Fréttablaðið - 21.05.2011, Síða 24

Fréttablaðið - 21.05.2011, Síða 24
21. maí 2011 LAUGARDAGUR24 A uður Ava Ólafsdóttir hefur slegið í gegn í Frakklandi. Þriðja skáldsaga hennar, Afleggjarinn, hefur selst í hundrað þús- und eintökum frá því að hún kom út í Frakklandi fyrir einu og hálfu ári, meira en til að mynda Hreins- un eftir Sofi Oksanen; hún hefur sópað að sér bókmenntaverðlaun- um, hún er til umfjöllunar í öllum helstu fjölmiðlum Frakka og er tíður gestur á bókmenntahátíðum, til að mynda í Lyon nú um helgina. „Kemur núna svona íslensk spurning um hvað ég sé búin að græða mikið á þessu?“ spyr Auður Ava yfir tebolla í gluggasæti á Kaffivagninum. Ég svara að ég hafi vissulega ætlað að spyrja að því en kannski ekki í blábyrjun viðtals heldur þegar lengra væri liðið á það. „Nei, nei, klárum það strax,“ svarar hún. „Það stefnir sem sagt í það að þegar árið verður gert upp fái ég í fyrsta skipti laun á mínum rithöfundarferli. Ég hugsa að upp- hæðin dugi fyrir því sem lánin á húsinu mínu hækkuðu við hrunið. En það er auðvitað frábært að vera í þeirri aðstöðu að geta hugsanlega lifað af skriftum í framtíðinni.“ Ánægjulegt en yfirþyrmandi Auður hefur gefið út þrjár skáld- sögur og eina ljóðabók. Bækur hennar hafa jafnan hlotið lof og við- urkenningar en ekki selst í stórum upplögum hér á landi. Styður vel- gengnin í Frakklandi kenninguna um að upphefðin komi að utan? „Ég skal ekki segja. Ég hef verið frekar ánægð með að vera hálf ósýnileg á Íslandi. Þeir sem ég hef aðallega fengið klapp á öxl- ina frá eru aðrir rithöfundar, sem hefur glatt mig. Þessar miklu vin- sældir í Frakklandi komu mér líka skemmtilega á óvart. En um leið er þetta svolítið yfir- þyrmandi. Það leið varla sú vika í vetur að ég væri ekki í viðtali við franska blaðamenn og undanfarið hálft ár hef ég verið á annan mánuð að ferðast um Frakkland og koma fram á hátíðum, því maður vill þakka fyrir sig. Rithöfundur þarf auðvitað fyrst og fremst tíma til að skrifa en það fer mjög mikill tími í að fylgja þessu eftir.“ Auður segist reyndar nota athyglina sem hún fær í Frakk- landi til að vekja athygli á íslensk- um bókmenntum og sagnahefð. „Mér finnst skemmtilegast að tala um aðra rithöfunda og nota tækifærið til að segja frá höfund- um á borð við Vilborgu Dagbjarts- dóttur og Guðberg Bergsson, sem eru í hópi okkar bestu skálda. Ég trúi alveg að Guðbergur fái Nób- elsverðlaunin á næsta ári, ég ætla bara að spá því nú.“ Aukinn áhugi á íslenskum skáldum Velgengni íslenskra höfunda á erlendum vettvangi á undanförn- um árum hefur einkum verið bund- in við glæpasögur í þýskumælandi löndum. Bækur Auðar eru aftur á móti hreinar fagurbókmenntir; Afleggjarinn gerist að mestu leyti í Suður-Evrópu (þótt sögusviðið sé aldrei nefnt á nafn). Spurð hvort þetta segi eitthvað um bókmennta- smekk Frakka og hvort áhugi þeirra beinist að öðru en íslenska vinklinum, svarar Auður já og nei. „Frakkar eru ein mesta bók- menntaþjóð í heimi. Þeir eru gríð- arlega miklir pælarar, lesa mikið af góðum bókum og eru með mjög metnaðarfullt kerfi; bókabúðir eru ríkisstyrktar og þjóna sem eins konar menningarmiðstöðvar í hér- aði og fjölmiðlar halda úti mjög metnaðarfullri bókmenntagagn- rýni. Ég gæti trúað því að fljótlega verði gríðarlegur áhugi á íslensk- um höfundum í Frakklandi, öðrum en krimmahöfundum, og það er þegar byrjað. En Íslandsáhuginn er vissulega til staðar og er greini- legur í umfjöllun um Afleggjarann. Frakkar eru líka mjög upplýstir um Ísland, vita til dæmis um pólitík og spyrja jafnan mikið um Jóhönnu Sigurðardóttur.