Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.05.2011, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 21.05.2011, Qupperneq 16
16 21. maí 2011 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Fjármálaráðherra skrif-aði grein í vikunni sem var málefnaleg tilraun til að sýna fram á að Ísland væri að rísa á ný. Síðast þegar ráð- herrann reyndi þetta með yfirlýs- ingu á Alþingi um nýtt hagvaxtar- skeið barði Hagstofan hann niður strax daginn eftir með tölum um samdrátt í stað hagvaxtar. Að þessu sinni var Fréttablaðs- grein ráðherrans varla komin fyrir augu lesenda þegar varaformaður Framsóknarflokksins bað um auka- fund í efnahagsnefnd Alþingis þar sem greiningardeild Arion banka hafði upplýst að útflutningur lands- ins stæði ekki undir afborgunum af erlendum lánum. Það voru að vísu ekki alveg óvænt tíðindi en virk- uðu þó á sama veg á málflutn- ing ráðherrans eins og Hag- stofuupplýsing- arnar áður. Vitaskuld eru ýmsar orsakir fyrir því að fjár- málaráðherran- um gengur erf- iðlega að sýna fram á að landið sé að rísa. Helsta ástæðan er þó and- staða hans eigin flokks og hluta Samfylkingarinnar gegn erlendri fjárfestingu. Efnahagsáætlun AGS gerði ráð fyrir að nú á þriðja ári frá hruni væru framkvæmdir við tvö álver og nauðsynlegar virkjanir komnar vel á veg. Það var forsendan fyrir því að unnt var að fara mjúka leið í ríkisfjármálum. Báðir stjórnar- flokkarnir féllust á efnahagsáætl- unina í orði. Í verki hefur verið komið í veg fyrir að þessi áform yrðu að veruleika. Svar stjórnarflokkanna við þeim ásökununum að þeir séu andvígir erlendri fjárfestingu er einfalt: Við viljum „eitthvað annað“ en orku- framkvæmdir og stóriðju. Draum- urinn um „eitthvað annað“ hefur nú ræst. Útflutningshagvöxtur er óverulegur. Við framleiðum ekki nóg til að greiða niður skuldirnar. Draumurinn um „eitthvað annað“ Sá veruleiki sem varafor-maður Framsóknarflokks-ins vakti athygli á segir þá sögu að afleiðingin af „eitt- hvað annað“-stefnunni er sú að þjóðin stendur nær innflutnings- höftum en afnámi gjaldeyrishafta. Menn virða að ríkisstjórnin talar um afnám gjaldeyrishafta. En að sama skapi hljóta menn að harma að hún stefnir í raun í gagnstæða átt. Forstjóri Kauphallarinnar vakti í vikunni réttilega athygli á því mikla tjóni sem gjaldeyrishöft- in valda. Til þess að unnt sé að afnema þau þurfa allar forsendur efnahagsáætlunar AGS að verða að veruleika. Það þarf erlenda fjárfestingu, útflutningshagvöxt og nógu sterka stöðu ríkissjóðs til að hann geti aflað fjár á erlendum mörkuðum. Kjarni málsins er sá að stjórnin er ekki að uppfylla þessi skilyrði. Skilyrði AGS um aðgerðir í rík- isfjármálum voru afar mild miðað við aðstæður. Fjármálaráðherra segir réttilega að fram til þessa hafi hann uppfyllt þau. Ómálefna- legt er að gera lítið úr því. Veikleik- inn er hins vegar sá að það var ekki gert með skipulagsbreytingum sem gera sparnaðinn varanlegan. Að auki er nú ljóst að stefnan um „eitthvað annað“ skilar aðeins broti af þeim hagvexti sem ráð- gerður er í forsendum kjarasamn- inga. Það þýðir að ríkissjóður fær ekki nægar tekjur. Augljóst er að ríkisstjórnin hefur ekki þingstyrk til að bæta það upp með harðari ríkisfjármálaaðgerðum sem hún hefur misst niður á öðrum svið- um. Ísland virðist vera komið í þá stöðu að verðbólga fer vaxandi án þess að hana megi rekja til þenslu í atvinnulífinu. Þetta er einhver hættulegasta blindgata sem eitt hagkerfi getur lent í. Nær innflutningshöftum en afnámi gjaldeyrishafta Uppistaðan í efnahags-pólitík fjármálaráð-herrans er sú hugsun að rýra verðgildi krón- unnar eftir þörfum til að tryggja samkeppnisstöðu atvinnulífsins. Ganga hans til móts við nýja fram- tíð er þar af leiðandi eftir braut verðbólgunnar. Launafólk veit á hvaða vogarskál hallar eftir því sem lengra er gengið í þá átt. „Eitthvað annað“ – stefnan í atvinnumálum skildi sjávarútveg- inn einan eftir með ferðaþjónust- unni til að afla gjaldeyris fyrir þjóðarbúið og