Fréttablaðið - 05.05.2011, Page 59
FIMMTUDAGUR 5. maí 2011 47
Rakarastofan
Klapparstíg
S: 551 3010
Kvikmyndir ★★★
Thor
Leikstjóri: Kenneth Branagh
Leikarar: Chris Hemsworth, Natalie
Portman, Anthony Hopkins, Tom Hiddle-
ston, Stellan Skarsgård, Rene Russo
Það er til ágætis flökkusaga um
Bubba Morthens og þegar honum var
boðið aðalhlutverkið í Hollywood-
kvikmynd um teiknimyndasöguhetj-
una Thor. Því miður varð ekki af
gerð þeirrar myndar, en núna, rétt
um aldar fjórðungi síðar, er loksins
komin kvikmynd um þennan vinsæla
Marvel-garp.
Sagan er beint eftir uppskriftinni.
Ofurhetja berst við ófreskjur og svik-
ula fyrrverandi samherja, verður ást-
fanginn af „venjulegri“ stúlku sem
veit ekki að hann er ofurhetja, missir
ofurmátt sinn tímabundið en öðlast
hann að lokum aftur og bjargar heim-
inum. Eða í það minnsta deginum. Ég
er ekki að skemma neitt fyrir ykkur
þar sem þið hafið séð þetta þúsund
sinnum áður.
Thor er skemmtileg mynd að mestu.
Ég átti erfitt með fyrstu 25 mínúturn-
ar, en þær gerast allar í hinum tölvu-
gerða Ásgarði (sem lítur út eins og
framtíðarlegt hommadiskótek) og ég
var orðinn smeykur um að ég fengi
aldrei að sjá hinum megin við green-
screen tjaldið. En þegar Thor missir
mátt sinn og er sendur til jarðar byrj-
ar myndin fyrir alvöru.
Chris Hemsworth er þrælskemmti-
legur í titilhlutverkinu og efni-
leg hasarmynda hetja. Hann hefur
skrokkinn sem til þarf, er fyndinn og
leikur ágætlega. Hopkins er fæddur
í hlutverk Óðins og Portman er sæt
og fín. Það þarf víst ekki meira til að
þessu sinni. En Thor kemst langa leið
á húmornum og andrúmsloftið er létt
og skemmtilegt eins og teiknimynda-
sögur voru í gamla daga.
Niðurstaða: Nokkuð vel heppnað ævin-
týri, þrátt fyrir fjarveru Bubba Morthens.
Haukur Viðar Alfreðsson
Allt eins og það á að vera hjá Þór
THOR Chris Hemsworth og Anthony Hopkins leika Þór og Óðin í
hasarmyndinni Thor.
Talið er að endurkoma frægustu
útgáfunnar af Guns N‘ Roses sé
á næsta leiti. Hljómsveitin hefur
gengið í gegnum ótal breytingar
frá því að hún var stofnuð árið
1985.
Samkvæmt fjölmiðlum í Banda-
ríkjunum ku Guns N‘ Roses koma
fram í hálfleik á Ofurskálinni í
febrúar á næsta ári. Þekktasta
uppröðun Guns N‘ Roses hefur
ekki komið saman frá árinu 1994,
en síðan þá hefur söngvarinn Axl
Rose verið með hljómsveitar nafnið
í gíslingu og gefið út eina plötu,
hina rándýru Chinese Democracy,
árið 2008.
Ólíkindatólið Rose neitar að
endur koma sé væntanleg, en
íþróttabloggarinn Kent Sterling
fullyrðir að viðræður við Axl,
Slash og Duff séu í gangi. Hann
segir málið þó á byrjunarstigi og
bætir við að ekkert sé í hendi.
Slúðrað um
endurkomu
ÓLÁTABELGIR Strákarnir í Guns N‘ Roses
eru mikil ólíkindatól, en gætu snúið
aftur á næsta ári.
Leikkonan
Penelope
Cruz segir að
líf sitt hafi
gjörbreyst
eftir að hún
eignaðist sitt
fyrsta barn í
janúar. „Allir
segja manni
að hlutirnir
breytist og
allar þessar
klisjur um
barneignir
og móður-
hlutverkið
eru sannar,“
sagði hin 37
ára Cruz,
sem eignaðist soninn Leo með
eiginmanni sínum, leikaranum
Javier Bardem.
Gjörbreytt líf
BREYTT LÍF Líf Cruz
hefur breyst mikið
eftir að hún eignaðist
soninn Leo.