“ Auður vinnur nú að nýrri bók og þrátt fyrir vinsældirnar í Frakk- landi segist hún ekki skrifa með annan markhóp í huga. „Ég hugsa ekki þannig; ég skrifa alltaf fyrir einhvern einn ótiltekinn lesanda. Ég held að það sé óráðlegt fyrir höfund að fara að miða við einhvern ákveðinn hóp; ég hugsa að slíkt leiði mann yfirleitt allt annað en maður ætlaði.“ Seinþroska höfundur Auður Ava er lektor í listfræði við Háskóla Íslands. Hún kveðst snemma hafa ákveðið að verða rit- höfundur en fyrsta skáldsaga henn- ar, Upphækkuð jörð, kom út 1998 þegar hún stóð á fertugu. Auður segir það algengt hlutskipti kvenna í listum að byrja ferilinn seint. „Þegar ég var lítil notaði ég stundum sérkennilegt orðfæri, ég skrifaði mikið af sögum og á það skjalfest að þegar ég var sjö ára hafi ég sagt við kennarann minn að ég ætlaði að verða rithöfundur. Síðan fannst mér gaman í skóla; ég var dúx í menntaskóla og þann- ig fólk verður oft kennarar. Svo fór ég til Frakklands og Ítalíu og lærði listfræði og hef verið í mjög skemmtilegri vinnu síðan en að sama skapi unnið mér til óbóta. Og svo eignast maður börn og árin líða.“ Á hinn bóginn segir Auður sig hafa verið seinþroska og ekki í stakk búna til að hefja rithöfund- arferil sinn fyrr. „Ég hefði til dæmis ekki getað skrifað Afleggjarann fyrr vegna þess að í sögunni er ákveðin nið- urstaða fyrir gildi lífsins og hvað skipti máli. Það er kostur þess að byrja seint að skrifa, að vera kom- inn með þennan þroska og ég held að ég eigi bestu árin fram undan.“ Lagt út af tíðarandanum Afleggjarinn, sem kom út 2008, fjallar um ungan mann sem er svo að segja alinn upp í gróðurhúsi og á brýnt erindi í afskekkt klaustur í útlöndum með þrjá ólífvænlega rósaafleggjara. Hann skilur eftir aldraðan föður, þroskaheftan bróð- ur og stúlkubarn sem hann eignað- ist fyrir slysni en úti tekur lífið á sig nýja mynd og söguhetjan tekst á við karlmennsku sína, ástina, rósa- rækt og óvænta ábyrgð. Þetta er marglaga skáldsaga enda segir Auður sér hafa legið mikið á hjarta þegar hún skrifaði hana. „Í aðra röndina langaði mig að vinna með hugmyndina um karl- mennskuna; mér finnst karlmað- urinn oft settur fram á einhæfan og óspennandi hátt í fjölmiðlum og auglýsingum. Ég vildi sýna hann sem marghliða og flókna tilfinn- ingaveru. Frelsi rithöfundarins er svo mikið að maður getur jafnvel skipt um kyn.“ Á hinn bóginn má finna í bókinni öflugt andóf við tíðarandann. „Bókin er skrifuð 2006 og 2007 þegar Íslandi er að springa af sprúðlandi græðgi og eigingirni. Á þessum árum voru líka gerð mjög samfélagslega gagnrýnin verk, til dæmis verk Gjörningaklúbbsins, Innrás-Útrás, þar sem viðskipta- jöfrar og hentistefnupólitíkusar voru færðir í vargsbúning. Þetta vakti hins vegar sáralitla athygli þá er svolítið sérkennilegt í ljósi fjaðrafoksins út af Koddu um dag- inn, það er jú árið 2008 – en þetta er útúrdúr. Það sem vakti fyrir mér var að búa til and-víking og það er mikil and-efnishyggja í bókinni; aðal- persónan fer ekki út í heim til að ræna banka heldur til að færa klaustrinu þessar rytjulegu rósir sínar. Áfangastaðurinn var heldur engin tilviljun. Ég ákvað það mjög ung að sagnaarfurinn hefði borist hingað með keltneskum formæðr- um okkar sem víkingar rændu í herferðum sínum um leið og þeir brenndu klaustrin, lista- og menn- ingarstöðvar álfunnar á þeim tíma. Það er því markviss pólitík í þess- ari táknsögu, eins konar synda- aflausn fyrir syndir víkinga frá Íslandi fyrr og nú.