Fréttablaðið - 24.05.2011, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 24.05.2011, Blaðsíða 38
24. maí 2011 ÞRIÐJUDAGUR30 FÉSBÓKIN Hefur skráð sig á surfnámskeið í sumar! Öðruvísi ykkur áður brá! Björk Eiðsdóttir sjónvarpskona hefur ekki áhyggjur af köldu sumri. „Við erum búin að vera að vinna í þessu verkefni mjög lengi og höfum sinnt mikilli rannsóknarvinnu. Við höfum rætt við fólk sem kom að þessum fundi, bæði á Íslandi, í Bandaríkjunum og Rússlandi,“ segir Stewart MacKinnon, einn af aðalframleiðendum kvikmyndar- innar Reykjavik. Eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku er allverulegur skrið- ur kominn á gerð kvikmyndarinn- ar sem á að fjalla um leiðtogafund Ronalds Reagan og Mikhaíls Gor- batsjov í Höfða árið 1986. Fram kom í fréttatilkynningum á net- inu að breski leikstjórinn Ridley Scott myndi leikstýra myndinni en MacKinnon segir það ekki vera sannleikanum samkvæmt. Fram- leiðslufyrirtæki Scotts, FreeS- cott, komi að framleiðslunni. Mac- Kinnon er hins vegar bjartsýnn og segir að ef allt gangi að óskum hefj- ist tökur strax á næsta ári. MacKinnon er reynslubolti í sjón- varps- og kvikmyndaiðnaðinum og forðast því að gefa alltof mikið upp. „En ég get þó sagt, að þetta er stór mynd með stórum stjörnum sem verður hugsuð fyrir alþjóðlegan markað. Hún verður tekin upp í Reykjavík enda leikur höfuðborg- in og umhverfið hennar stórt hlut- verk í myndinni,“ útskýrir Mac- Kinnon en hann líkir myndinni við kvikmyndina Frost/Nixon sem var frumsýnd fyrir þremur árum. Sú mynd kostaði 35 milljónir dollara eða fjóra milljarða í framleiðslu. „Við sjáum þetta sem mjög mikil- væga sögu, þar sem tveir fulltrú- ar ólíkrar hugmyndafræði sett- ust niður og reyndu að ná einhvers konar samkomulagi. Við teljum þetta mynd sem eigi erindi við áhorfendur í dag.“ Stór mynd með stórum stjörnum SÖGULEG STUND Þegar Reagan og Gorbatsjov hittust í Höfða beindist kastljós heimspressunnar að Íslandi. Nú stendur til að gera kvikmynd með stórum stjörnum um þessa sögulegu stund. Matarkröfur Eagles fyrir tón- leikaferð sína Long Road Out Of Eden eru gríðarlegar samkvæmt lista sem Fréttablaðið komst yfir á netinu. Búast má við að íslenskir tónleikahaldarar þurfi að uppfylla einhverjar af þessum kröfum þótt þeir geti eflaust ekki reddað Star- bucks-kaffi eins og beðið er sér- staklega um. Ísleifur B. Þórhalls- son, sem stendur fyrir tónleikum Eagles, sagðist ekkert vilja tjá sig um kröfur Eagles, þær væru trún- aðarmál. Matarkröfurnar eru jafn strang- ar og þær eru margar. Mikilvægt er að maturinn sé heilsusamlegur þar sem fólk í föruneyti Eagles er að reyna að hugsa um heilsuna, eins og kemur fram á kröfulist- anum á netinu. Öll búningsher- bergi verða að vera full af fersk- um ávöxtum og grænmeti ásamt nýbökuðu brauði. Mikilvægt er að harðsoðin egg sem verða í boði séu köld, með sprungulausri skurn. Þá verða vínber að vera svo fersk, að þegar þau eru hrist slitna þau ekki úr klasanum. Krafan um ferskleika er ströng, sem kristallast í kröfunni um hágæða safapressur frá annað- hvort Juice Man eða Breville. Þeir leyfa sér þó líka að sukka, en Don Henley biður sérstaklega um snakk frá Lays og átta pakka af tyggjói með suðrænu og pipar- myntubragði. Loks þarf allur matur að vera borinn fram á leir- taui, ekki plastdiskum og hnífapör- in verða að vera úr silfri. Þeir Glenn Frey, Don Henley, Joe Walsh og Timothy Schmidt gera kröfu um að vera í sérbún- ingsherbergjum á þeim tónleika- stöðum sem þeir spila og þeir leggja þá væntanlega öll búnings- herbergin í Laugardalshöll undir sig. