Fréttablaðið - 05.05.2011, Side 10

Fréttablaðið - 05.05.2011, Side 10
5. maí 2011 FIMMTUDAGUR10 Björgun ehf. til sölu landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Hömlur ehf., dótturfélag Landsbankans hf., hefur falið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans að annast sölu á öllu hlutafé í Björgun ehf. Björgun rekur sanddæluskip og búnað til að stunda verktöku, einkum hafnardýpkanir, og er umfangsmikill efnissali til þeirra sem sinna mannvirkjagerð á Íslandi. Söluferlið hefst formlega með þessari auglýsingu og er opið öllum á fjárfestingargetu að upphæð 400 milljónir króna. Skilyrði fyrir þátttöku í söluferlinu er að fjárfestar fylli út upplýsinga- gögn ásamt frekari upplýsingum um söluferlið og félagið sem er til Tímafrestur til að skila inn óskuldbindandi tilboðum rennur út kl. 12:00, föstudaginn 3. júní 2011. Þeim fjárfestum sem skila inn hagstæðustu tilboðunum að mati seljanda verður boðin þátttaka í öðru stigi söluferlisins. Tímafrestur til að skila inn Um Björgun úr námum, bæði á hafsbotni með uppdælingu efnisins og á landi með athafnasvæði félagsins við Sævarhöfða í Reykjavík. Björgun hefur um árabil stundað verktöku af ýmsu tagi, svo sem hafnar- dýpkun, uppdælingu á efni til landfyllinga og uppdælingu á efni til frekari nýtingar á vegum annarra. Á síðari árum hefur Björgun staðið að landa- þróunarverkefnum, bæði á eigin vegum og í samvinnu við aðra. Verkefnin eiga það sammerkt að felast í uppbyggingu sjávarlóða á höfuðborgarsvæðinu. J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA N B I H F . ( L A N D S B A N K I N N ) , K T . 4 7 1 0 0 8 - 0 2 8 0 SAMFÉLAGSMÁL Mæður á Íslandi, í Noregi og Ástralíu eiga auðveldast með að sinna hlut- verki sínu. Erfiðast er að vera móðir í Afgan- istan. Eru þetta niðurstöður Barnaheilla – Save the Children, sem meta stöðu mæðra í heiminum samkvæmt svokallaðri „vísitölu mæðra“. Kemur þetta fram í tilkynningu frá Barnaheill á Íslandi. Vísitalan raðar löndum heims niður eftir því hvar er auðveldast og hvar er erfiðast að vera móðir og ber saman velferð mæðra og barna þeirra í 164 löndum. Í tíu neðstu sætunum eru, auk Afganistans, Mið-Afríkulýðveldið, Súdan, Malí, Erítrea, Alþýðulýðveldið Kongó, Tsjad, Jemen, Gínea-Bissá og Níger. Átta þessara tíu ríkja eru í Afríku sunnan Sahara. Átta af tíu ríkjum í efstu sætunum eru í Vestur-Evrópu. Í Afganistan eru tvö af hverjum fimm börn- um vannærð og eitt af hverjum fimm börnum deyr fyrir fimm ára aldur. Lífslíkur kvenna í Afganistan eru 45 ár og ganga þær að meðal- tali skemur en fimm ár í skóla. Í Noregi deyr eitt af hverjum 333 börnum fyrir fimm ára aldur, konur ganga að jafnaði átján ár í skóla og verða 83 ára gamlar. „Í ár munu að líkindum 230 þúsund afgönsk börn undir fimm ára aldri deyja, oftast nær úr sjúkdómum sem koma hefði mátt í veg fyrir,“ segir í tilkynningu frá Barnaheill. - sv Ný skýrsla frá Barnaheill – Save the Children um vísitölu mæðra í heiminum: Mæður á Íslandi hafa það einna best BÖRN Í AFGANISTAN Eitt af hverjum fimm börnum í Afganistan deyr fyrir fimm ára aldur. NORDICPHOTOS/AP Auglýsingasími