Fréttablaðið - 05.05.2011, Blaðsíða 50
5. maí 2011 FIMMTUDAGUR38 38
menning@frettabladid.is
ÍSLENSKA ÓPERAN KVEÐUR
GAMLA BÍÓ
OPIÐ HÚS
LAUGARDAGINN 7. MAÍ KL. 13 15
í tilefni flutninga
Íslensku óperunnar í tónlistarhúsið Hörpu
Gestum velkomið að skoða húsið
Kaffi á boðstólum í græna herberginu
Búningamátun
Leikskrár, plaköt og myndbönd úr
sýningum Íslensku óperunnar til sölu á vægu verði
Allir velunnarar óperunnar og aðrir áhugasamir
hjartanlega velkomnir!
1
3
5
7
9
2
4
6
8
10
10 árum yngri á 10 vikum
Þorbjörg Hafsteinsdóttir
Konan í búrinu - kilja
Jussi Adler Olsen
Ég man þig - kilja
Yrsa Sigurðardóttir
Betri næring - betra líf
Kolbrún Björnsdóttir
Matur sem yngir og grennir
Þorbjörg Hafsteinsdóttir
Handbók um íslensku
Jóhannes B. Sigtryggsson ritst.
METSÖLULISTI EYMUNDSSON
SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT
27.04.11 - 03.05.11
Engan þarf að öfunda - kilja
Barbara Demick
Djöflastjarnan - kilja
Jo Nesbø
Myrkraslóð - kilja
Åsa Larsson
Morð og möndlulykt
Camilla Läckberg
Kristín Svava Tómasdóttir
stimplaði sig inn sem eitt
efnilegasta ljóðskáld lands-
ins með frumraun sinni,
Blótgælum, árið 2007.
Önnur ljóðabók hennar,
Skrælingjasýningin, kom út
á dögunum.
Krass! Búmm! Harmafregn!
Stríð á okkar tímum.
Skrælingjasýningin, önnur
ljóðabók Kristínar Svövu Tómas-
dóttur, hefst á stríðsyfirlýsingu.
Kannski rökrétt framhald af
frumraun hennar sem skoraði á
hólm þægindi hversdagslífsins
með nístandi háði, munnsöfnuði
og gálgahúmor. Tæpum fjórum
árum síðar er Kristín Svava við
sama heygarðshornið – eða svo
segir hún að minnsta kosti sjálf.
„Blótgælur voru hrárri en
Skrælingjasýningin, sem er meira
unnin. Munurinn á bókunum helg-
ast kannski af því. Ég held að sá
tónn sem birtist í þessum verkum
sé mér nokkuð eðlislægur. Ég velti
því stundum fyrir því hvort fólk
myndi sjá mikið framhald í þess-
ari bók frá þeirri fyrri, sjálf geri
ég mér ekki endilega grein fyrir
því. Það má vera að tónninn sé á
köflum myrkari eða kaldrana-
legri; á vissum stöðum má sjálf-
sagt greina aðra afstöðu til
hlutanna en þó enga grundvallar-
breytingu að ég held.“
Kristín Svava byrjaði á ljóðun-
um fyrir Skrælingjasýninguna
fljótlega eftir að Blótgælur kom
út. Hún segir misjafnt hversu
lengi hún þurfi að sitja við hvert
ljóð.
„Ég byrja yfirleitt á því að
skrifa í belg og biðu og vinn úr
textanum síðar. Það veltur síðan á
því hversu mótaðar hugsanirnar
eru þegar þær spretta fram hvað
ég er lengi að ljúka við hvert ljóð.“
Kristínu Svövu var á dögun-
um úthlutað ritlaunum. Hún býst
því við að biðin í næstu bók verði
styttri en á milli Blótgælna og
Skrælingjasýningarinnar og ætlar
að halda sig við ljóðið.
„Ég finn enga hvöt hjá mér til að
skrifa „hefðbundinn“ prósa og hef
enga ástríðu fyrir skáldsögunni.
Mér finnst miklu meira ögrandi að
skrifa knappari texta og fyrir mitt
leyti býður þetta form upp á fleiri
og áhugaverðari möguleika.“
bergsteinn@frettabladid.is
Fínpússaðir skrælingjar
HEIMILI
Handáburður sleipiefni meik
kólnandi blotnandi lófi
botnslef og stubbar í flösku
afklipptar táneglur, blóðrönd, hár í
niðurfalli
gleymdur klámgluggi í opinni fartölvu
rasskinn er lyft svo lítið ber á
ástarjátningar skilja eftir óbragð í
munninum
skepnur nudda sér hver upp við aðra
klukkan sex á allt að vera hreint
fjarlægið yfirhafnir og skótau úr augsýn
máið jafnóðum burt sporin og þið stígið
þau á parketinu
klukkan sex er heimilið heilagt allt
og andartakið frosið og við ekki hér
með óhreindin okkar
að setja bletti á alla hluti
Kristín Svava Tómasdóttir
- Skrælingjasýningin
KRISTÍN SVAVA TÓMASDÓTTIR „Það má vera að tónninn sé á köflum myrkari eða
kaldranalegri; á vissum stöðum má sjálfsagt greina aðra afstöðu til hlutanna en þó
enga grundvallarbreytingu að ég held.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Listvinafélag Hallgrímskirkju
stendur fyrir mánaðarlegum
hádegistónleikum þetta starfsárið.
Þar mun Björn Steinar Sólbergs-
son, organisti Hallgrímskirkju,
meðal annars flytja Orgelbüchlein
eftir Johann Sebastian Bach í heild
í tengslum við kirkjuárið.
Laugardaginn 7. maí verða tón-
leikar í þessari tónleikaröð og bera
þeir yfirskriftina „Páskar“.
Þá flytur Björn Steinar einnig
Andante con moto, op. 16 nr. 1 og
Offertoire sur ´O filii´ pour la fete
de Paques, op. 49 nr. 2 eftir franska
tónskáldið Alexandre Guilmant.
Séra Jón Dalbú Hróbjartsson flyt-
ur ávarp og les úr ritningunni.
Aðgangur er ókeypis en tekið er
við frjálsum framlögum við kirkju-
dyr til styrktar Listvinafélagi Hall-
grímskirkju.
Orgeltónleikaröð
LÍFSSÝN UNGLINGA Sýning nemenda í 9. og 10. bekk Varmárskóla og Lágafellsskóla verður opnuð í Listasal Mosfellsbæjar klukkan
16 á föstudag. Verkefnið er samstarf listgreinakennara á unglingastigi í skólunum tveimur. Nemendur í myndmennt, textíl og matreiðslu unnu
verk sín út frá framtíðarsýn sinni á líf unglinga í Mosfellsbæ árið 2050.