Fréttablaðið - 21.05.2011, Page 10

Fréttablaðið - 21.05.2011, Page 10
21. maí 2011 LAUGARDAGUR Landsbankinn býður Pizza-Pizza ehf. til sölu landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Hömlur ehf., dótturfélag Landsbankans hf., hefur falið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans að annast sölu á öllu hlutafé í matvælafyrirtækinu Pizza-Pizza ehf. Pizza-Pizza ehf. er umboðsaðili Domino’s Pizza International á Íslandi og rekur 14 sölustaði undir vörumerki Domino’s. Söluferlið er opið öllum áhugasömum fjárfestum sem sýnt geta fram á fjárfestingargetu umfram 300 milljónir króna og hafa þekkingu og reynslu til að takast á við fjárfestingu af þessari stærð og í þessari atvinnugrein. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um söluferlið, stutta sölukynningu, www.landsbankinn.is. Frestur til að skila óskuldbindandi tilboði rennur út kl. 12:00, J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA F í t o n / S Í A Rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamninga VR stendur nú yfir. Atkvæðagreiðslu um kjarasamning VR og SA, Samtaka atvinnulífsins, lýkur kl. 12:00 á hádegi 25. maí Atkvæðagreiðslu um kjarasamning VR og FA, Félags atvinnurekenda, lýkur kl. 12:00 á hádegi 3. júní Nánari upplýsingar og aðgangur að atkvæðaseðli á vef VR, www.vr.is Kjörstjórn VR Virðing RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Mundu eftir að kjósa BÍTIÐ MEÐ HEIMI OG KOLLU ALLA VIRKA DAGA KL. 6.50 ICESAVE Ekki má útiloka að Icesave- málið endi fyrir EFTA-dómstólnum og að Bretar og Hollendingar láti á reyna að sækja vaxtagreiðslur í vasa stjórnvalda hér vegna fjár- muna sem notaðir voru til að greiða út lágmarkstryggingu til innstæðu- eigenda. „Ég sé engin sérstök merki þess að ESA muni láta málið falla niður,“ segir Lárus Blöndal hæstarétt- arlögmaður sem sæti átti í samn- inganefnd Íslands í viðræðum við Breta og Hollendinga. Samninga- nefndin með Lee Buchheit í farar- broddi sagði undir lok síðasta árs þann samning sem þá lá fyrir þann síðasta, samningaleiðin væri full- reynd. Áhætta fælist í að fara dóm- stólaleiðina. Samkvæmt nýju verðmati skila- nefndar og slitastjórnar Lands- bankans sem kynnt var á fimmtu- dag stefnir í að þrotabúið geti staðið undir 94 til 99 prósentum af höfuð- stól Icesave-krafna. Þetta er betra mat en áður hefur legið fyrir. Þegar þrotabúið hefur greitt upp forgangs- kröfur, það er Icesave-kröfur og heildsöluinnlán, fellur það sem út af stendur til almennra kröfuhafa. Í kjölfar nýs verðmats upp- færði fjármálaráðuneytið mat sitt á kostnaði ríkissjóðs vegna þeirra samninga sem voru felldir. Hann hefði orðið ellefu milljarðar króna. Ráðuneytið tekur fram að Icesave- málið geti enn farið fyrir dómstóla. Kostnaðurinn af þeim sökum og af annarri óvissu sé óljós. Ríkið hefur ekki undirgengist skuldbindingar um vaxtagreiðslur af Icesave-lán- unum. „Ég hef enga ástæðu til að ætla að Bretar og Hollendingar muni samþykkja að láta málið kyrrt liggja. Ég tel það óraunhæft. Þeir munu láta á það reyna að fá kostnað af fjármögnuninni greiddan. Kostn- aðurinn vegna eldri Icesave samn- inga sem voru með 5,55 prósenta vöxtum hefði verið eitt hundrað og sjötíu milljarðar króna ónúvirt, samkvæmt sömu reikniforsend- um og nýju mati skilanefndar. Af þessu sést að vaxtakostnaðurinn getur orðið gríðarhár og hefur því verulega þýðingu í þessu máli,“ segir Lárus og bendir á að við bæt- ist spurningin hvort stjórnvöld hafi mismunað innstæðueigendum. Við það gæti kostnaður vegna vaxta hækkað verulega. Það væri því mikil einföldun að segja að þetta mál sé komið á endastöð með þess- um nýju upplýsingum frá skila- nefnd sem vissulega eru jákvæðar. jonab@frettabladid.is Icesave hvergi nærri lokið Talsverð óvissa er fram undan í Icesave-málinu. Þrjú hundruð milljarðar gætu fallið á ríkissjóð. Bretar og Hollendingar munu sækja sitt, segir lögmaður. SKILANEFND OG SLITASTJÓRN KYNNA VERÐMATIÐ Þrotabú gamla Landsbankans gæti staðið undir öllum forgangskröfum. Það sem út af stendur fer til almennra kröfuhafa. Vaxtagreiðslur vegna Icesave-málsins falla ekki á þrotabúið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Skilanefnd og slitastjórn gamla Landsbankans hefur sett 67 prósenta hlut sinn í bresku matvörukeðjunni Iceland Foods í söluferli. Í Fréttablaðinu í gær var ranglega hermt að verðmæti matvörukeðjunnar væri ekki inni í upp- færðu verðmati á eignasafni bankans. Hið rétta er að verðmatið er varfærið og vænt söluandvirði sem rætt hefur verið um í erlendum fjölmiðlum og ekki að fullu inni í verðmatinu. Breskir fjölmiðlar segja verðmæti hlutarins allt að tveir milljarðar punda, jafnvirði um 370 milljarða króna. Eftir því sem næst verður komist er verðmæti hlutarins langtum lægra í bókum skila- nefndar og slita stjórnar Landsbankans. Iceland Foods í söluferli
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.