Fréttablaðið - 05.05.2011, Síða 56
5. maí 2011 FIMMTUDAGUR44
bio@frettabladid.is
Annie Mist Þórisdóttir, Íslandsmeistari í
CrossFit, hefur æft íþróttina í tvö ár og náð
ótrúlegum árangri á þeim stutta tíma.
> ÚRVALSKOKKUR
Daniel Craig reyndist vera ansi
lunkinn matreiðslumaður á töku-
stað Cowboy & Aliens sam-
kvæmt mótleikara hans,
Sam Rockwell. Craig eld-
aði í hvert skipti þegar
tökum lauk en þegar
orðrómur um hæfileika
hans á bak við eldavél-
ina kvisaðist út kallaði
hann á aðstoð frá starfs-
fólki mötuneytisins.
Þær gætu ekki verið ólíkari, kvik-
myndirnar tvær sem frumsýndar
eru um helgina í íslenskum kvik-
myndahúsum. Annars vegar er það
ekta bandarísk poppkornsmynd og
hins vegar breskt raunsæi eins og
það gerist best.
Route Irish er nýjasta kvikmynd-
in frá hinum virta Ken Loach, sem
hlaut gullpálmann í Cannes fyrir
kvikmynd sína The Wind that
Shakes the Barley árið 2006. Að
þessu sinni fjallar Loach um Íraks-
stríðið sem hefur legið eins og
mara á Bretum og er að breytast
í hálfgert Víetnamstríð þjóðarinn-
ar. Myndin segir frá Fergus Mol-
ley, sem hefur nýverið misst besta
vin sinn í Írak. Hann féll á hinni
stórhættulegu leið Route Irish sem
liggur frá flugvellinum í Bagdad
inn á græna friðarsvæðið. Fergus
á erfitt með að sætta sig við dauða
hans og þegar hann kemst yfir ný
gögn í málinu ákveður hann að
grípa til eigin ráða. Með aðalhlut-
verkin í myndinni fara þau Mark
Womack og Andrea Lowe.
Something Borrowed er dæmi-
gerð bandarísk poppkorns rómantík
með Kate Hudson og Ginnifer
Goodwin úr Big Love í aðalhlut-
verkum. Myndin segir frá því
þegar hin vonlausa piparjómfrú
Rachel fellur fyrir unnusta bestu
vinkonu sinnar. Meðal framleið-
enda myndarinnar er Óskarsverð-
launahafinn Hillary Swank.
Rómantík og breskt stríðsdrama
STRÍÐ OG ÁST Kate Hudson leikur aðal-
hlutverkið í kvikmyndinni Something
Borrowed, sem fjallar um piparjómfrú
sem fellur fyrir unnusta bestu vinkonu
sinnar.
Bandaríska leikstýran Kathryn Bigelow hefur
óvænt fengið upp í hendurnar magnaðan söguþráð
sem sennilega á eftir að reynast gullnáma. Hún
hefur nefnilega, nánast frá fyrstu hendi, fengið
innsýn inn í líf þeirra sem höfðu uppi á Osama bin
Laden og drápu í Pakistan.
Forsagan er þessi: Bigelow og samstarfsfélagi
hennar, Mark Boal, hafa að undanförnu verið að
vinna í stórmyndinni Triple Frontier sem Karl
Júlíusson gerir leikmyndina í. Sú mynd tekur
dágóðan tíma í undirbúningi og hefur Bigelow
lýst yfir vilja sínum að gera harðsoðna hasarmynd
í sumar. Sú átti að fjalla um leitina að Osama bin
Laden og fylgja eftir sérsveit í bandaríska hernum.
Svo skemmtilega vill til að Boal, sem skrifaði hand-
ritið að The Hurt Locker og er reyndur blaðamaður,
hafði í gegnum sambönd sín innan bandaríska
hersins fengið að fylgjast með einni fremstu
sérsveit bandaríska hersins og það var hún
sem felldi bin Laden á sunnudaginn.
Samkvæmt Empire Online er Boal nú
á fullu við að endurskrifa handritið sem
þau hugðust nota og færa inn mikilvægar
breytingar. Ekki er hins vegar ljóst
hvar myndin verður tekin upp enda
mun þurfa töluverða öryggisgæslu í
kringum tökustaðinn.
Það eru ansi magnaðir
hlutir að gerast hjá Dis-
ney. Ekki að það sé eitt-
hvað fréttnæmt heldur
virðist nýjasta kvikmynd
Spiderman-leikstjórans
Sam Raimi innan veggja
fyrirtækisins lofa góðu.
Myndin er svokallaður for-
leikur að Galdrakarlinum í
Oz og segir frá sölumanni
einum sem lendir í því að loftbelg-
ur hans hafnar í hvirfilbyl og send-
ir hann í töfralandið fræga. Þar
kemst hann í kynni við töfrakonuna
Theódóru með skelfilegum
afleiðingum.
Raimi hefur þegar geng-
ið frá því að James Franco
leiki sölumanninn og Mila
Kunis leiki Theódóru. Þá
var tilkynnt í gær að Rac-
hel Weisz myndi leika
vondu nornina í Oz sem
leggur stein í götu systur
sinnar og reynir að gera
allt til að eyðileggja samband henn-
ar og sölumannsins. Ráðgert er að
tökur hefjist í júlí og er búist við
miklu tæknibrellufjöri.
