið Per Aarsleff a/s og JK Petersen Contractors P/F í Færeyjum. Eins sækist samstarfshópur undir merkj- um Norðurverks á Íslandi eftir því að fá að bjóða í gerð ganganna, en að honum standa Árni Helgason ehf., SS Byggir ehf., Skútaberg ehf., GV Gröfur ehf., Rafeyri ehf. og Norður- bik ehf. Í útboðsgögnunum kemur fram að um sé að ræða 9,5 metra breið, 7,2 kílómetra löng jarðgöng í bergi, styrkingu ganga, raf- og stjórnbúað þeirra, um 320 metra langa stein- steypta vegskála og um fjögurra kílómetra langa vegi. - óká Tilboð í gerð Vaðlaheiðarganga verða opnuð í ágúst eða september: Sex í forvali vegna Vaðlaheiðarganga VIÐ VAÐLAHEIÐI Í marslok óskaði Vegagerðin eftir þátt- takendum í forval vegna jarðganga milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals, Vaðlaheiðarganga. FRÉTTABLAÐIÐ/KK IÐNAÐUR Stjórn Landsvirkjunar hefur ákveðið að hefja fram- kvæmdir við Sauðárveitu. Í sumar hefst vinna við vegagerð og aðstöðusköpun. Framkvæmd- um á að ljúka haustið 2012. „Um er að ræða veitingu Innri-Sauðár og Ytri-Sauðár í Grjótárlón, en þær eru tvær austustu árnar á virkjunar- svæði Hraunaveitu,“ segir á vef Landsvirkjunar. Upphaflega átti að gera veiturnar árin 2008 og 2009 en framkvæmdum var frestað vegna óviss efnahags- ástands. Aukning orkugetu vegna framkvæmdanna er áætluð um 40 gígavattsstundir á ári. Fljóts- dalsstöð framleiddi í fyrra um 5.000 gígavattsstundir. - óká Orkugetan eykst lítillega: Framkvæmdir hefjast við Sauðárveitu 1. Hvaða verkalýðsforkólfi fæddist barnabarn 1. maí? 2. Hvað heitir forseti Slóveníu, sem er í opinberri heimsókn á Íslandi? 3. Hvaða markahrókar skoruðu fyrir Víking í 2-0 sigri liðsins á Þór? SVÖR 1. Vilhjálmi Birgissyni, formanni verka- lýðsfélags Akraness 2. Danilo Türk 3. Helgi Sigurðsson og Björgólfur Takefusa BRETLAND Kosið verður í Bretlandi í dag um breytingar á kosninga- kerfinu, sem notað er í þing- kosningum. Samkvæmt skoðana- könnunum er vart von til þess að breytingarnar verði samþykktar. Kosningakerfið sem borið er undir kjósendur í dag er svipað því sem notað var við stjórnlagaþings- kosningarnar hér á landi á síð- asta ári. Í báðum kerfunum eru atkvæði frambjóðenda sem ná ekki kjöri flutt yfir á aðra fram- bjóðendur en í kerfinu sem Bret- ar kjósa um í dag eru umfram- atkvæði þeirra frambjóðenda sem ná kjöri einnig flutt yfir á aðra frambjóðendur. Gamla kerfið, sem notað hefur verið áratugum saman, er mun ein- faldara. Þar hlýtur einfaldlega sá frambjóðandi, sem flest atkvæði fær, þingsætið í sínu kjördæmi. Áfram verður kosið í einmenn- ingskjördæmum, en breyting- in, verði hún samþykkt, er lík- leg til að koma smærri flokkum til góða. Stóru flokkarnir tveir, Íhalds flokkurinn og Verkamanna- flokkurinn, sem hafa grætt á núverandi kerfi, munu því væntan- lega fá færri þingmenn og oftar þurfa að reiða sig á stjórnarsam- starf með öðrum flokkum. Bresku stjórnarflokkarnir eru á öndverðum meiði um ágæti kosn- ingakerfanna. Íhaldsflokkurinn, með David Cameron forsætis- ráðherra í fararbroddi, vill halda í gamla kerfið en Frjálslyndi flokkur inn, með Nick Clegg utan- ríkisráðherra í fararbroddi, vill breytingar. Stjórnarandstaðan er einnig klofin í málinu, því þótt Ed Mili- band, leiðtogi Verkamannaflokks- ins, vilji breytingar stendur flokk- urinn ekki einhuga að baki honum í þessu máli. Þeir Clegg og Miliband segja núverandi kerfi vera ósanngjarnt, sérstaklega nú þegar kjósend- ur hafi sterkari tilhneigingu en áður til að greiða smærri flokkum atkvæði sitt. Þetta hefur breyst töluvert, því fyrir hálfri öld kusu 95 prósent breskra kjósenda annað hvort Verkamannaflokkinn eða Íhalds- flokkinn, en undanfarið hafa 35 prósent kjósenda kosið aðra flokka – og flestir þeirra reyndar Frjáls- lynda flokkinn. Þeir sem vilja halda í gamla kerfið segja hins vegar að nýja kerfið verði allt of flókið og kosninga úrslitin verði ekki jafn skýr. Samsteypustjórnir verði algengari þar sem flokkarnir geti ekki staðið við þá stefnu sem þeir boðuðu fyrir kosningar. Í dag er einnig kosið til þings í Skotlandi, Wales og á Norður- Írlandi, auk þess sem kosið verður til sveitarstjórna í Englandi. gudsteinn@frettabladid.is Kosið um nýtt kosningakerfi í Bretlandi Bretar halda þjóðaratkvæðagreiðslu í dag í fyrsta sinn síðan 1975. Kosið er um hvort breyta eigi kosn- ingakerfinu. Stjórnarflokkarnir eru á öndverðum meiði og stjórnarandstaðan er klofin í málinu. NICK CLEGG OG DAVID CAMERON Leiðtogar stjórnarflokkanna eru ekki sammála um ágæti breytinganna sem bornar verða undir kjósendur í dag. NORDICPHOTOS/AFP VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.