Fréttablaðið - 05.05.2011, Side 26

Fréttablaðið - 05.05.2011, Side 26
26 5. maí 2011 FIMMTUDAGUR Tryggvi Þór Herbertsson, alþingismaður, skrifaði ný- verið grein í Fréttablaðið um „sorgarsögu almenninga“. Grein- in er í flesta staði góð. Þó er eitt atriði sem ég vil gera verulegar athugasemdir við. Í greininni segir Tryggvi: „Sá auðlindaarður sem nú er í fiskveiðum við Íslands skiptist milli útgerða, sjómanna (vegna hlutaskiptakerfisins) og ríkisins í nokkuð jöfnum hlutum.“ Þetta fær ekki staðist. Eða réttara sagt, ekkert – hvorki kenningar né gögn – styður þá staðhæfingu þing- manns að hlutaskipta kerfið leiði til þess að hluti auðlinda arðsins renni til sjómanna. Kjarasamningar sjómanna fela í sér að laun sjómanna sveiflast með aflaverðmæti. Það þýðir að sjómenn eru að taka á sig hluta af áhættunni sem fylgir slíkum sveiflum. En það þýðir EKKI að laun sjómanna séu hærri að meðal- tali en þau væru ef kjarasamning- ar þeirra væru annars eðlis. (Eitt mikilvægt tæki sem útgerðarmenn nota til þess að halda niðri laun- um þegar aflaverð er hátt er sala á afla til tengdra aðila á undirverði.) Tryggvi telur að auðlinda- arðurinn sé á bilinu 40 til 55 ma.kr. Ef staðhæfing hans um að u.þ.b. þriðjungur arðsins renni til sjó- manna er rétt, jafngildir það því að laun sjómanna séu um 15 ma.kr hærri en þau væru „á almennum markaði.“ Ef þetta væri rétt væri að staðaldri gríðarleg umframeft- irspurn eftir plássum á togurum. Raunin er að það er, ef eitthvað er, skortur á til dæmis vélstjórum. Laun sjómanna eru tiltölu- lega há. En störf þeirra eru erfið, hættuleg og kalla á langdvalir frá fjölskyldu. Fyrir slíkt þarf að borga vel. Það breytist ekki þótt veiðigjald verði hækkað. Vita- skuld er umframeftirspurn eftir „góðum plássum“. En það á við í öllum geirum. Ef staðhæfing Tryggva væri rétt myndi hún þýða að verulegar breytingar á fiskveiðistjórnunar- kerfinu myndu lækka laun sjó- manna. Þetta eru ein af falsrök- unum sem LÍÚ hefur staglast á í mörg ár til þess að hræða sjó- menn og grafa undan stuðningi við breytingar í sjávarútvegi á lands- byggðinni. Góður mælikvarði á auðlinda- arðinn er verg hlutdeild fjármagns (e. EBITDA) að frádreginni 8% árgreiðslu. Þessi stærð hefur ein- mitt verið um 45 ma.kr síðustu ár. Ef veiðigjald er miðað við þessa stærð mun það ekki hafa nein bein áhrif á laun sjómanna þar sem laun hafa þá þegar verið dregin frá upphæðinni sem veiði gjaldið leggst á. (Þetta er frábrugðið núverandi veiðigjald sem leggst á aflaverðmæti.) Líklegustu áhrif breytinga væru hækkun á launum sjómanna til skemmri tíma (þar sem allur afli myndi fara á mark- að) og engin áhrif til lengri tíma. Það er rangt hjá Tryggva að sjó- menn njóti auðlindaarðsins. Í dag rennur allur þorri auðlindaarðsins óskiptur til útgerðarmanna. Sjó- menn fá líkast til ekkert. Greiðslur útgerðarinnar til ríkissjóðs næga varla fyrir þeim kostnaði sem ríkið ber við að halda úti kvóta- kerfinu. Þetta ástand eru LÍÚ- menn skiljanlega tilbúnir að verja með kjafti og klóm. Þeir víla það til dæmis ekki fyrir sér að halda kjarasamningum allra launa- manna í gíslingu. Næstu mánuði verður hart barist um sjávarútvegsmál. LÍÚ mun beita alls kyns hræðsluáróðri sem á ekki við rök að styðjast. Það verður sagt að laun sjómanna lækki, að fyrirtæki leggi upp laupana í hrönnum, að bankarnir hrynji, að sjávarbyggðir leggist í eyði, og svo framvegis. Ekki láta glepjast. Í raun geta breytingar – ef þær eru rétt út færðar – aukið hagkvæmni og bætt rekstrar- umhverfi í sjávarútvegi jafnframt því að auka tekjur ríkisins sem þá getur bætt þjónustu og lækkað skatta. Það verður sagt að laun sjómanna lækki, að fyrirtæki leggi upp laupana í hrönnum, að bankarnir hrynji, að sjávar- byggðir leggist í eyði og svo framvegis. Ekki láta glepjast. Við verðum á Eiðistorgi í gömlu Blómastofunni aðeins þessa helgi og af því til efni munum við einnig bjóða upp á fatnað, sæn gurföt og fleira tengdum Múmínálfum, Línu Lang sokk, Mínu Mús og fleiri merkjum. Komdu, skoðaðu og mátaðu ok kar dásamlegu skó ,sokka, sun dföt og allt hitt. Fylgist með störfum Stjórnlagaráðs og hafið áhrif á endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins. Bein útsending frá sameiginlegum fundi ráðsins er á hverjum fimmtudegi kl. 13 á vefsíðu ráðsins: www.stjornlagarad.is. Fundirnir eru opnir almenningi. Öll gögn ráðsins má