Fréttablaðið - 05.05.2011, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 05.05.2011, Blaðsíða 37
Fyrirtæki þeirra Kristjáns Sveinssonar og Arinbjarnar Snorrasonar, Flísaverk, hefur vaxið hratt frá því að það var stofnað fyrir um einu og hálfu ári, en í dag vinna átján manns hjá fyrirtækinu. Flísaverk sérhæfir sig í endur- gerð og uppsetningu baðherbergja frá a til ö, auk þess að sjá um alla alhliða uppsetningu og við- haldsvinnu við flísalagnir, múr- verk, pípulagnir, rafmagnsvinnu og smíðar svo eitthvað sé nefnt, ásamt því að aðstoða við hönnun og útfærslur. Hjá þeim getur fólk fengið alla þjónustu hvað þetta varðar. Það þarf því ekki að elt- ast við iðnaðarmennina, hvern á sínu sviði, út um allan bæ. Þeir hjá Flísaverk sjá um allt saman. „Þegar kreppan skall á fórum við að vinna meira og meira saman í smærri viðhaldsverk- um sem óx jafnt og þétt og fórum að taka að okkur sífellt fleiri og stærri verkefni. Áður en við viss- um af vorum við komnir með í kringum okkur teymi af alls konar fagmönnum og iðnaðarmönnum, hvort sem eru rafvirkjar, smiðir, pípulagningamenn, múrarar og þannig mætti lengi telja,“ segir Kristján. „Það er mikil hagræðing í því að taka höndum saman og vinna sameiginlega að margbreytileg- um verkum. Einnig höfum byggt upp náið samstarf við verslun- ar- og þjónustuaðila sem tengjast okkar starfsemi. Má þar nefna Tengi, Vídd, Íspan, Innréttinga- þjónustu Bjarnarins, hönnuði og arkitekta. Hafa viðskiptavinir okkar og verkkaupar notið góðs af þessu öllu saman, bæði hvað varð- ar ódýrari og öruggari þjónustu og svo hagkvæmari kaup á öllum tækjum og búnaði sem þarf til. Þegar við tökum að okkur verk- efni þá getum við séð um allt. Allt frá niðurrifi til fullnaðarfrágangs, ásamt því að útvega öll hreinlæt- istæki, flísar, gler, sturtuklefa, nýjar pípulagnir eða allt sem þarf til. Einnig erum við mikið í endur- nýjun skólplagna, allri almennri múrvinnu innanhúss sem utan, raflögnum, lýsingahönnun, palla- smíði og allri almennri smíða- vinnu. Við bjóðum föst tilboð í heildarpakkann. Viðskiptavinur- inn getur verið rólegur, við sjáum um þetta allt saman.“ Flísaverk leggur áherslu á að vinna hratt og örugglega með engu hléi milli verkþátta á hvaða sviði sem er. Fólk verður því fyrir litlu raski þegar framkvæmdir eiga sér stað. Menn eiga það til að mikla verkefnin fyrir sér í öllu því sem þarf að gera, en það kemur mönnum á óvart hversu aðgengi- legt þetta er fyrir samhentan hóp- inn sem starfar hjá Flísaverk að leysa verkefnin eins og ekkert sé. Enda vanir menn þar að störfum með breiða yfirsýn og þekkingu. „Þessi uppgangur hjá okkur hefur komið sumum á óvart og þá sérstaklega á þessum tímum, en á móti kemur að það hefur færst í vöxt að menn einblíni meira á við- hald og það sem þarf að endurnýja í húsnæði í stað þess að breyta um húsnæði eða standa í nýbygg- ingasmíði. Svo er það bara þann- ig að fólk á erfiðara með en áður að selja húsnæðið sitt og ákveð- ur frekar að endurnýja, breyta og gera upp. Á síðasta ári gerðum við upp meira en eitt hundrað baðher- bergi í húsum sem voru á ýmsum aldri og í misjöfnu ástandi. Einn- ig höfum við komið eldra fólki og hreyfihömluðum til hjálpar og gert aðstæður þeirra aðgengi- legri. Breytt því sem þarf að breyta, til að mynda baðherbergj- um, gert aðgengi fyrir hjólastóla. Oft er um að ræða fólk sem situr fast í húsnæði sínu og getur ekki selt og breytt í húsnæði sem hent- ar því. Höfum við getað hjálpað þessu fólki mikið,“ segir Kristján. Átakið „Allir vinna“ hefur komið hjólunum af stað og gert fólki auðveldara með að sinna viðhaldi á sínu húsnæði. Það skil- ar sér baka til kúnnans í beinni endurgreiðslu virðisaukaskatts og skattaívilnun,“ segir Kristján. FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2011 3baðherbergi ● Viðhald baðherbergja frá a til ö Arinbjörn Snorrason og Kristján Sveinsson, eigendur Flísaverks ehf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.