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst verður stór bílafloti til taks fyrir þá en einhverjir Eagles- liðar hafa á tónleikaferðum sínum notast við einkabílstjóra. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst ÍSLEIFUR B. ÞÓRHALLSSON: ÉG TJÁI MIG EKKERT UM ÞETTA Miklar matarkröfur Eagles „Það er óvenjulegt sumarfríið sem við tökum þetta árið en ég er mjög spennt,“ segir Dóra Sif Ingadóttir, kærasta knattspyrnumannsins Bjarna Þórs Viðars- sonar, fyrirliða unglingalandsliðsins í knattspyrnu. Hún ætlar að fylgja kærastanum til Danmerkur og styðja landsliðið á Evrópumótinu. Fjölskyldur þeirra hafa leigt sér hús og ætla að vera saman yfir mótið. Dóra Sif þarf engu að síður að leggja á sig smá ferðalag fyrir keppnina. „Ég fer fyrst til Belgíu og sæki bílinn okkar þangað. Keyri svo til Danmerkur með mömmu en það tekur um átta tíma. Við verðum að vera á bíl til að geta keyrt milli leikja,“ segir Dóra Sif en hún er búsett í Belgíu þar sem Bjarni spilar fyrir úrvalsdeildarliðið KV Mechelen. Dóra kveðst mjög stolt af kærastanum og hinum strákunum í liðinu. „Maður fyllist miklu þjóðarstolti á landsleikjum svo ég á von á að þetta verði skemmti- legur tími,“ segir Dóra Sif en hún ætlar að reyna að hóa saman kærustum leikmanna sem fara til Dan- merkur. „Við Ragga [Ragnheiður Theodórsdóttir, kærasta Rúriks Gíslasonar] ætlum að hittast úti og reyna að búa til stemmingu. Enda á ég ekki von á því að við eigum eftir að hitta strákana mikið, þeir verða örugglega lokaðir inni á hótelherbergi mestallan tím- ann.“ Dóra Sif, sem er 23 ára og í fjarnámi frá Háskóla Íslands, segist finna fyrir miklum áhuga fyrir EM í kringum sig en er hún bjartsýn á gengi liðsins í Dan- mörku?„Ég er smá stressuð fyrir þeirra hönd en samt það bjartsýn að ég bókaði gistingu fram yfir úrslita- leikinn.“ - áp Leggur á sig átta stunda akstur STOLT AF STRÁKNUM Dóra Sif Ingadóttir, kærasta Bjarna Þórs Viðarsonar, fyrirliða unglingalandliðsins, er að undirbúa ferð sína á EM í Danmörku. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON hafa Eagles-menn einnig notað sína eigin kokka á tónleikaferðum sínum og gera má ráð fyrir því að engin breyting verði á því þegar þeir koma til Íslands. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu mætir einhver hluti starfsfólksins fjórum dögum fyrir tónleikana til að hefja upp- setningu á sviði og hljóðkerfi. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins mæta meðlimir Eagles til landsins á einkaþotu tveimur dögum fyrir tónleikana. Miðasala á þá 200 miða sem eftir eru hefst á föstudaginn á vefsíðunni midi.is. STRANGAR KRÖFUR Kröfulisti hljómsveitarinnar Eagles er gríðarlega langur. Búningsherbergin í Laugar- dalshöll þurfa að vera full af alls kyns ferskum kræsingum og hljómsveitin tekur með sér tvo kokka til að elda ofan í sig og föruneyti. www.listahatid.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA! FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.