“ Tók upp kaþólska trú Í bókinni má einnig finna leiðar- stef úr kaþólskri trú, sem Auður turnaðist til fyrir sjö árum. „Ég hef líka alltaf haft mikinn áhuga á kirkjum og kirkjugörðum, bæði vegna listaverkanna og hins háleita og fagra. Ég hef átt í tals- vert löngu og góðu sambandi við Guð og ekki síður dýrlinga alveg frá því ég var barn. Ég hef verið svona fimm ára þegar ég las ævi- sögu heilags Franz frá Assisi. Mér þótti alltaf leitt að geta ekki snúið mér til dýrlinganna þannig að að lokum steig ég skrefið til fulls og tók upp kaþólska trú.“ Um leið tók hún upp miðnafn- ið Ava, eftir blindum dýrlingi frá miðöldum. „Mér fannst það viðeigandi fyrir listfræðing að taka upp nafn eftir blindum dýrlingi. Ég hef líka alltaf haft mikinn áhuga á hinu frábrugðna. Í öllum bók- unum mínum eru til dæmis pers- ónur sem eru frábrugðnar að ein- hverju leyti, stríða við einhvers konar fötlun. Sem höfundur sam- sama ég mig mjög vel með því sem er frábrugðið, utangarðsfólki í samfélaginu og hinu veika, því ég held að það búi svo mikill styrkur í mótlætinu. Mér finnst að við eigum alltaf að taka afstöðu með hinu veika en því miður hafa Íslendingar ekki gert það; flestir vilja vera í sigur- liðinu með hinu sterka. Maður sá þetta fyrir hrunið, hvernig ríka fólkið var hæpað upp, og nú sýnist mér sama hugarfar farið að verða ráðandi aftur.“ Leikrit og ný bók Auður skipti um bókaforlag á dög- unum fyrir skömmu og gekk til liðs við Bjart eftir að hafa verið innan vébanda Sölku undanfarin ár. Hún segir „fagurfræðilegan einmana- leika“ hafa ráðið vistaskiptunum; Salka sérhæfir sig í ýmiss konar handbókum en hún finnur til meiri skyldleika við ýmsa höfunda á snærum Bjarts. Hún hefur lokið við að skrifa leikrit, Svartur hundur prestsins, sem Kristín Jóhannesdóttir leik- stýrir í Þjóðleikhúsinu í haust og stefnir á að gefa út nýja skáldsögu fyrir jól. Spurð hvort hún ætli að nýta sér vinsældirnar í Frakklandi til að einbeita sér alfarið að skrift- um, segist hún ekki hafa gert það upp við sig. „Vandamálið er að mér finnst svo gaman að kenna og ætla að minnsta kosti að gera það í haust. Ég er að vísu mjög fljót að skrifa og get skrifað hvar sem er; þarf enga andagift. En ég vildi gjarn- an geta einangrað mig til að skrifa meira og ekki síður lesa. Það er svo margt sem ég á eftir að lesa.“ Það stefnir sem sagt í það að þegar árið verður gert upp fái ég í fyrsta skipti laun á mínum rithöfundarferli. Ég hugsa að upphæðin dugi fyrir því sem lánin á húsinu mínu hækkuðu við hrunið. Eigum að standa með hinu veika Auður Ava Ólafsdóttir rithöfundur er á miklu flugi. Skáldsaga hennar, Afleggjarinn, hefur selst í hundrað þúsund eintökum og sópað að sér verðlaunum. Hún hefur lokið við sitt fyrsta leikrit sem sett verður upp í Þjóðleikhúsinu næsta haust og stefnir á að gefa út í nýja bók fyrir jól. Bergsteinn Sigurðsson ræddi við Auði Övu, rétt áður en hún var flogin á bókmenntahátíð í Lyon. VELGENGNI „Ég hef verið frekar ánægð með að vera hálf ósýnileg á Íslandi. Þeir sem ég hef aðallega fengið klapp á öxlina frá eru aðrir rithöfundar, sem hefur glatt mig,” segir Auður Ava og bætir við að velgengnin í Frakklandi sé svolítið yfirþyrmandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.