Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.05.2011, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 05.05.2011, Qupperneq 52
5. maí 2011 FIMMTUDAGUR40 Íslenski hesturinn verður í öndvegi á sýningunni Jór sem verður opnuð á Kjar- valsstöðum á laugardag. Á sýningunni kemur umdeilt málverk Hallgríms Helga- sonar fyrir sjónir almenn- ings í fyrsta sinn, en það var keypt ómálað á rúmar tuttugu milljónir króna á uppboði 2006. Íslenski hesturinn eins og hann hefur birst helstu listamönnum þjóðarinnar síðastliðna öld er rauði þráðurinn í sýningunni Jór sem verður opnuð á Kjarvalsstöðum á laugardag. Rúmlega sextíu verk, aðallega málverk, eftir um fimm- tíu myndlistarmenn verða til sýnis. Aðalsteinn Ingólfsson er sýning- arstjóri Jós en hann segir að hug- myndin hafi upphaflega komið frá Hafþóri Yngvasyni, forstöðumanni Listasafns Reykjavíkur. „Það er mikið hestaár fram- undan,“ segir Aðalsteinn. „Í fyrra þurfti að fella niður Landsmót hestamanna vegna hestapestar en það er búist við mjög veglegu móti í ár og fjölda gesta, bæði innlendra og erlendra. Því kviknaði sú hug- mynd að setja upp sýningu sem höfðar til þessa hóps.“ Við opnun- ina mun úrvalshópur ungmenna í hestamennsku koma ríðandi í hlað Kjarvalsstaða og standa heiðurs- vörð þegar opnunar gesti ber að garði. Að sögn Aðalsteins fer ekki mikið fyrir hestinum í íslenskri myndlist en engu að síður er hann sínálægur. „Í tilefni af sýningunni gefum við út mynd- skreytta bók í samstarfi við Opnu. Þar er myndefni sem nær langt aftur í aldir, til dæmis úr handritum. Sjálf sýningin spannar hins vegar rúmlega síðastliðna öld, elsta verkið er olíumálverk eftir Þórarin B. Þor- láksson frá 1900.“ Aðalsteinn segir það hafa verið tiltölulega einfalt að hafa uppi á verkum sem eiga heima á sýning- unni. „Ef maður er skipulagður og veit hvar á leita er þetta ekki svo mikið mál. Málarar eins og Jón Stefáns- son hafa verið mikilvirkir við að mála hesta og í seinni tíð hafa verk Baltasars Sampers tengst hestin- um sterkum böndum. En svo eru auðvitað önnur verk sem við hefð- um viljað hafa með en komumst því miður ekki yfir, eins og geng- ur.“ Sum verkin á sýningunni hafa ekki verið sýnd áður, þeirra þekkt- ast er án efa verk Hallgríms Helga- sonar Guð á Sæbrautinni frá 2006. Á fjáröflunarkvöldverði UNICEF árið 2005 kepptust nokkrir auð- menn við að bjóða í verkið áður en það hafði verið málað. Á endanum var það slegið á rúmlega tuttugu milljónir króna, óséð. „Sagan á bakvið þetta verk er mjög sérkenni- leg en sem betur fer var eigandinn reiðubúinn til að lána okkur mynd- ina og sýna hana í fyrsta sinn.“ Eig- andinn vill gæta nafnleyndar. Sýningin verður opnuð á Kjar- valsstöðum klukkan á 16 á laugar- dag og stendur til 21. ágúst. bergsteinn@frettabladid.is KJARVALSSTAÐIR SLÁ Í KLÁRINN GUÐ Á SÆBRAUTINNI Kerruhestar draga drottin almáttugan eftir Sæbrautinni. Slegist var um málverk Hallgríms Helgasonar á uppboði UNICEF 2005 og var það að lokum slegið á rúmar tuttugu milljónir króna – áður en það hafði verið málað. KRISTÍN GUNNLAUGSDÓTTIR: Kaldbakur, 2001 JÓHANN BRIEM: Reiðmenn í grænni brekku, 1962. LOUISA MATTHÍASDÓTTIR: Svartur hestur, 1972. ÞORVALDUR SKÚLASON: Stóðhestar, 1941. SIGURÐUR GUÐMUNDSSON: Ljóð: hestur lestur, 1972. AÐALSTEINN INGÓLFSSON Fimmtudaginn 5. maí kl. 20.00 Bækur og garðverkin í Norræna húsinuHildur Hákonardóttir, Auður Ottesen og Björn Gunnlaugsson Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. NORRÆNA HÚSIÐ KYNNIR: HÖFUNDA- KVÖLD #3 en ri ö undar eru gilegar erur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.