greiða niður erlend- ar s kuldir. Þar þurfti líka að gera „eitthvað annað“ en það sem skil- að hefur efnahagsárangri. Því var afráðið að hverfa frá þeim sjón- armiðum almannaghagsmuna að sjávarútvegurinn skili hámarks arðsemi. Í staðinn er tekin upp varsla sérhagsmuna í þágu þeirra sem vilja koma nýir inn í atvinnu- greinina. Afleiðingin af þessu er sú að verja þarf miklu fleiri krónum en áður til að veiða hvert tonn. Færri krónur verða því eftir til að bæta greiðslujöfnuðinn við útlönd. Það fást ekki fleiri evrur fyrir útflutt- an fisk þó að við gengisfellum krónuna. Peningapólitík fjármála- ráðherrans getur falið afleiðingar óhagkvæmra fiskveiða í bókhaldi útgerðanna. Hún færir okkur hins vegar fjær stöðugleika og hag- vexti. Alvarleg hætta er á að draumur ríkisstjórnarinnar um „eitthvað annað“ endi í martröð almennings. Verðbólgulausn í stað arðsemiskröfu S amningur ríkisins við Samband íslenskra sveitarfélaga um tónlistarkennslu á framhaldsstigi lætur kannski ekki mikið yfir sér. Engu að síður er hann þýðingar- mikið skref til bóta á ófremdarástandi sem ríkt hefur um tónlistarkennslu framhaldsnema um langt skeið. Með samkomulaginu er þannig höggvið á margra ára hnút sem hefur leitt til mikilla óþæginda fyrir lengra komna tónlistar- nema utan af landi sem hafa þurft að sækja nám til Reykjavíkur. Rekstur tónlistarskóla hvílir á sveitarfélögunum. Eðli máls samkvæmt hafa minni sveitar- félög hvorki burði til að halda úti tónlistarkennslu fyrir lengra komna nemendur né eru fyrir því forsendur víða vegna fólksfæðar. Það gefur jú augaleið að erfitt getur verið að finna kennara fyrir lengra komna tónlistarnema í fámenn- ari byggðum, auk þess sem möguleikar á samspili og öðrum námsþáttum sem hljóta að fylgja tónlistarnámi eru takmarkaðir. Lengra komnir tónlistarnemar hafa þannig ekki átt annarra kosta völ en að sækja nám sitt til Reykjavíkur. Burðarmeiri sveitarfélög hafa greitt fyrir nám sinna ungmenna í tónlistar- skólum höfuðborgarinnar samkvæmt sérstökum reglum meðan nemar úr öðrum sveitarfélögum hafa lent í vanda með að fá framlag frá heimasveitarfélögum sínum til framhaldsnáms í tónlistarskólum í borginni. Því miður hafa tónlistarnemar hrein- lega þurft að hverfa frá námi af þessum sökum. Þessi aðstöðu- munur tónlistarnema eftir búsetu hefur verið óþolandi og í raun ólíðanlegur. Með samningnum nýgerða er leitast við að jafna þennan aðstöðumun ungra tónlistarnema. Með honum skuldbindur ríkið sig til að auka framlag til tónlistarkennslu á efri stigum um 250 milljónir á ári. Framlagið rennur til söngnáms á mið- og fram- haldsstigi og annars tónlistarnáms á framhaldsstigi. Samkomulagið gildir í tvö ár en á þeim tíma eiga viðræður að fara fram um framtíðarskipan mála. Einnig var samhliða undir- ritun samkomulagsins boðað að á haustþingi myndi mennta- málaráðherra leggja fram frumvarp til laga um tónlistarskóla þar sem ákvæði samningsins yrðu útfærð og væntanlega fest í sessi. Blómlegt starf tónlistarskólanna í landinu er grundvallarfor- senda fyrir því gróskumikla tónlistarlífi sem á sér stað á Íslandi, bæði á sviði dægurtónlistar og sígildrar. Ekki má gleyma því að í tónlistarskólunum eru ekki aðeins tónlistarmennirnir sjálfir aldir upp heldur einnig margir neytendur hennar. Það er ákaflega mikilvægt fyrir starfsskilyrði tónlistarskól- anna í landinu að skýra línur varðandi ábyrgð á kostnaði vegna kennslu. Mikilvægasta bragarbótin við samkomulagið er þó fyrir nemendurna sjálfa, að þeim sé nú loks gert kleift að stunda nám sitt óháð búsetu. Samningur ríkisins og sveitarfélaganna um tónlistarkennslu á framhaldsstigi er þannig fyrst og fremst mjög mikilvægt jafnræðismál fyrir tónlistarnema á Íslandi. Samkomulag ríkis og sveitarfélaga um tónlistar- kennslu leysir tónlistarnema úr átthagafjötrum. Höggvið á hnút SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is                       ! "# $"  % &  ' # 
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.