Fréttablaðið - 24.05.2011, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 24.05.2011, Blaðsíða 34
24. maí 2011 ÞRIÐJUDAGUR26 sport@frettabladid.is KOLBEINN SIGÞÓRSSON hefur verið undanfarna daga og vikur verið sagður á leið til hollenska stórliðsins Ajax. Hann mun hafa komist að samkomulagi um kaup og kjör en félag hans í Hollandi, AZ Alkmaar, vill fá fimm milljónir evra fyrir sinn mann. Danny Blind, tæknistjóri Ajax, sagði við hollenska fjöl- miðla það vera of mikið fyrir Kolbein en Ajax er sagt hafa lagt fram tilboð upp á 3,5 milljónir. FÓTBOLTI Ísak Björgvin Gylfa- son, átján ára markvörður úr 2. flokki Fylkis, mun að öllum lík- indum standa í marki Fylkis þegar liðið mætir bikarmeisturum FH í 32-liða úrslitum Valitor-bikar- keppninnar annað kvöld. Fjalar Þorgeirsson verður í banni og Bjarni Þórður Halldórsson er enn meiddur. Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylk- is, segir að félagið hafi ekki skoð- að þann möguleika að fá markvörð á neyðarláni til félagsins þar sem búið er að loka fyrir félagaskipta- gluggann. „Það gæti orðið ofan á að hann muni spila þennan leik,“ segir Ólafur um Ísak Björgvin. „Eins og er þá er útlit fyrir það. Þetta er strákur sem hefur verið að standa sig vel með 2. flokki og um að gera að láta á það reyna. Einhvern tím- ann verður að nota þessa drengi,“ segir hann í léttum dúr. Bjarni Þórður er með brotinn fingur og er enn í gifsi. Það kemur því ekki til greina að hann spili leikinn gegn FH. Fylkismenn fengu tvö rauð spjöld í leiknum gegn Breiðabliki á sunnudagskvöldið. Fyrst Valur Fannar Gíslason og svo Fjalar stuttu síðar. Þá meiddist Albert Brynjar Ingason og óvíst hvort hann verður með gegn FH. „Það verður að koma í ljós þegar líður á vikuna,“ segir Ólafur, „en ég er vongóður um að Kjartan Ágúst Breiðdal og Baldur Bett séu að komast á lappirnar, sem og Rúrik Þorfinnsson. - esá Markvarðavandræði Fylkis fyrir leikinn gegn FH: Fylkismenn líklega með táning í markinu VERÐUR Í BANNI Fjalar Þorgeirsson, markvörður Fylkis, má ekki spila með liðinu í bikarleiknum gegn FH á fimmtudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FÓTBOLTI Tryggvi Guðmundsson ætlar að gera allt til þess að bæta markamet Inga Björns Albertssonar í efstu deild karla en heppnin hefur ekki alveg fylgt honum í tveimur fyrstu útileikjum Pepsi-deildarinnar. Hann fékk rautt spjald eftir 44 mínútur í þeim fyrsta á móti Val og svo var hann fluttur á sjúkrahús í hálfleik í leiknum á móti Keflavík í fyrrakvöld eftir að hafa fengið slæmt högg á kinnbeinið. „Þetta er búin að vera mjög skrautleg byrj- un hjá mér og ég var að átta mig á því í gær að ég er í raun bara búinn að spila þrjá leiki.Ég er búinn að spila tvo fyrstu leikina og svo bara hálfleik á móti Val og hálfleik á móti Kefla- vík. Ég hef í raun einungis spilað þrjá leiki af fimm og það er hundfúlt. Maður þarf að spila leiki til þess að skora mörk,“ segir Tryggvi sem skoraði sitt 118. mark í efstu deild á móti Keflavík. Hann vantar nú átta mörk til að jafna markamet Inga Björns Albertssonar. „Þetta var svakalegt högg en ég var ótrú- lega stoltur af því að ég vann skallaeinvígið. 175 cm á móti Halla Guðmunds sem er mikill skallamaður. Ég var mjög ánægður með það. Halli koma þarna aðeins of seint og ætlaði að skalla boltann í burtu af alefli en skallaði bara mig í burtu í staðinn,“ segir Tryggvi sem er með þrjú brot í andlitinu, tvö í kinnbein- inu þar sem höggið kom og svo aðra sprungu undir auganu. Hann þarf að fara í aðgerð til þess að rétta kinnbeinið en sú aðgerð hefur þó ekki mikil áhrif á það hversu lengi hann verður frá. „Ég sá stjörnur í byrjun og leið ekkert alltof vel strax en þetta var ekkert svo slæmt á eftir. Menn vildu ekki taka neina áhættu og það var brunað með mig í sjúkrabíl beint í Fossvog- inn,“ segir Tryggvi en hann fylgdist vel með félögum sínum í Eyjaliðinu sem tókst að landa sigrinum og komast upp í annað sæti deildar- innar. „Ég var í gemsanum eiginlega allan tímann á leiðinni til Reykjavíkur og heyrði