Fréttablaðið - 05.05.2011, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 05.05.2011, Blaðsíða 62
5. maí 2011 FIMMTUDAGUR50 sport@frettabladid.is TEITUR ÖRLYGSSON hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna um tvö ár og verður því áfram við stjórnvölinn í Garðabænum. Teitur hefur þjálfað Stjörnuna síðan í árslok 2008 og hefur síðan þá komið liðinu í hóp bestu liða deildarinnar. Stjarnan fór í ár alla leið í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn, þar sem liðið tapaði 1-3 á móti KR. Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Forsalan hafin – frumsýnt 27. apríl HANDBOLTI Einbeittir, grimmir og sterkir FH-ingar lögðu Akureyri, 28-24, í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. FH vann rimmuna 3-1 og er vel að titlinum komið. Það var algjörlega frábær stemn- ing í Kaplakrika í gær. Um 3.000 manns troðfylltu kofann og mynd- uðu stórkostlega stemningu allan leikinn. Áhorfendamet var sett í Krikanum. Svo mikill var hávaðinn í húsinu að vart var hægt að tala saman og húsið hreinlega nötraði út af látunum. FH-ingar mættu mun betur stemmdir til leiksins. Voru miklu grimmari í öllum sínum aðgerðum á meðan norðanmenn voru hikandi og stressaðir. Ef Sveinbjörn Péturs- son hefði ekki átt í markinu hefði FH líklega gengið frá leiknum í fyrri hálfleik. Sveinbjörn varði eins og berserkur og það skot í öllum regnbogans litum. Markvarsla hans varð þess valdandi að Akureyri hékk inn í leiknum. Pálmar var einnig sterk- ur hinum megin og í sókn FH fór Ólafur Guðmundsson mikinn. Eftir þrjú misheppnuð skot kviknaði á Guðmundi Hólmari og hann hélt sóknar leik Akureyrar á floti með fimm mörkum. Aðeins tveimur mörkum munaði á liðunum í hálf- leik, 13-11. FH var með yfirhöndina áfram í seinni hálfleik en ólseigir Akur- eyringar neituðu að gefast upp og komu hvað eftir annað til baka leiddir af Heimi Erni Árnasyni. Hinum megin var Daníel Andrés- son kominn í markið og hann fór mikinn í síðari hálfleik. Þegar á reyndi voru FH-ingar beittari og hreinlega betri. Akureyringar virkuðu þreyttir og vantaði kraft til þess að klára leikinn. Baráttan og löngunin dugði ekki til. Akur- eyri hreinlega tapaði fyrir betra liði að þessu sinni. Það hefur verið mikill stígandi í leik FH-inga alla leiktíðina og liðinu tókst að raða saman púslu- bitunum og toppa þegar mest á reyndi. Liðsheildin var sterk hjá liðinu. Pálmar hefur verið fínn í markinu og Daníel síðan stigið upp síðustu vikur með miklum látum. Ólafur Guðmundsson og Ásbjörn hafa leitt sóknarleikinn og Sigur geir Árni bundið saman vörnina af myndarskap. Logi Geirsson og Baldvin Þorsteinsson hafa svo fært liðinu reynslu, kraft og trú. Þeir Kristján og Einar Andri bjuggu til flott lið í vetur sem stóð undir þeim væntingum sem voru gerðar til þess og lönd- uðu þeim stóra. „Þegar ég ákvað að koma aftur í boltann vissi ég að þetta væri möguleiki. Ég vissi líka að það yrði mikil vinna að búa til sjálfs- traust,“ sagði sigurreifur þjálf- ari FH, Kristján Arason, en hann þjálfaði einnig FH-liðið er það vann síðast fyrir nítján árum. „Þetta er búin að vera þrauta- ganga. Flestir þessara stráka eru rétt í kringum tvítugt en við höfum verið á stöðugri uppleið síðan í nóvember. Strákarnir voru einbeittir í allan vetur að fara alla leið og þeir eiga þetta svo sannar- lega skilið. Ég á vart til orð að lýsa því hversu stoltur ég er af þeim,“ sagði Kristján og brosti allan hringinn. henry@frettabladid.is Eyðimerkurgöngu FH-inga lokið Nítján ára bið FH-inga eftir Íslandsmeistaratitli í handbolta lauk í gær eftir sigur á Akureyri. Kristján Ara- son var þjálfari FH-liðsins sem vann árið 1992. Hann sneri aftur í Krikann í vetur og uppskeran sú sama. LANGÞRÁÐ STUND Sigurgeir Árni Ægisson, fyrirliði FH, lyftir hér bikarnum góða á loft en félagið varð í gær Íslandsmeistari á ný eftir nítján ára bið. