Fréttablaðið - 05.05.2011, Qupperneq 52
5. maí 2011 FIMMTUDAGUR40
Íslenski hesturinn verður
í öndvegi á sýningunni Jór
sem verður opnuð á Kjar-
valsstöðum á laugardag. Á
sýningunni kemur umdeilt
málverk Hallgríms Helga-
sonar fyrir sjónir almenn-
ings í fyrsta sinn, en það
var keypt ómálað á rúmar
tuttugu milljónir króna á
uppboði 2006.
Íslenski hesturinn eins og hann
hefur birst helstu listamönnum
þjóðarinnar síðastliðna öld er rauði
þráðurinn í sýningunni Jór sem
verður opnuð á Kjarvalsstöðum á
laugardag. Rúmlega sextíu verk,
aðallega málverk, eftir um fimm-
tíu myndlistarmenn verða til sýnis.
Aðalsteinn Ingólfsson er sýning-
arstjóri Jós en hann segir að hug-
myndin hafi upphaflega komið frá
Hafþóri Yngvasyni, forstöðumanni
Listasafns Reykjavíkur.
„Það er mikið hestaár fram-
undan,“ segir Aðalsteinn. „Í fyrra
þurfti að fella niður Landsmót
hestamanna vegna hestapestar en
það er búist við mjög veglegu móti
í ár og fjölda gesta, bæði innlendra
og erlendra. Því kviknaði sú hug-
mynd að setja upp sýningu sem
höfðar til þessa hóps.“ Við opnun-
ina mun úrvalshópur ungmenna í
hestamennsku koma ríðandi í hlað
Kjarvalsstaða og standa heiðurs-
vörð þegar opnunar gesti ber að
garði.
Að sögn Aðalsteins fer ekki
mikið fyrir hestinum í íslenskri
myndlist en engu að síður er hann
sínálægur.
„Í tilefni af sýningunni gefum
við út mynd-
skreytta bók í
samstarfi við
Opnu. Þar er
myndefni sem
nær langt aftur
í aldir, til dæmis
úr handritum.
Sjálf sýningin
spannar hins
vegar rúmlega
síðastliðna öld,
elsta verkið er
olíumálverk eftir Þórarin B. Þor-
láksson frá 1900.“
Aðalsteinn segir það hafa verið
tiltölulega einfalt að hafa uppi á
verkum sem eiga heima á sýning-
unni.
„Ef maður er skipulagður og veit
hvar á leita er þetta ekki svo mikið
mál. Málarar eins og Jón Stefáns-
son hafa verið mikilvirkir við að
mála hesta og í seinni tíð hafa verk
Baltasars Sampers tengst hestin-
um sterkum böndum. En svo eru
auðvitað önnur verk sem við hefð-
um viljað hafa með en komumst
því miður ekki yfir, eins og geng-
ur.“
Sum verkin á sýningunni hafa
ekki verið sýnd áður, þeirra þekkt-
ast er án efa verk Hallgríms Helga-
sonar Guð á Sæbrautinni frá 2006.
Á fjáröflunarkvöldverði UNICEF
árið 2005 kepptust nokkrir auð-
menn við að bjóða í verkið áður en
það hafði verið málað. Á endanum
var það slegið á rúmlega tuttugu
milljónir króna, óséð. „Sagan á
bakvið þetta verk er mjög sérkenni-
leg en sem betur fer var eigandinn
reiðubúinn til að lána okkur mynd-
ina og sýna hana í fyrsta sinn.“ Eig-
andinn vill gæta nafnleyndar.
Sýningin verður opnuð á Kjar-
valsstöðum klukkan á 16 á laugar-
dag og stendur til 21. ágúst.
bergsteinn@frettabladid.is
KJARVALSSTAÐIR
SLÁ Í KLÁRINN
GUÐ Á SÆBRAUTINNI Kerruhestar draga drottin almáttugan eftir Sæbrautinni. Slegist var um málverk Hallgríms Helgasonar á
uppboði UNICEF 2005 og var það að lokum slegið á rúmar tuttugu milljónir króna – áður en það hafði verið málað.
KRISTÍN GUNNLAUGSDÓTTIR: Kaldbakur, 2001 JÓHANN BRIEM: Reiðmenn í grænni brekku, 1962.
LOUISA MATTHÍASDÓTTIR: Svartur hestur, 1972.
ÞORVALDUR SKÚLASON: Stóðhestar, 1941.
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON: Ljóð:
hestur lestur, 1972.
AÐALSTEINN
INGÓLFSSON
Fimmtudaginn
5. maí kl. 20.00
Bækur og garðverkin í
Norræna húsinuHildur Hákonardóttir, Auður Ottesen og Björn Gunnlaugsson
Aðgangur ókeypis og allir
velkomnir.
NORRÆNA
HÚSIÐ KYNNIR:
HÖFUNDA-
KVÖLD #3
en ri ö undar eru gilegar erur