finna á vefsíðunni. Stjórnarskrá lýðveldisins varðar okkur öll Stjórnlagaráð, Ofanleiti 2, 103 Reykjavík - sími: 422-4400 - netfang: skrifstofa@stjornlagarad.is - vefslóð: www.stjornlagarad.is Vefslóð Stjórnlagaráðs: www.stjornlagarad.is Þegar fjallað er um byggðarösk-un á Íslandi benda margir á kvótakerfið sem sökudólg. Það er mikil einföldun. Kvótaflutningar eiga sér yfirleitt stað í tengslum við hagræðingu af einhverjum toga, sem oft er forsenda þess að útgerðarfyrirtækin geti greitt hærri laun. Þessar færslur hafa því stutt við byggð á allmörgum stöðum um landið, þó það sé alls ekki sjálfgefið að fólksfjöldi vaxi í kjölfar bættrar kvótastöðu. Fólks- fækkun hefur jafnvel átt sér stað á sumum stöðum sem bætt hafa við sig kvóta, t.d. í Neskaupstað. Kvóta- og fólksflutningar á milli sveitarfélaga eru því aðeins einn þáttur í ferli sem á sér mun dýpri rætur. Ekki er því hægt því að tengja þessa tvö atriði saman með jafn afgerandi hætti og margir gera. Til að skilja þessar breyting- ar þarf að skoða þær í sögulegu samhengi. Rót vandans í mörgum smærri sveitarfélögum liggur í frystihúsa- og skuttogaravæðingu byggðanna sem ráðist var í á sjö- unda og áttunda áratug síðustu aldar. Þessi fjárfesting leiddi til mikillar aflaaukningar og örrar fólksfjölgunar á smærri stöðum, sem nú er að nokkru að ganga til baka. Afkastageta fiskvinnslunnar vítt og breitt um landið hefur lengi verið mun meiri en þörf er á og því er viðbúið að staðir á landsbyggð- inni takist á um hráefni og kvóta. Ef sóknarmark yrði tekið upp í fiskveiðum við Ísland yrðu áhrif- in eftir landshlutum mjög mis- munandi. Þeir útgerðarstaðir sem næstir eru miðunum gætu hagnast á kostnað þeirra staða sem fjær eru. Þetta stafar af því að við sókn- armark verða veiðarnar að keppni á milli einstakra skipa og byggðar- laga. Þeir sem eiga styst til hafnar frá miðunum hafa því möguleika til þess að veiða mest. Veiðiþol fiskistofnanna er takmarkað og ef þeir sem eru nær veiða meira hlýtur minna að koma í hlut þeirra sem fjær eru þar sem heildarafli er takmarkaður. Frjálsar veiðar myndu því leiða til byggðarösk- unar innan landsbyggðarinnar, styrkja sumar byggðir en veikja aðrar. Frjálsar fiskveiðar gætu hins vegar aldrei leitt til byggða- stefnu sem landið í heild gæti sætt sig við auk þess sem aflaverðmæti myndi hrapa þar sem veiða þyrfti í lotum eins og gert var fyrir daga kvótakerfisins. Við frjálsar veiðar gildir: fyrstur kemur fyrstur fær. Sóknartakmarkanir hafa, þar sem þær hafa verið reyndar, leitt til offjárfestingar, slæmrar nýtingar framleiðslufjármuna og lélegrar afkomu. Jafnvel þótt útgerðarstaðir sem fjærst eru miðunum myndu sætta sig við að hætta útgerð myndi sóknar markið ekki vera nein byggðablessun þegar til lengri tíma er litið. Byggðaröskun á Íslandi hefur þó sennilega orðið mest vegna tækni- framfara í veiðum og vinnslu. Til að átta sig betur á þessari staðhæfingu er einfaldast að skoða myndirnar þrjár sem fylgja grein- inni sem spanna 50 ár í sögu upp- sjávarveiða – þær segja meira en þúsund orð. Á efstu myndinni má sjá um 50 báta liggja við bryggju í Nes- kaupstað árið 1961. Þessir bátar báru um 2.500 tonn af síld og til að veiða hana þurfti um 350 sjó- menn. Á annarri myndinni má sjá sex skip bíða löndunar á Siglufirði árið 1980. Skipin báru um 2.500 tonn af loðnu og þurfti um 100 sjó- menn til að veiða þann afla. Neðsta myndin sýnir síðan fjölveiðiskip- ið Beiti frá Neskaupstað sem ber svipaðan afla af loðnu eða síld en er með um 10 menn í áhöfn. Þetta eru tækniframfarir í hnotskurn. Á 50 árum þarf 340 færri sjómenn til að veiða 2.500 tonn af síld. Tækni- framfarir hafa síst orðið minni í vinnslu. Augljóst er hvaða áhrif þetta hefur haft á byggðaþróun í landinu. Næst mun ég, í fimmtu og síð- ustu grein minni um íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið, draga saman niðurstöður af umfjöllun síðustu daga. Tækniframfarir í hnotskurn Fiskveiðistjórn – grein IV Tryggvi Þór Herbertsson prófessor í hagfræði og alþingismaður Njóta sjómenn auðlindaarðsins? Fiskveiðistjórn Jón Steinsson Milton Friedman fræðimaður við Chicago-háskóla Frjálsar fiskveiðar gætu hins vegar aldrei leitt til byggða- stefnu sem landið í heild gæti sætt sig við. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRA AF LANDSBYGGÐINNI Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.