Fréttablaðið - 05.05.2011, Síða 24
24 5. maí 2011 FIMMTUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
F
jórum sinnum á þremur árum um það bil hefur hvíta-
björn gengið á land á norðanverðu Íslandi. Þökk sé netinu
hefur þjóðin fylgst grannt með gangi mála frá því dýrið
sést fyrst og þar til það er fellt. Þetta eru ekki fyrstu
hvítabirnirnir sem hér ganga á land en hvort tveggja er
að komur bjarnanna hafa verið heldur þéttari en við höfum átt
að venjast og að netið hefur gert atburðina lifandi og spennandi.
Í framhaldi af því að dýrin hafa verið felld hefur síðan orðið
til ísbjarnarblús mikill um það
hvort nauðsyn hafi borið til að
fella dýrin, meðal annars með
þeim rökum að hvítabirnir séu
friðaðir á Íslandi, þeir séu í
útrýmingarhættu, landgöngur
bjarnanna hafa verið bornar
saman við Svalbarða og svo
hafa gjarnan fylgt dylgjur um
umhverfisráðherra hverju sinni.
Hvítabjörn sem kominn er út af hafíssvæðinu þar sem heim-
kynni hans eru hefur litla möguleika á að veiða sér til matar.
Hingað kominn hvítabjörn er því undantekningarlaust glorsoltinn
og þar af leiðandi bráðhættulegur. Þótt hvítabirnir séu hér frið-
aðir samkvæmt lögum má fella hvítabirni á landi ef mönnum eða
búfénaði er talin stafa af þeim hætta.
Fyrir liggur að sú aðgerð að bjarga hvítabirni lifandi og koma
honum til síns heima er afar kostnaðarsöm, auk þess sem alls óvíst
er um lífslíkur dýrs sem af einhverjum ástæðum hefur hrakist
frá heimkynnum sínum, jafnvel þótt það virðist þokkalega sprækt
þegar það er fangað. Auk þess yrði svæfing og flutningur dýrsins
seint til að bæta hæfileika þess til að lifa af.
Enn verri hugmynd er þó að fanga dýr sem hingað hefur villst
og koma fyrir í dýragarði, eða Húsdýragarðinum. Dýragarður í
loftslagi sem er mun hlýrra en náttúrulegt loftslag hvítabjarna
hlýtur alltaf að vera versti hugsanlegi kosturinn fyrir hvítabjörn
frá dýraverndunarsjónarmiði. Þá skiptir engu hvort menn halda
slík dýr í Berlín eða Kaupmannahöfn. Slíkt böl er ekki hægt að
bæta með því að benda á annað verra.
Þótt stofn hvítabjarna sé talinn viðkvæmur eru árlega felld
mörg hundruð dýr og meira að segja eru leyfðar sportveiðar á
nokkrum tugum hvítabjarna í Kanada ár hvert. Samanburður
við Svalbarða getur ekki verið marktækur vegna þess að þar eru
birnirnir í náttúru legu umhverfi sínu, sem vitanlega kallar á allt
annars konar umgengni við dýrin en hér, þar sem þeir eru komnir
víðáttulangt frá náttúrulegum heimkynnum sínum.
Niðurstaðan er því að það er nauðsynlegt að skjóta þá; af því að
þeir eru líklegir til að verða hættulegir mönnum ef þeir komast
í tæri við þá og af því að líkurnar til þess að þeir geti átt gott líf
heimkomnir eru einfaldlega of litlar til þess að réttmætt geti talist
að kosta miklu til að fanga þá lifandi og flytja til heimkynna sinna.
Það er enda niðurstaða starfshóps sem umhverfisráðherra skipaði
um mitt ár 2008 eftir að tveir birnir höfðu með stuttu millibili
gengið hér á land.
Næst þegar hingað kemur vesalings villtur hvítabjörn verður
vonandi óumdeilt að dýrið verði fellt eins skjótt og kostur er án
þess að samfélagið rjúki í framhaldinu upp til handa og fóta. Annað
er bara ekkert vit.
HALLDÓRSKOÐUN
Steinunn
Stefánsdóttir
steinunn@frettabladid.is
Loksins, loksins
Prófessor Eiríkur Tómasson verður
loksins hæstaréttardómari í haust
eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir.
Þar mun hann hitta fyrir gamlan vin
sinn, Jón Steinar Gunnlaugsson. Það
er hressandi. Fáir lögfræðingar hafa
nefnilega tekist jafnharkalega á
opinberlega síðustu ár og þeir.
Eiríkur varð fyrst fúll – ekki
þó út í Jón Steinar – þegar
gengið var framhjá honum við
skipan hæstaréttar dómara
árið 2004 þótt hann hefði
verið metinn hæfari en sá
útvaldi, sem var einmitt
Jón Steinar Gunnlaugsson.
Rakalaust
Árið 2008 varð svo fjandinn laus.
