Fréttablaðið - 05.05.2011, Blaðsíða 28
5. maí 2011 FIMMTUDAGUR28
timamot@frettabladid.is
Varðberg, samtök um vestræna sam-
vinnu og alþjóðamál, heldur fund á
Hótel Sögu í hádeginu í dag. Hann
hefst klukkan 12.15. James Townsend,
aðstoðarráðherra varnarmála í Banda-
ríkjunum, flytur þar erindi um sextíu
ára varnarsamstarf Íslands og Banda-
ríkjanna en í dag eru sextíu ár liðin frá
því samningur um það var undirritað-
ur. „Þetta er merkileg saga, sextíu ára
saga varnarsamstarfsins, bæði pólit-
ískt og þegar horft er á hernaðarlegu
þróunina. Það er líka áhugavert hvaða
hlutverki Íslendingar gegndu í þessu
öllu,“ segir Björn Bjarnason, for maður
Varðbergs. Hann rifjar í framhaldinu
upp brot úr þessari sögu.
„Varnarsamningur Íslands og
Bandaríkjanna varð til á tímum kalda
stíðsins vegna aukinnar styrjaldar-
hættu í heiminum, meðal annars eftir
að kommúnistar réðust inn í Kóreu.
Menn töldu að ákveðin ógn væri á
ferðum, ekki síst að verja þyrfti Kefla-
víkurflugvöll. Það var skrifað undir
samninginn 5. maí og bandarísku her-
mennirnir komu 7. maí,“ byrjar Björn.
Spurður hvort miklar umræður hafi
farið fram áður svarar hann: „Viðræð-
urnar voru kannski ekki langar en þær
komust á rekspöl í upphafi árs 1951.“
Björn segir Keflavíkurstöðina hafa
tekið breytingum á þeim 60 árum sem
hún var starfrækt. „Þegar Bandaríkja-
menn komu hingað 1951 var flugher-
inn aðalstjórnandi á Vellinum en upp
úr 1960 tók sjóherinn við stöðinni og
hún var flotastöð þangað til yfir lauk.
Varnarlínan var dregin í hafinu frá
Grænlandi um Ísland til Skotlands. Í
stöðinni var fylgst með ferðum kafbáta
með hlustunarbúnaði og haldið úti eft-
irlitsflugvélum í sama skyni. Á níunda
áratugnum fóru Rússar að láta meira
að sér kveða með flugvélum. Þá urðu
flugvélar hersins meira sýnilegar er
þær flugu í veg fyrir vélar frá Sovét-
ríkjunum og af Kólarskaganum.“
Þegar stöðinni var lokað voru rúm-
lega þrjú þúsund manns þar. „Ætli
það hafi ekki verið fimm til sex þús-
und þegar flest var?” segir Björn „Ég
giska á það.“
Björn fagnar því að fá James Towns-
end til að halda ræðu um varnarmál-
in á hádegisfundi Varðbergs enda hafi
hann margra ára reynslu af samskipt-
um við Íslendinga. „Þegar ég fór til
Bandaríkjanna með utanríkismála-
nefnd Alþingis 1995 hittum við Towns-
end í Varnarmálaráðuneytinu. Hann
hafði þá verið að sýsla með málefni
Íslands.“ gun@frettabladid.is
VARÐBERG: MINNIST 60 ÁRA AFMÆLIS VARNARSAMNINGS ÍSLANDS OG BANDARÍKJANNA
Fylgst með ferðum kafbáta
BJÖRN BJARNASON, FORMAÐUR VARÐBERGS Hann hitti Townsend í varnarmálaráðuneyti
Bandaríkjanna 1995 og hlakkar til að hlýða á erindi hans í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
56 SÉRA PÉTUR ÞORSTEINSSON hjá Óháða söfnuðinum er fimmtíu og sex ára í dag.„Þó að sumum finnist aðalsyndin sú að vera fyndinn eru hinir fleiri
sem kunna að meta léttleika.“
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar
og amma,
Pensri Stefánsson
Tunguheiði 14, Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánu-
daginn 18. apríl 2011. Útför hennar fer fram frá
Digraneskirkju mánudaginn 9. maí kl 15.00. Blóm og
kransar afþakkaðir. Einstakar þakkir færum við starfs-
fólki Landspítalans fyrir frábæra umönnun og gott
viðmót.
