Fréttablaðið - 24.05.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 24.05.2011, Blaðsíða 4
24. maí 2011 ÞRIÐJUDAGUR4 Unnar Steinn Jónsson, verslunar- stjóri og bakari í Kjarvali á Kirkju- bæjarklaustri, gantaðist með að líkast til hafi hann nú rætt við alla fjölmiðla landsins, en þá stund sem fulltrúar Fréttablaðsins stoppuðu í versluninni var meira um fjöl- miðlafólk þar en heimamenn. „Þetta hefur nú samt verið reytingur af fólki,“ sagði Unnar um hádegis- bil í gær. „Svona þegar fréttist að það væri opið,“ bætir hann við og kveður dálítinn mun á því hvað fólk kaupi inn, eftir því hvort um er að ræða heimamenn eða fréttafólk. „Heimamennirnir kaupa mjólk og ferskvöru,“ segir hann og kveður hina fremur fara í sælgætið og gosið. „Það er hins vegar allt til enn þá,“ segir hann og kveðst ekki þurfa að hafa áhyggjur af samlokum sem gætu verið að renna út, þær séu ekki til sölu í búðinni. Annað sem þyrfti gæti hann svo bakað sjálfur. ELDGOS Í GRÍMSVÖTNUM „Sem betur fer vorum við með grímu,“ segir Svava Margrét Sig- marsdóttir, nýorðin sex ára leik- skólamær á Kærabæ á Kirkju- bæjarklaustri, þegar hún lýsir því hvernig hún fór með móður sinni á milli húsa í bænum til að heim- sækja „Laugu frænku“. Hún segist ekkert vera hrædd þó að myrkur sé um miðjan dag og blint í ösku fjúkinu, enda hafi hún séð öskufall frá Eyja- fjallajökli í fyrra. „En þá var ekki svona mikið myrkur eins og núna.“ Ekki er þó allt jafn ánægjulegt því Svava hafði séð hvernig lít- ill fugl barðist í eldhús- glugganum dágóða stund og vildi komast inn. „Svo stoppaði hann og datt niður og dó,“ sagði litla stúlkan. Hún játti því þó að kannski væri sennilegt, sem Kristín Ásgeirsdóttir móðir hennar skaut inn í samtalið, að fuglinn hefði áreiðanlega fundið skjól undir runna. Þá bætti pabb- inn, Sigmar Helgason, því við að þröstur hefði hagað sér óvenju- lega um morguninn þegar hann tók veðrið og hoppað um á regn- skálinni í stað þess að forða sér á meðan hann athafnaði sig. Sigmar er umsjónarmaður veður- stöðvarinnar á Klaustri. Stóra systir Svövu, Fjóla Berg- rún Sigmarsdóttir, er að útskrif- ast úr 10. bekk Kirkjubæjarskóla. Báðar eru heima því skóla- og leikskólahaldi hefur verið aflýst á Kirkjubæjarklaustri meðan ófært er vegna öskufoks og myrkurs. Í Reykjavík er að hefj- ast prófavika. „En við kláruðum prófin akkúr- at í síðustu viku,“ segir Fjóla. „Það átti hins vegar að vera útskrift- arpartí hjá okkur í kvöld, en það verður bara að hafa það,“ bætir hún við. Stefnt er að skólaslitum 1. júní næst- komandi, en óvíst hvað verður um skólahald þangað til. Útskriftar- nemarnir verði því lík- lega af „Vordögum“, frjálslegri skóladögum og leikjum sem áttu að vera fram að skólaslitum. Fjölskyldufólkið, rétt eins og aðrir á Klaustri, virðist láta sér ástandið í léttu rúmi liggja. „Maður er bara feginn að hafa húsaskjól og nóg að bíta og brenna. Búðin er opin og hvaðeina,“ segir Kristín. Þau hjón viðurkenna þó að nokkurt verk sé fyrir dyrum við hreinsistarf á Klaustri, svo sem við að sópa ösku af húsþökum. „Það blæs ekki af þeim hér undir fjall- inu. En við höfum nógan tíma,“ segir Sigmar. olikr@frettabladid.is Náðu að klára prófin fyrir helgi en lokapartíi aflýst Á Kirkjubæjarklaustri bíður fólk þess að af létti myrkri öskubylsins. Inni í skjóli bíða til dæmis systurnar Fjóla og Svava, önnur eftir því að grunnskólinn opni, hin eftir leikskólanum. Hvorug er hrædd við öskuna. „Það er allt í lagi með fólk,“ segir Rúnar Guðnason, björgunarsveitarmaður hjá björgunarsveitinni Kyndli á Kirkjubæjarklaustri. Hann segir íbúa á svæðinu lítið kippa sér upp við hamfarirnar í náttúrunni, frekar að fólk bíði þess rólegt að látunum sloti. „Þetta er sama askan hvort sem menn eru stressaðir eða ekki,“ bætir hann við. Rúnar, sem er smiður, var með félögum sínum á ferðinni víða um bæ á Kirkjubæjarklaustri í gær. Með honum í för voru þau Þorbergur Jónsson og Pálína Pálsdóttir, þegar fulltrúar blaðsins rákust á þau í kjörbúð staðarins. Pálína kvaðst komin heim í fjörið, en hún stundar annars nám í Borgarholtsskóla í Grafarvogi. „En ég kem yfirleitt austur á sumrin til að vinna.