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG FH - Akureyri 28-24 (13-11) Mörk FH (skot): Ólafur Guðmundsson 8 (16), Ásbjörn Friðriksson 7/2 (11/4), Atli Rúnar Steinþórsson 4 (4), Baldvin Þorsteinsson 4 (6), Ólafur Gústafsson 3 (6), Örn Ingi Bjarkason 1 (7), Halldór Guðjónsson 1 (3). Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 14 (29/1) 48%, Pálmar Pétursson 7 (16/1) 43%. Hraðaupphlaup: 6 (Baldvin 3, Ólafur, Atli, Ásbjörn). Fiskuð víti: 4 (Baldvin 3, Atli). Mörk Ak. (skot): Guðmundur Hólmar Helgason 8 (14), Heimir Örn Árnason 5 (9), Bjarni Fritzson 4 (9), Oddur Gretarsson 4/2 (9/2), Hörður Fannar Sigþórsson 1 (2), Daníel Einars- son 1 (2), Hreinn Hauksson 1 (1). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 20/1 (48/8) 42%. Hraðaupphlaup: 3 (Hreinn, Guðmundur, Oddur). Fiskuð víti: 2 (Halldór Logi, Bjarni). Utan vallar: FH 8 mínútur - Akureyri10 mínútur Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, mjög góðir HANDBOLTI „Þetta er mjög sárt. Sérstaklega þar sem við vorum alltaf inni í leiknum og mér fannst við síst vera lakara liðið,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, og vonbrigðin leyndu sér ekki á andliti hans. Atli vann deildarmeistara- titilinn með Akureyri í vetur, fór með liðið í bikarúrslit og síðan í úrslit á Íslandsmótinu. Deildarmeistara titillinn var fyrsti titill Akureyringa. „Ég óska FH-ingum til ham- ingju. Þeir eru með flott lið og vel að þessu komnir. Ég er samt hrikalega stoltur af mínum strákum og því sem við gerðum í vetur. Ég á eftir að vera stoltur af því lengi. Því miður dugði það ekki alveg til en það munaði litlu. Mér fannst þessi rimma hafa getað farið á hvorn veginn sem var,“ sagði Atli. - hbg Atli Hilmarsson: Ég er stoltur af strákunum TEKIÐ Á ÞVÍ Guðmundur Hólmar Helga- son, leikmaður Akureyrar, í baráttunni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG HANDBOLTI Stórskyttan unga í liði FH, Ólafur Guðmundsson, fór mik- inn í liði FH í gær og ljóst var að hann vildi klára dæmið á heima- velli. Ólafur var að leika sinn síð- asta leik fyrir FH í bili en hann spilaði sem lánsmaður frá danska liðinu AGK, sem keypti hann síð- asta sumar. „Það kom ekki til greina að fara aftur til Akureyrar. Við vildum vinna þetta í Krikanum enda helm- ingi sætara þannig. Þetta kvöld var fullkomið. Ég hefði ekki getað ímyndað mér þetta betra,“ sagði Ólafur og brosti breitt. „Baráttan og liðsheildin var meiri hjá okkur. Við vildum þetta meira en Akureyringarnir. Við lögðum ansi mikið á okkur til þess að klára dæmið. Löngunin var gríðarleg hjá okkur og við upp- skárum eftir því. Ég er búinn að skila öllu sem ég get til félagsins og það er frábært að skilja á þenn- an hátt.“ Logi Geirsson kom heim fyrir tímabilið og átti að vera lykillinn að meistaraliði FH. Þrálát meiðsli hafa haldið Loga mikið utan vallar en hann hefur gefið það sem hann getur til liðsins og honum fannst ljúft að uppskera í gær. „Ég sagði fyrir tímabilið að við yrðum Íslandsmeistarar. Ég stóð við það en þetta var erfitt. Ég skipti mér inn á í dag því mér fannst ég geta hjálpað liðinu. Það gekk og þessir strákar eru frábær- ir. Þetta er mikill gleðidagur.“ - hbg Ólafur Guðmundsson og Logi Geirsson: Þetta var fullkomið ÞJÁLFARI Á FLUGI Kristján Arason gerði FH að meisturum árið 1992 og aftur nú, nítján árum síðar. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.