hvernig þetta gekk fyrir sig. Ég var sjálfsögðu ánægð- ur með að strákarnir kláruðu þetta,“ segir Tryggvi. Þegar á sjúkrahúsið var komið fór Tryggvi í myndatöku og hann fékk síðan endanlegar niðurstöður eftir frekari skoðun í gærmorgun. „Það eina sem ég hugsaði um þegar læknarnir voru að tala við mig: Hvað verð ég lengi frá, hvað verð ég lengi frá? Mér var alveg sama um þetta blessaða andlit á mér,“ segir Tryggvi sem mun væntanlega mæta til leiks með grímu þegar hann snýr aftur á völlinn. „Þeir segja að ég verði frá í tvær til þrjár vikur sem þýðir að ég verð þá í fríi fram að hléinu vegna 21 árs landsliðsins. Ég nenni ekki að hlusta á það. Það er allt of gaman að spila með þessu ÍBV-liði og það er markamet sem þarf að slá. Ég hef engan tíma í svona vit- leysu,“ segir Tryggvi. „Ég ætla að sjá til hvað gerist. Bikarleikur- inn í vikunni er klárlega farinn og Víkingsleik- urinn á sunnudaginn er ólíklegur en ég ætla að ná rest. Það getur samt vel verið að einhverjir læknar sem lesa þetta telji að ég sé alveg far- inn í hausnum,“ segir Tryggvi í léttum tón. „Mér finnst ótrúlegt að heyra það að ég sé svona mikið brotinn og þurfi að fara í aðgerð miðað við það hvernig mér líður,“ segir Tryggvi. „Ég væri alveg til að fara á æfingu á eftir og finnst þetta fúlt en maður verður víst að hlusta á þessa lækna. ooj@frettabladid.is Alveg sama um blessað andlitið Tryggvi Guðmundsson kvartar ekki mikið þrátt fyrir að hafa þríbrotnað í andlitinu í 2-0 sigri ÍBV í Keflavík í fyrrakvöld nema þá helst yfir því að læknarnir segi að hann spili ekkert fótbolta næstu vikurnar. „Það er alltof gaman að spila með þessu ÍBV-liði og það er markamet sem þarf að slá,“ segir Tryggvi. ÞRÍBROTIN Í ANDLITINU „Ég er pínu bólginn þar sem höggið sjálft var og svo er ég enn þá bara með þessa kúlu undir auganu sem að poppaði upp. Annars er ég bara gullfallegur,“ sagði Tryggvi Guðmundsson sem sést hér sýna á sér „betri“ hliðina í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA TRYGGÐU ÞÉR MIÐA STRAX AUKASÝNINGAR „Þessi leiksýning hefur allt sem þarf til að skapa vel heppnað og eftirminnilegt leikverk.“ I.Þ., Mbl. „Þetta var geggjuð flott sýning, eins og gelgjan sagði. Og hvað viljið þið meira?“ B.S., pressan.is „Critics choice“ Time Out, London Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is FÓTBOLTI Jack Wilshere, leik- maður Arsenal, verður ekki með Englendingum á EM U-21 liða í sumar þrátt fyrir fyrri yfirlýs- ingar um áhuga sinn að spila með liðinu. Stuart Pearce, landsliðsþjálfari Englands, valdi í gær 23 manna lokahóp sinn fyrir EM og var nafn Wilsheres hvergi að finna. „Hann sagði mér í mars að hann vildi vera með en í vikunni tjáði hann mér að hann taldi sig ekki í nógu góðu formi til að fara til Danmerkur,“ sagði Pearce. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var afar mótfallinn því að senda Wilshere til Danmerkur og fékk því sínu framgengt. Andy Carr- oll, leikmaður Liverpool, verður heldur ekki með í sumar en það er vegna meiðsla. Enska liðið er þó gríðarlega sterkt en 18 af leikmönnunum 23 eru á mála hjá félögum í ensku úrvalsdeildinni. - esá Enska U-21 landsliðið: Wilshere ekki með á EM WILSHERE Mun hvíla sig þegar EM fer fram í Danmörku í sumar. MYND/GETTY FÓTBOLTI Ekkert liggur enn fyrir um framtíð Heiðars Helguson- ar hjá QPR sem vann sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á dög- unum. Samningur Heiðars við félagið rennur út í sumar. „Það er ekkert í hendi enn,“ sagði Heiðar í samtali við Frétta- blaðið. „Það hafa einhverjar við- ræður átt sér stað en það er svo mikið í gangi hjá félaginu þessa dagana. Ég er bara einhvers stað- ar í röðinni.“ Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að eigendur QPR staðfestu á dögunum að Neil Warnock yrði áfram knattspyrnustjóri liðsins. „Hann vill halda mér. Ég er því frekar vongóður en verð rólegur þar til ég skrifa undir.“ - esá Framtíðin enn óljós hjá Heiðari Helgusyni: Heiðar er vongóður

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.