Eiríkur skrifaði grein sem í stuttu
máli gekk út á að Jón Steinar væri
ómögulegur dómari – að minnsta
kosti þegar kæmi að kynferðisbrotum.
Jón Steinar felldi dóma án þess að
styðjast við lögfræðileg rök og horfði
vísvitandi framhjá lagaákvæðum.
Óvitaskapur
Jón Steinar svaraði Eiríki, sem
var óvenjulegt af
hæstaréttardóm-
ara, og var harð-
orður: „Eiríkur
Tómasson á við
mig eitthvert
óskilgreint persónulegt erindi,“ sagði
hann við Morgunblaðið. „Í annað
skiptið fórnar hann trúverðugleika
sínum sem prófessor í lögfræði til að
veitast að mér og hæfni minni sem
dómara …“ bætti hann við. Framferði
Eiríks væri undarlegt og án fordæma
og umfjöllunin byggðist á útúr-
snúningum og lögfræðilegum
óvitaskap.
Nú bíður þessara mætu
manna það verkefni að ræða í
þaula örlög fjölda
fólks og komast
að niðurstöðu –
helst sameiginlegri.
Gangi þeim vel.
stigur@frettabladid.is
Í dag er Alþjóðlegur dagur ljósmæðra. Af því tilefni hafa Barnaheill – Save the
Children, Alþjóðasamband ljósmæðra og
White Ribbon Alliance tekið sig saman um
að skora á þjóðir heims að setja í forgang að
tryggja aðgengi að ljósmæðrum og öðrum
heilbrigðisstarfsmönnum í þeim löndum
þar sem dánartíðni mæðra og barna er hvað
hæst. Með því væri t.a.m. Ísland að standa
með virkum hætti við skuldbindingu sína
við stefnu aðalframkvæmdastjóra Samein-
uðu þjóðanna, „Hver kona, hvert barn“ (e.
Every Woman Every Child), sem ætlað er að
tryggja að þau þúsaldarmarkmið er lúta að
heilsu náist fyrir árið 2015.
Engin móðir, hvar svo sem hún býr, ætti
að þurfa að hætta lífi sínu eða lífi ófædds
barns síns, með því að fara í gegnum fæð-
ingu án faglegrar aðstoðar. Engu að síður
fæða um 48 milljónir kvenna börn sín árlega
án stuðnings frá manneskju með þekkingu á
fæðingarhjálp. Afleiðingar þessa eru skelfi-
legar. Ríflega 340 þúsund konur deyja ár
hvert og milljónir til viðbótar þjást af sýk-
ingum og verða fyrir örorku vegna erfið-
leika í fæðingu sem hefði mátt koma í veg
fyrir. Ríflega 800 þúsund börn deyja í fæð-
ingu og yfir 3 milljónir barna deyja fyrir
eins mánaðar aldur.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (e. WHO)
telur að fram til ársins 2015 vanti 3,5 millj-
ónir heilbrigðisstarfsmanna, þ.m.t. ljós-
mæður, svo hvert mannsbarn hafi aðgang
að heilbrigðisþjónustu. Ljósmæður og aðrir
heilbrigðisstarfsmenn eru grunnurinn í allri
heilsugæslu. Ef þeirra nyti ekki við, myndu
milljónir mæðra og barna ekki geta reitt sig
á neinn til að greina og meðhöndla sjúk-
dóma, veita meðferðir, aðstoða við fæðingar,
bólusetningar og gefa ráð um hvernig hægt
er að viðhalda heilbrigði og koma í veg fyrir
sýkingar.
Ríkar þjóðir og fátækar verða að
vinna saman að því að tryggja að nægir
heilbrigðis starfsmenn séu í heiminum fyrir
alla íbúa hans. Mörg þróunarríkja hafa
skuldbundið sig til að efla heilbrigðis stéttir
sínar, til samræmis við stefnu SÞ, „Hver
kona, hvert barn“. Lönd á borð við Ísland
verða einnig að gera sitt til að þróa og koma
á sjálfbærri og árangursríkri áætlun um
fjölgun heilbrigðisstarfsmanna svo bæta
megi heilsu mæðra, nýbura og barna hvar-
vetna í heiminum.
Þó dánartíðni barna hér á landi sé með
því allra lægsta sem gerist, getum við ekki
sætt okkur við að á fjögurra sekúndna fresti
deyi barn í heiminum, oftast af orsökum
sem koma hefði mátt í veg fyrir með ein-
földu eftirliti heilbrigðisstarfsmanns.
1-2-3-4: Barn deyr
Heilbrigðis-
mál
Petrína
Ásgeirsdóttir
framkvæmdastjóri
Barnaheilla - Save
the Children á
Íslandi
TVEGGJA TÍMA
HLÁTURSKAST... MEÐ HLÉI
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
„Mjög vel heppnaður farsi, hraður
og ótrúlega fyndinn“ – IÞ, Mbl
Hvítabirnir sem koma til Íslands eiga sér litla
lífsvon jafnvel þótt þeir séu ekki felldir hér.
Ísbjarnarblús