Er vonda drottningin
Bíó Paradís, kvikmyndahúsið
við Hverfisgötu, hyggst blása til
íslensks kvikmyndasumars og
hefst það 6. maí. Í hverri viku
verður sýnd íslensk kvikmynd
með enskum texta og er þetta
því kjörið tækifæri fyrir Íslend-
inga sem vilja sýna útlendingum
íslenska kvikmyndamenningu og
jafnframt rifja upp gömul kynni
við gamlar íslenskar kvikmyndir.
Nýjar myndir verða sýndar í
bland við gamlar en meðal þeirra
eru meðal annars Börn náttúr-
unnar, Tár úr steini, Kristnihald
undir Jökli og Djöflaeyjan ásamt
Brúðgumanum, Bjarnfreðarsyni,
Gauragangi og Kaldri slóð. Allar
nánari upplýsingar um sýningarn-
ar er hægt að nálgast á heimasíðu
Bíó Paradís, bioparadis.is.
Íslenskar kvik-
myndir í Bíó Paradís
ÍSLENSK VEISLA íslenskar kvikmyndir
verða sýndar í allt sumar í Bíó Paradís,
meðal annars Börn náttúrunnar, Tár úr
steini og Bjarnfreðarson.
SAFARÍKT Kathryn Bigelow er með
safaríkt efni í höndunum fyrir sína næstu
kvikmynd en hún mun fjalla um leitina að
Osama bin Laden.
Bigelow heldur uppteknum hætti
RACHEL WEISZ
Þegar fyrsta kvikmyndin
um bílatuddann Toretto
og lögregluþjóninn Brian
O‘Conner var frumsýnd
fyrir áratug hefði engan
kvikmyndaspekúlant grun-
að að fjórar kappaksturs-
kvikmyndir ættu eftir að
fylgja í kjölfarið. En glæsi-
kerrurnar trekkja að.
Fast Five fór rakleiðis á toppinn
í Bandaríkjunum enda skartar
myndin þeim Paul Walker og Vin
Diesel í aðalhlutverkum. Myndin
tekur upp þráðinn þar sem Fast
& Furious (nafnafrumleikinn er
ekkert að þvælast fyrir) skildi
við hann en þá unnu þeir Toretto
og O‘Conner að því fyrir FBI að
handsama mexíkóskan heróín-
innflytjanda. Að þessu sinni hyggj-
ast þeir félagar ásamt gamla góða
genginu stela hundrað milljónum
dollara frá hinum ofurspillta auð-
jöfri Hernan Reyes. Verkefnið
verður ögn snúnara þegar lög-
reglumaðurinn Luke Hoobs nart-
ar í hælana á þeim.
Fyrsta myndin í þessum flokki
sló nánast samstundis í gegn hjá
bílaóðum kvikmyndahúsagestum
árið 2001. The Fast and the Furio-
us verður seint sökuð um að vera
greindarleg hasarmynd, aðal-
áherslan var lögð á kraftmikla
bíla, fáránleg hasaratriði og suð-
rænar stúlkur í magabolum. Sögu-
þráðurinn var ekkert ýkja flók-
inn og leikurinn í meðallagi góður
en þetta kom ekki að sök; myndin
skilaði 144 milljónum dala í gróða
þrátt fyrir að kosta aðeins 38 millj-
ónir. Sannkölluð gullnáma.
Mynd númer tvö bar heitið 2
Fast 2 Furious og fékk afleita dóma
þrátt fyrir að við stjórnvölinn sæti
John Singleton, sá ágæti leikstjóri.
Paul Walker var á sínum stað sem
O‘Conner en Vin Diesel var víðs-
fjarri. Í stað hans komu þau Tyrese
Gibson og Eva Mendes. En „vondu“
dómarnir höfðu engin áhrif, ungir
karlmenn flykktust í bíó til að sjá
glæsikerrurnar spæna upp mal-
bikið í æsilegum kappakstri lögg-
unnar og bófaflokka. 127 milljón-
ir dala komu í kassann. Ekki þarf
að hafa mörg orð um The Fast and
the Furious: Tokyo Drift; hún er
aukaafurð (e. spinoff“)í Fast and
the Furious seríunni og segir frá
ungum vandræðagemsa sem sog-
ast inn í götukappakstursmenningu
Japans. Myndin fékk skelfilega
dóma og aðsóknin var ekki upp á
marga fiska. Aðstandendur flokks-
ins lögðu saman tvo og tvo; Paul
Walker og Vin Diesel voru tvíeyki
sem ekki mátti aðskilja. Og í næstu
mynd yrðu þeir að beina sjónum
sínum að amerískum glæsikerrum.
Og viti menn. Fast & Furious var
frumsýnd 2009 með þeim Walker
og Vin Diesel og herbragðið skil-
aði sér fullkomlega; 155 milljónir
dala komu í kassann og samanlagt
hafa því myndirnar fjórar skil-
að tæplega hálfum milljarði dala,
eða 56 milljörðum íslenskra króna.
Fimmta myndin virðist vera á góðri
leið með að verða sú vinsælasta í
röðinni og hefur þar að auki feng-
ið viðunandi dóma. Það er því ekk-
ert skrítið að þegar hefur verið til-
kynnt um sjöttu myndina.
freyrgigja@frettabladid.is
KRAFTURINN SELUR GRIMMT
FÁRÁNLEGAR VINSÆLDIR The Fast and the Furious flokkurinn hefur getið af sér fjórar myndir og eina aukaafurð. Myndirnar hafa rakað
inn peningum þrátt fyrir að hafa aldrei verið vinsælar hjá kvikmyndagagnrýnendum. Fimmta myndin virðist þó ætla að slá öllum við;
hún hefur fengið frábæra dóma og rauk beint á toppinn í Bandaríkjunum.