Fréttablaðið - 05.05.2011, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 05.05.2011, Blaðsíða 64
5. maí 2011 FIMMTUDAGUR52 ÍS L E N S K A S IA .I S C IN 5 48 11 0 5. 20 11 OPIð TIL MIðNÆTTIS Í VERSLUN OKKAR Í KRINGLUNNI Í DAG. TILBOÐIÐ GILDIR Í ÖLLUM VERSLUNUM CINTAMANI 5. MAÍ. MIÐNÆTURSPRENGJA Í KRINGLUNNI 30% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM KÓNGABLÁUM CINTAMANI KLÆðNAðI CINTAMANI AUSTURHRAUNI 3 210 GARÐABÆ, S. 533 3805 CINTAMANI BANKASTRÆTI 7 101 REYKJAVÍK, S. 533 3390 CINTAMANI KRINGLUNNI 103 REYKJAVÍK, S. 533 3003 FÓTBOLTI Stjarnan fékk í gær liðsstyrk fyrir átökin sem eru fram undan í Pepsi-deild karla, en félagið gerði lánssamning við danska leikmanninn Jesper Jen sen sem er á mála hjá Vejle. Hann er 22 ára miðvallarleik- maður. Fyrir hjá Stjörnunni er annar lánsmaður frá Vejle – varnar- maðurinn Nikolaj Hagelskjær. Almar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, sagði þá verða hjá liðinu til loka júní. „Við þurftum að leysa ákveð- in meiðslavandræði í liðinu þar sem Baldvin (Sturluson) meidd- ist í leiknum gegn Keflavík. Atli Jóhannsson og Ólafur Karl Finsen eru einnig meiddir og þá er ekki von á Ellerti Hreinssyni fyrr en í júní þar sem hann er í námi í Bandaríkjunum,“ sagði Almar. „Við ákváðum því að fá annan lánsmann.“ Hann neitaði því ekki að félagið gæti fengið fleiri leikmenn á næstunni. „Við vitum af ein- hverjum nöfnum en það er ekkert ákveðið í þeim efnum.“ - esá Stjarnan fékk lánsmann: Nýr Dani til að stoppa í götin ÞJÁLFARINN Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, hefur fengið liðsstyrk frá Danmörku. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HANDBOLTI Kiel mátti í gær sætta sig við sex marka tap gegn Magde burg á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni, 30-24. Alfreð Gíslason er þjálfari Kiel en hann var áður þjálfari Magdeburg til margra ára. Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk í leiknum í gær. Kiel varð Þýskalands- og Evr- ópumeistari í fyrra en er nú fallið úr leik í Meistaradeildinni og á varla möguleika á að ná topp- liði Hamburg að stigum í þýsku úrvalsdeildinni. Liðið er í öðru sæti deildarinn- ar með 49 stig en Rhein-Neckar Löwen og Füchse Berlin, lið þeirra Guðmundar Guðmunds- sonar og Dags Sigurðssonar, eru tveimur stigum á eftir og eiga bæði leik til góða. Magdeburg var ávallt skref- inu á undan í leiknum en staðan í hálfleik var 15-12. Heimamenn skoruðu svo fyrstu þrjú mörk- in í seinni hálfleik og voru með örugga forystu allt til leiksloka. Kiel hefur ekki langan tíma til að jafna sig á tapinu þar sem úrslitahelgin í þýsku bikarkeppn- inni er fram undan. Þar mætir Kiel liði Göppingen í undanúr- slitum á laugardaginn en úrslita- leikurinn fer fram degi síðar. - esá Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel: Tap á gamla heimavellinum ALFREÐ Tapaði fyrir sínu gamla liði í gær. NORDICPHOTOS/BONGARTS FÓTBOLTI Manchester United átti ekki í vandræðum með þýska liðið Schalke í síðari viðureign þeirra í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Liðið vann 4-1 sigur á heimavelli og samanlagt 6-1. Sir Alex Ferguson gat leyft sér að gera átta breytingar á byrjunarliði sínu frá síðasta leik. Skipti litlu þótt „varaliðið“ léki í gær – yfirburðirnir voru algerir. Antonio Valencia og Dar- ron Gibson – sem átti stórleik – skoruðu mörk United í fyrri hálf- leik en Anderson skoraði tvisvar í þeim síðari. Jordao klóraði í bakk- ann fyrir Schalke, sem átti aldrei möguleika á Old Trafford. Ferguson viðurkenndi eftir leik að hafa velt fyrir sér hvort hann væri að gera mistök með liðsval- inu. „Ég er svo stoltur af strák- unum. Þetta var undanúrslitaleik- ur og ég var ekki viss hvort þetta væri rétt ákvörðun hjá mér í svo mikilvægum leik. En ég er glaður að þetta fór svona vel.“ Manchester hefur þrisvar orðið Evrópumeistari, fyrst árið 1968 eftir sigur á Eusebio og félögum í Benfica í úrslitaleik sem fór fram á Wembley-leikvanginum í Lund- únum – þar sem úrslitaleikurinn fer einmitt fram í ár. Þetta var tíu árum eftir flug- slysið skelfilega í München þar sem átta leikmenn liðsins létust. Matt Busby, stjóri liðsins, lifði slysið af, sem og Bobby Charlton, ein skærasta stjarna félagsins frá upphafi. Þeir fóru fyrir liði United sem vann Evróputitilinn árið 1968, fyrst enskra liða. Charlton skor- aði tvívegis í leiknum, sem United vann 4-1. Nú verður andstæðingurinn Barcelona, sem vann allt sem hægt var að vinna fyrir tveimur árum og vill endurheimta titilinn nú. Liðinu hefur verið lýst sem einu því allra besta í knattspyrnu- sögunni og ljóst er að leikurinn hefur allt til að bera til að fara í sögubækurnar. Ferguson er nú að stýra United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í þriðja sinn á fjórum árum. Hann varð meistari með liðinu árið 1999 og svo aftur árið 2008. Liðið tap- aði úrslitaleiknum árið 2009 fyrir Barcelona. „Þetta er frábært fyrir félagið,“ sagði Ferguson. „Ég hef margoft sagt að við hefðum átt að standa okkur betur í Meistaradeildinni í gegnum árin og ég tel að þetta lið geti unnið titilinn.“ eirikur@frettabladid.is United á sögulegum slóðum Fyrir 43 árum vann Manchester United sinn fyrsta Evróputitil á Wembley-leik- vanginum, tíu árum eftir flugslysið í München. Nú fer United aftur á sama stað og mætir einhverju besta liði knattspyrnusögunnar, Barcelona, í úrslitaleiknum. FAGNAR MEÐ FYRIRLIÐANUM Darron Gibson skoraði eitt fjögurra marka Manchester United í gær og fagnar því hér með fyrirliðanum John O‘Shea. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.