Fréttablaðið - 05.05.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 05.05.2011, Blaðsíða 6
5. maí 2011 FIMMTUDAGUR6 SAMGÖNGUR Af þeim 195.715 bif- reiðum sem í umferð eru í dag gengur bara rétt rúmlega hálft prósent fyrir öðru eldsneyti en bensíni eða dísilolíu. Það eru 1.006 bílar. 73,4 prósent bílaflota lands- ins ganga fyrir bensíni og 26,1 pró- sent fyrir dísilolíu. Tölur Umferðarstofu um skrán- ingu bifreiða í lok apríl sýna að af þessum 1.006 bílum er vel ríf- lega helmingurinn, 568 bílar, svo- nefndir tvinnbílar, en þeir eru knúnir bæði bensín- og rafmótor. Hlutdeild þeirra í heildarbílafjölda nemur þó ekki nema rétt tæplega 0,3 prósentum. Næststærstur er svo hlutur bíla sem ganga fyrir metangasi, en þegar teknir eru saman bílar sem skráðir eru metanbílar og þeir sem breytt hefur verið þannig að þeir ganga bæði fyrir metani og bens- íni þá eru þeir alls 411 talsins. Það er tæplega 41 prósent bíla sem ganga fyrir nýjum eldsneytisgjöf- um og 0,21 prósent af bílum sem eru á númerum í dag. Aðrir orkugjafar eru í miklum minnihluta. Vetnisbílar eru 16 á númerum og rafmagnsbílar eru ekki nema tíu. Þá er bara einn bíll í umferð sem er með metanól skráð sem eldsneyti. Tölurnar ná til allra bíla, hvort heldur það eru fólksbifreiðar, hóp-, sendi-, eða vörubifreiðar. Skipting- in er þó dálítið ólík innan hvers flokks. Þannig er ekki að finna aðra „nýja“ orkugjafa en metan utan fólksbílaflokks, nema í einu tilviki þar sem ein sendibifreið er skráð sem rafmagnsbíll. Af þeim 171.448 fólksbílum sem eru á skrá eru 80,4 prósent, eða 137.774, bensínbílar og 19,1 prósent, eða 32.822, dísil. Bílar sem ganga fyrir bensíni og metani eru 202 og 56 eru skráðir sem metanbílar eingöngu. Tvinnbílar eru bara til í flokki fólksbíla. Þrír hópferðabílar ganga fyrir metani eða bensíni/metani og 15 vörubifreiðar. Heldur fleiri nýta svo metanið í flokki sendibifreiða, eða 135 bílar. Dísilolía er hins vegar ráðandi í flokki hóp- og vörubifreiða með 94,6 og 95,2 prósenta hlutdeild. Síðan ganga 65,7 prósent sendibif- reiða fyrir dísilolíu og 33,5 prósent fyrir bensíni. olikr@frettabladid.is TILBOÐ á 1 lítra Kókómjólk Nýjar og betri umbúðir! Fastus ehf. | Síðumúla 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900 | www.fastus.is Bílafloti landsmanna og eldsneytið sem knýr hann BENSÍN 73,433% DÍSIL 26,053% BENSÍN/RAFMAGN 0,290% BENSÍN/METAN 0,131% METAN 0,079% VETNI 0,008% RAFMAGN 0,005% ETANÓL 0,001% bensín 143.719 bílar dísil 50.990 bílar bensín/metan 256 bílar bensín/rafmagn 568 bílar etanól 1 bíll metan 155 bílar rafmagn 10 bílar vetni 16 bílar Heimild: Umferðarstofa BANDARÍKIN, AP Bandarísk stjórn- völd hafa leiðrétt lýsingar á vígi sérsveitarmanna á hryðjuverka- leiðtoganum Osama bin Laden á mánudag. Engin ákvörðun hefur verið tekin um hvort mynd af líki hans verði gerð opinber. Ekki er rétt sem bandarísk stjórnvöld höfðu sagt að bin Laden hafi verið vopnaður þegar sérsveit- armenn bandaríska flotans króuðu hann af í húsi í borginni Abbott- abad í Pakistan á mánudagsmorg- un og skutu hann til bana. Ekki er heldur rétt sem fullyrt var strax eftir að hann var veginn að hann hefði reynt að skýla sér á bak við konu þegar hermennirnir höfðu fundið hann. Bandarísk stjórnvöld hafa enga ákvörðun tekið um hvort mynd af líki bin Ladens verði gerð opinber. „Ég veit ekki hvað við ættum að græða á því að sýna slíka mynd,“ segir Mike Rogers, formaður leyniþjónustunefndar bandaríska þingsins í samtali við fréttastofu ABC. „Samsæriskenningasmiðir munu skoða myndirnar og finna tíu atriði sem þeim þykir benda til þess að þær séu af einhverjum öðrum.