FRÉTTASKÝRING Eru tíðar komur hvítabjarna til lands- ins undanfarin þrjú ár að einhverju leyti sérstakar í sögulegu tilliti? Undanfarin þrjú ár hafa fjórir hvítabirnir komið hingað til lands og allir verið skotnir. Í öll skipt- in hefur mikil umræða verið um það í samfélaginu hvort réttlæt- anlegt sé að drepa dýrin eða hvort ástæða sé til að reyna að fanga þá lifandi og sleppa þeim í sínu náttúru- lega umhverfi á Grænlandi. Eins er mikið rætt um að komur dýranna séu að einhverju leyti sérstakar og þá oft vísað til breytinga í nátt- úrunni vegna hlýnandi veðurfars. En er það svo? Ævar Petersen, dýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, hefur safnað upplýsingum um komur hvítabjarna til landsins um árabil. Hann segir það rangt að á þremur árum hafi komið fleiri birnir en næstu sjö áratugina á undan, eins og haldið hefur verið fram opin- berlega. „Á síðastliðnum árum hafa komið fjórir birnir en í sjö- tíu árin þar á undan er vitað um alls þrjátíu dýr. Þar af voru fjór- tán á sjó úti, aðallega á hafís, en sextán fundust uppi í landi. Þó er það rétt að meðaltalið yfir síðustu sjötíu árin er björn annað hvert ár, en árlega síðustu fjögur ár. En slíkur samanburður er varla raunhæfur,“ segir Ævar. Spurður hvort finna megi dæmi um tíðar hvítabjarnakomur áður í sögunni; tímabil sem sérstak- lega skera sig úr segir Ævar að svo sé vissulega. „Árið 1918, og frostaveturinn mikli, var mjög sérstakt enda hafís landfastur lengi en þá komu þrjátíu hvíta- birnir. Sama má segja um tíma- bilið 1879 til 1882 en þá komu alls rétt yfir hundrað birnir, þar af sáust tólf saman. Árin 1274-75 komu um fimmtíu dýr; 1615 komu ellefu; 1621 komu 25; 1705 tíu dýr og 1745 komu þrjátíu svo eitthvað sé nefnt.“ Ævar vill eindregið nota orðið hvítabjörn yfir dýrin, ekki ísbjörn sem er þýðing úr dönsku. „Hvítabjörn er þekkt í íslensku að minnsta kosti frá 12. öld en ísbjörn kom fyrst fram í rituðu máli snemma á 19. öld og var í raun lítið sem ekkert notað fyrr en á 20. öld. Orðið bjarndýr var mikið notað á 19. öld um hvíta- birni en það er núna yfirleitt haft sem almennt heiti yfir birni – hvíta, brúna og svarta,“ segir Ævar, sem hefur fundið heimild- ir um 600 hvítabirni á Íslandi í um 300 tilvikum og stöðugt bætast við upplýsingar. Hann segir ljóst að víða leynist upplýsingar í dag- bókum, ævisögum, héraðslýsing- um auk annarra heimilda. Því er ástæða fyrir áhugafólk um náttúruna og komur dýranna til að deila upplýsingum með Ævari svo fyllri mynd náist af þessum hluta íslenskrar náttúru- sögu. svavar@frettabladid.is Sagan geymir 600 hvítabirni Tíðar komur hvítabjarna eru vel þekktar í sögunni. Tugir dýra hafa komið á stuttum tíma. Jafnframt er gott að hafa í huga að orðið ísbjörn er þýðing úr dönsku. Hvítabjörn finnst í handritum á 12. öld. ÆVAR PETERSEN HÆLAVÍKURBANGSINN Fjórða dýrið sem vitað er um að hafi gengið hér á land á síðustu þremur árum. MYND/LHG HUNDUR Í HÁSKA Hann er ekki öfundsverður, þessi hundur sem er tjóðraður meðan örninn fær að æfa sig gestum til skemmtunar á veiðihátíð í Kirgisistan. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.