Guðmundur Skúli Stefánsson
Chakkaphan Thakham
Kiattisak Thakham
Yuna Ír Thakham
Wattanee Boodudom
MOSAIK
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
sambýliskona og amma,
Guðrún Ása Brandsdóttir
Reynimel 74,
lést á gjörgæsludeild á Landspítalanum í Fossvogi
þriðjudaginn 3. maí. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni
þriðjudaginn 10. maí kl. 15.00.
Ásrún Laila Awad
Sylvía Kristín Ólafsdóttir Kjartan B. Björgvinsson
Ágúst Þór Guðsteinsson
og barnabörn
Eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Guðmundur Jónsson
Birnustöðum,
lést á Landspítalanum 29. apríl sl. Jarðsungið verður
frá Skálholtskirkju laugardaginn 7. maí nk. kl. 14.00.
Sigrún Kristbjörnsdóttir
Valgerður Guðmundsdóttir Þórarinn Óskarsson
Guðlaug Guðmundsdóttir Haraldur M. Kristjánsson
Kristbjörn Guðmundsson Sigrún Magnúsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir Gísli Sigurðsson
Jón Guðmundur Guðmundsson Kristín Guðmundsdóttir
Ágúst Guðmundsson Jóhanna Valgeirsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær sonur okkar og bróðir,
Tryggvi Jón Jónatansson
Eyrarvegi 18, Akureyri,
lést á heimili sínu 2. maí. Jarðarförin verður auglýst
síðar.
Jónatan S. Tryggvason Sigurósk R. Aðalsteinsdóttir
Ásta F. Reynisdóttir Heimir F. Heimisson
Eygló Jóhannesdóttir
Freyja P. Jónatansdóttir
Ísak Már Friðriksson
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
Dís Ragnheiður Stehn
Atladóttir
Álfhólsvegi 18a, Kópavogi,
lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi 26. apríl sl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Breki Már Lúthersson Susanne Nyholm Lúthersson
Hrefna Dís Minshull Simon Minshull
Dana Lind Lúthersdóttir Magnús St. Einarsson
og barnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Pétur Breiðfjörð
Sigurjónsson
Dvalarheimilinu Fellaskjóli,
Grundarfirði,
verður jarðsunginn frá Grundarfjarðarkirkju
laugardaginn 7. maí kl. 14.
Guðrún Hansdóttir
Kristín Pétursdóttir Kristján Runólfsson
Sigurður Pétursson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Sjöfn Gestsdóttir
áður til heimilis að Sólvallagötu 31,
lést á Hjúkrunarheimilinu Mörk 29. apríl.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 6. maí kl. 11.00.
Gestur Þorsteinsson Gunnvör Braga Björnsdóttir
Svava Þorsteinsdóttir Sigurgeir Guðmundsson
Ragnar Þorsteinsson Hólmfríður Kristjánsdóttir
Ársæll Þorsteinsson Katla Steinsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Átján nemendum framhaldsskóla býðst að dvelja í
Landbúnaðarháskóla Íslands dagana 23.-26. maí. Þessir
dagar eru kallaðir Vísindadagar unga fólksins og mark-
miðið með þeim er að kynna heim raunvísinda fyrir
þátttakendum. Þeir munu skoða gróður, rannsaka jarð-
veg og greina sýni. Farið verður í skóga í nágrenni skól-
ans og þeir skoðaðir, sýni tekin og rannsökuð. Matur og
gisting er nemendum að kostnaðarlausu.
Dagskráin liggur fyrir og er komin á vef skólans –
www.lbhi.is en áhugasamir þurfa að sækja um pláss
fyrir 6. maí.
Vísindadagar