“ - bj Osama bin Laden var hvorki vopnaður né reyndi að skýla sér bak við konu: Stjórnvöld breyta sögu af drápi MÓTMÆLI Vígi Osama bin Laden hefur verið mótmælt víða. Hér mótmælir hópur manna í Multan í Pakistan. NORDICPHOTOS/AP Nýir eldsneytisgjafar nema hálfu prósenti Bílar á númerum eru 195.715 talsins. Þrír fjórðu bílanna ganga fyrir bensíni og fjórðungur fyrir dísilolíu. Af heildarfjöldanum ganga rúmlega þúsund bílar fyrir öðrum orkugjöfum. Rafmagn og metan eru þar algengustu kostirnir. UMHVERFISMÁL Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt tillögu Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra um að veita 42 milljónir til brýnna framkvæmda nú í vor og sumar á friðlýstum svæðum sem jafnframt eru vinsælir viðkomustaðir ferða- manna. Fyrir fjárveitingu ríkisstjórnar- innar á þessu ári verður unnið að verkefnum við Gullfoss, Geysi í Haukadal, friðlandið í Dyrhólaey, Friðland að Fjallabaki, náttúru- vættið á Hveravöllum og náttúru- vættið í Surtarbrandsgili. Höfuðáhersla er lögð á að tryggja verndargildi og öryggi, en helstu verkefni sem unnið verður að á næstu mánuðum eru göngu- stígar, stikun gönguleiða, útsýnis- pallar, öryggisgirðingar, merking- ar, fræðsluskilti, viðvörunarskilti, gróðurbætur og eftirlit. Fram- kvæmdirnar eru brýnni en ella vegna þess að spár gera ráð fyrir metfjölda ferðamanna á þessu ári. Það eykur álag á viðkomandi svæði og undirstrikar nauðsyn þess að búa vel að öryggi ferða- manna og tryggja góða aðkomu á vinsæl svæði. - shá Ríkisstjórnin samþykkir að ráðast í framkvæmdir við ferðamannastaði: Fjárveiting til friðlýstra svæða AÐ FJALLABAKI Ástandi friðlýstra svæða er mjög ábótavant og við því bregst umhverfisráðherra fyrir sumarið. MYND/UMHVERFISSTOFNUN LÖGREGLUMÁL Vélsleðamaður slaðaðist á öxl á Lyngdalsheiði í fyrrakvöld. Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningu um slysið um klukkan ellefu og var sjúkrabíll sendur eftir manninum. Félögum hans tókst að koma honum til móts við bílinn á Gjábakkavegi. Lögreglan á Selfossi þurfti einnig að hafa afskipti af manni sem ekið hafði bíl sínum út af veginum ofan við Reykholt. Hann hafði ekið dágóðan spöl í veg- kantinum áður en hann missti bílinn út af og festi í for. Hann var einn í bílnum og er grunaður um ölvunarakstur. - sh Slys á Lyngdalsheiði: Vélsleðamaður slasaðist á öxl Leiðtogafundar minnst Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti samhljóma á þriðjudag tillögu full- trúa Sjálfstæðisflokksins um að standa fyrir dagskrá í tilefni af því að í október verður aldarfjórðungur liðinn frá leiðtogafundi Ronalds Reagan og Mikhaíls Gorbatsjov í Reykjavík. REYKJAVÍKURBORG NEW YORK New York borg fær nýja tegund leigubíla á göturnar árið 2013. Þeir verða framleiddir hjá Nissan í Japan og eru heiðgulir að lit, eins og hinir þekktu leigubílar sem keyrt hafa um borgina í ára- tugi. Borgarstjóri New York, Michael Bloomberg, greindi frá tíðindun- um í vikunni. Borgin hefur gert samning við bílaframleiðandann til tíu ára, sem hljóðar upp á einn milljarð Bandaríkjadala, eða um 111 milljarða króna. Bílarnir verða búnir GPS-tækjum til að fyrirbyggja það að leigubílstjórar villist á götum stórborgarinnar. - sv 111 milljarða samningur: Nýir leigubílar í New York NÝ KYNSLÓÐ LEIGUBÍLA Nýju bílarnir eru frá Nissan. Í dag eru um 13.000 gulir leigubílar í New York. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Fékkst þú vaxtaniðurgreiðslu úr ríkissjóði um síðustu mánaða- mót? Já 49,8 Nei 50,2 SPURNING DAGSINS Í DAG Tókst vel til með byggingu tón- listarhússins Hörpunnar? Segðu þína skoðun á visir.is FRAKKLAND Franskir vínunnendur geta nú glaðst því að drykkurinn görótti absinth, eða malurtar- brennivín, hefur verið leyfður eftir að sölubann frá árinu 1915 var afnumið af franska þinginu. Ættu flöskurnar af drykknum grænleita að vera komnar í hillur verslana á næstu dögum. Í frétt BBC kemur fram að drykkurinn, sem er alræmdur fyrir grænan lit og görótt áhrif, hafi verið bannað- ur á sínum tíma sökum meinlegra áhrifa. Absinth hefur verið leyft í öðrum ríkjum ESB síðan 1988. - þj Sölubanni aflétt: Absinth leyft í Frakklandi á ný KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.