Fréttablaðið - 05.05.2011, Side 58
5. maí 2011 FIMMTUDAGUR46
folk@frettabladid.is
Simon Cowell, dómari í X-Factor
og tónlistarframleiðandi, er að
undirbúa nýja útgáfu af tónlistar-
þættinum Top of the Pops sem
verður sýnd víðs vegar um
heiminn. Þættirnir voru sýndir
vikulega hjá BBC í Bretlandi
í 42 ár, þar til þeir voru flaut-
aðir af árið 2006. „Það hentar
ekki fjárhagslega að sýna þætt-
ina bara í Bretlandi. Til að gera
þetta almennilega
þurfa þættirnir að
vera sýndir í fleiru
en einu landi,“ sagði
Cowell, sem lofar
nýju útgáfunni
eftir um það bil
eitt ár.
Top of the
Pops í loftið
SIMON COWELL
Tónlistar mógúllinn lofar
nýrri útgáfu af Top of
the Pops á næsta ári.
Tónlistarmaðurinn Svavar Knút-
ur og hljómsveitin Ég koma fram
á þriðju tónleikunum í tónleika-
röðinni Rafmagnslaust á Norður-
pólnum í kvöld. Einnig kemur
hljómsveitin Flugdrekafélag fram
í fyrsta skipti opinberlega.
Svavar Knútur hefur gefið út
tvær plötur á síðustu tveimur
árum og nú síðast leit Amma
dagsins ljós. Hljómsveitin Ég gaf
út sína þriðju plötu í fyrra sem
bar titilinn Lúxus upplifun. Báðir
flytjendur léku á hátíðinni Aldrei
fór ég suður um páskana. Tónleik-
arnir í kvöld hefjast stundvíslega
kl. 21 og verður húsið opnað kl. 20.
Ég og Svavar
án rafmagns
SVAVAR KNÚTUR Svavar og hljómsveitin
Ég verða rafmagnslaus á Norðurpólnum
í kvöld.
Vampírumyndin The Twilight
Saga: Eclipse hefur fengið átta
tilnefningar til MTV-kvikmynda-
verðlaunanna sem verða afhent
í Los Angeles 5. júní. Hún er til-
nefnd sem besta myndin auk
þess sem aðalleikararnir Robert
Pattinson og Kristen Stewart
fá einnig tilnefningar. Hasar-
myndin Inception með Leonardo
DiCaprio í aðalhlutverki fær sjö
tilnefningar, þar á meðal fyrir
bestu setninguna í mynd, sem er
nýr verðlaunaflokkur. Næstar á
eftir koma Harry Potter and the
Deathly Hallows: Part 1 með sex
tilnefningar og The Social Net-
work með fimm.
Twilight með
flest atkvæði
ÁTTA TILNEFNINGAR Vampírumyndin
The Twilight Saga: Eclipse hefur fengið
átta tilnefningar til MTV-verðlaunanna.
Fyrsti heimaleikur KR-inga í
Pepsi-deild karla verður í Frosta-
skjólinu á sunnudaginn og að
sjálfsögðu verður KR-útvarpið á
sínum stað eins og undanfarin tólf
ár. Hver reynsluboltinn á fætur
öðrum úr fjölmiðlageiranum verð-
ur á bak við hljóðnemann í sumar
og nægir þar að nefna Bjarna Fel,
Hallgrím Indriðason, Felix Bergs-
son, Frey Eyjólfsson, Hauk Holm
og Boga Ágústsson. Sá síðast-
nefndi var einmitt heiðraður sem
sjálfboðaliði ársins fyrir störf sín
í útvarpinu á uppskeruhátíð tipp-
klúbbs KR um síðustu helgi.
Bjarni mun sjá um að lýsa leikj-
unum í sumar á meðan hinir ann-
ast upphitun fyrir leiki og viðtöl
að þeim loknum. Stutt er síðan
nokkrir úr hópnum hittust á KR-
pöbbnum Rauða ljóninu og fóru
yfir sumarið og fór að sjálfsögðu
vel á með þeim.
Þrettánda árið hafið
Á RAUÐA LJÓNINU Haukur Holm, Bogi Ágústsson og Höskuldur Höskuldsson hituðu
upp fyrir sumarið á Rauða ljóninu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
4. ÁFENGISMEÐFERÐ LEIKARANS Jonathans Rhys Meyers, úr þáttunum Tudors, stendur yfir. Samkvæmt fjölmiðlum
vestanhafs er leikarinn þó ekki á því að neyslan sé vandamál.