Fréttablaðið - 05.05.2011, Qupperneq 46
5. maí 2011 FIMMTUDAGUR34
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
krossgáta
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Gula vegagerðin
LÁRÉTT
2. skraf, 6. tveir eins, 8. nögl, 9. gras,
11. skóli, 12. þróunarstig skordýra, 14.
hljóðfæri, 16. borðaði, 17. fljótfærni,
18. umrót, 20. tveir eins, 21. stein-
tegund.
LÓÐRÉTT
1. gáski, 3. í röð, 4. dagatal, 5. kvk.
nafn, 7. reipdráttur, 10. leyfi, 13. spor,
15. árna, 16. árkvíslir, 19. átt.
LAUSN
Farðu með þessa skítugu
skó af hreina gólfinu mínu!
Hey, vina, við
verðum að
gera eitthvað
í kvöld!
Algjör-
lega!
Ég er klár í flottan mat með
góðu víni og kertaljósi! Lionel
Richie ómar um allt á meðan
við rífum af okkur fötin og
njótum eftirréttarins á bjarnar-
skinni fyrir framan arineld.
En, hey,
nóg um mig,
hvað ætlar þú
að gera?
Þú ert
ennþá
með þetta!
Er í góðri
æfingu.
Ég trúi því ekki að
þú sért öfundsjúkur
út í kennarann hans
Hannesar!
Ég er
það
ekk-
ert!
Öfunda ég hann af þeim tíma
sem hann eyðir með syni
mínum? Já!
Vildi ég óska þess að ég hefði
meiri tíma? Auðvitað!
Hef ég gert stórmál
úr þessu? Nei!
Þú ert
þá þroskaðri
en ég hélt.
Mun ég gnísta
tönnum í alla nótt
yfir því að hann
sé að kenna syni
mínum knatt-
spyrnu? Alveg
pottþétt!
LÁRÉTT: 2. hjal, 6. rr, 8. kló, 9. sef, 11.
ma, 12. lirfa, 14. píanó, 16. át, 17. ras,
18. los, 20. kk, 21. agat.
LÓÐRÉTT: 1. ærsl, 3. jk, 4. almanak,
5. lóa, 7. reiptog, 10. frí, 13. far, 15.
óska, 16. ála, 19. sa.
Indverskur matur, nepalskur, arabískur, víetnamskur, mexíkóskur, tælenskur,
kínverskur, ítalskur, pólskur, íranskur –
þökk sé öllu því frábæra fólki sem flutt
hefur til Íslands er hægt að gæða sér hér
á frábærum mat hvaðanæva að.
ÞÖKK sé þeim fjölmörgum útlendingum
sem sest hafa að á Íslandi er enn fremur
mögulegt að smella sér inn í verslanir
sem selja sérhæfða matvöru frá Filipps-
eyjum og Tyrklandi, Póllandi og Víetnam,
nefndu það. Og má bjóða ykkur kaffi frá
Haítí eða kökur frá Sýrlandi? Ekki mis-
skilja mig, ýsan og soðnu kartöflurnar
eru fín, kjötsúpan og lambalærið – það
er bara alveg ágætt að borða eitthvað
annað og bragðmeira inni á milli.
ÞÖKK sé hinum ýmsu útlendingum
sem auðgað hafa landið geta Íslend-
ingar núna lært argentínskan tangó
og magadans, farið í kínverskt
nudd, prófað brasilískt samba,
Bollywood-dansa og nálgast hand-
verk beint frá Keníu. Það getur
hlustað á lifandi tónlist frá öllum
heimshornum, sótt ótal erlenda
menningarviðburði, lært jap-
önsku og stúderað arabíska
skrift. Hressandi? Mjög svo.
AUK þess getur verið bæði gagn-
legt og áhugavert að sjá Ísland með
augum útlendinga. Erlend mágkona mín
sem flutti hingað til lands í hittifyrra
hefur til dæmis veitt sjálfri mér afar
skemmtilega sýn á landið. Það er raunar
sérstaklega gaman að hafa hana hér. Af
hverju er fólk í stuttbuxum, það er ískalt
úti?! Hvað eruð þið að fara að kjósa um í
þetta sinn … ? Ertu ekki að grínast með
flugeldabrjálæðið á áramótunum, hvað
er í gangi?! Hvaða fólk er þetta sem bíður
í biðröðum eftir nýjum vörum og hefur
efni á allri þessari neyslu – er ekki graf-
alvarlegt efnahagsástand hérna? Ha, þarf
að fara heim af sjúkrahúsinu í Reykjavík
nokkrum klukkutímum eftir fæðingu?
Af hverju eru margir Íslendingar svona
fáskiptir gagnvart þeim sem þeir þekkja
ekki? Af hverju heilsast menn varla
þegar þeir sækja börnin sín í leikskólann
– þeir koma allavega þangað á hverjum
degi?!
ÞAÐ er líka áhugavert að sjá Ísland með
augum þeirra sem þekkja líf á átaka-
svæði af eigin raun, til dæmis flótta-
manna og hælisleitenda. Þeirra sem flúið
hafa skotárásir, sprengjutilræði, ofsókn-
ir og upplausn. Þetta er ólíkt fólk með
gjörólíkar sögur en mikla reynslu. Og
þetta er reynsla sem sett getur hlutina í
samhengi og dregið fram það sem skiptir
máli. Hér á landi er kannski efnahags-
kreppa en þar er líka ótal margt sem við
getum verið þakklát fyrir.
Þessir útlendingar
BAKÞANKAR
Sigríðar
Víðis
Jónsdóttur
VEIÐIMÁLASTOFNUN
Veiðinýting • Lífríki í ám og vötnum • Rannsóknir • Ráðgjöf
Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði
á 120 stöðum um land allt.
Nánari upplýsingar á
visir.is/dreifing