“ Öskunni er sama um stressið í fólkinu SYSTUR Fjóla Bergrún og systir hennar, Svava Margrét, láta ekki myrka daga og öskufjúk trufla sig um of. Sú yngri er dugleg að leika sér og hin styttir sér stundir í tölvunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KYNDILSFÓLK Pálína Pálsdóttir, Þorbergur Jónsson og Rúnar Guðnason vörpuðu öndinni um stund á lagernum í Kjarvali, kjörbúðinni á Klaustri, í hádeginu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM UNNAR STEINN JÓNSSON Unnar er verslunarstjóri í Kjarvali og grínast með að hann sé líka héraðsbakari. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Heimamenn kaupa öðruvísi vöru Maður er bara feginn að hafa húsaskjól og nóg að bíta og brenna. Búðin er opin og hvaðeina. KRISTÍN ÁSGEIRSDÓTTIR Ekki er talið líklegt að stórt hlaup verði úr Grímsvötnum vegna eldgossins á næstunni. Síðast hljóp úr Grímsvötnum í Skaftá í fyrra og því hefur lítið vatn safnast þar saman auk þess sem þunnur ís var yfir öskjunni. Því bráðnar minna magn af ís og minna bætist í vatnið. Vatnið sem safnast saman mun flýta fyrir næsta hlaupi. Ef gosið flyst þang- að sem ísinn er þykkari verður líklegra að hlaup verði. Jökulhlaup urðu nokkru eftir að síðustu tvö gos í Grímsvötnum hófust, árin 1998 og 2004. Stutt frá síðasta Skaftárhlaupi: Ekki miklar líkur á hlaupi Ráðherra ferðamála: Upplýsingarnar í réttan farveg „Þegar gaus í Eyjafjallajökli settum við saman viðbragðsteymi út af ferðaþjónustunni. Við áttum þetta teymi og gátum brugðist hraðar við,“ segir Katrín Júlíus- dóttir ferðamálaráðherra. Um leið og gosið í Grímsvötn- um hófst var upplýsingum komið á framfæri við erlenda fjölmiðla. Viðbragðsteymið kemur saman á hverjum morgni en það er skipað fulltrúum ráðuneyta, Almanna- varna, embættis forseta Íslands, Reykjavíkurborgar og ýmissa aðila sem tengjast ferðaþjónustu. „Almannavarnir eru þunga- miðjan í þessu. Við erum með mjög fína samstillingu á allri upplýsingaveitu sem kemur beint frá þeim. Við þurfum að gæta okkar á því að hlaupa ekki fram úr okkur í hvoruga áttina, hvorki of né van,“ segir Katrín. - ibs Tæplega tíu þúsund flugfarþegar hafa orðið fyrir töfum af völdum eldgossins í Grímsvötnum. Samkvæmt lögum eiga viðkom- andi rétt á ýmis konar aðstoð eða bótum svo sem á endurgreiðslu eða breytingu á flugleið. Þá segir á vef Neytendastofu að í öllum til- fellum eigi farþegar sem lenda í seinkun eða aflýsingu rétt á til- tekinni aðstoð eins og mat og gistingu meðan á töfinni stendur. Á vefnum er farið nánar yfir rétt flugfarþega en jafnframt má nefna að flugfélag er ábyrgt fyrir ferðakostnaði milli flugvalla ef flugi er beint á annan flugvöll. - mþl Fleiri þúsund strandaglópar: Hefur áhrif á réttindi farþega AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is 124.900 Þvottavél - WM 12Q460DN Tilboðsverð: kr. stgr. (Verð áður: 139.900 kr.) tilboðsverði Þvottavélar og þurrkarar nú á A T A R N A Ariel þvottaefni og Lenor mýkingarefni fylgja með öllum Siemens þvottavélum. Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 25° 27° 21° 13° 21° 26° 14° 14° 22° 16° 30° 29° 33° 14° 18° 16° 15°Á MORGUN Hæg norðlæg eða breytileg átt. FIMMTUDAGUR Hægt vaxandi S-átt SV- til í fyrstu. 2 2 2 4 3 5 5 7 6 6 -2 10 15 7 9 18 10 7 6 7 8 13 7 8 6 4 3 6 8 8 7 7 BATNANDI VEÐUR Fram undan eru breytingar í veðri en það lægir til kvölds og verður víðast hvar hæg- viðri á morgun og þurrt að mestu. Hægt vaxandi sunnanátt með vætu sunnan og vestan til síðdegis á fi mmtudag og hlýnandi veður. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.