Fréttablaðið - 24.05.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 24.05.2011, Blaðsíða 2
24. maí 2011 ÞRIÐJUDAGUR2 VIÐSKIPTI „Það er langt frá því að fyrirtækið standi illa,“ segir Jón Ólafsson, stjórnarformaður Ice- landic Water Holdings. Fyrirtæk- ið framleiðir átappað flöskuvatn undir merkjum Icelandic Glacial við Þorlákshöfn. Fyrirtækið hefur lokið við að auka hlutafé fyrirtæk- isins um fjörutíu milljónir dala, jafnvirði 4,7 milljarða íslenskra króna. Tæp sjötíu prósent af hlutafénu, 28 milljónir dala, um 3,3 milljarð- ar króna, fólst í breytingu á skuld- um í hlutafé. Afgangurinn var nýtt hlutafé. Við hlutafjáraukninguna fór eignarhluti bandaríska drykkja- vörurisans Anheurser-Busch InBev úr nítján prósentum í 23,3. Nýir hluthafar bættust við, bandaríski fjárfestingarbankinn JP Morgan auk tveggja kunn- ingja Jóns, suður-afríski fjárfest- irinn Dennis Raeburn og gríski skipakóngurinn Eiles Mavroleon. Eignarhluti Jón og Kristjáns sonar hans fer hins vegar úr 73 prósent- um í 55 prósent. Jón bendir á að heildarfjárfest- ingin nemi nú þrettán milljörð- um króna, sem er álíka fjárhæð og hafði verið tryggð fyrir fyrsta áfanga kísilverksmiðju í Helguvík árið 2008. Ársreikningur Iceland Water Holdings liggur ekki fyrir. Félagið tapaði 12,5 milljónum dala árið 2009, þar af voru 10,3 milljónir dala, jafnvirði 1,2 milljarða, beint rekstrartap. Skuldir námu þá tæpum 67 milljónum dala, tæpum 7,9 milljörðum króna. Jón segir hlutafjáraukninguna nú og aukna sölu á heimsvísu bæta stöðu fyr- irtækisins verulega, skuldir séu komnar niður í tuttugu milljónir dala. Jón segir söluna aukast jafnt og þétt í samræmi við aukið land- nám. Salan jókst um 86 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins. Vöxturinn hefur verið mestur í Kanada en þar jókst salan um 330 prósent frá sama tíma í hittifyrra. Þá er vatnið jafnframt til sölu í Kína og Rússlandi. „Áttatíu pró- sent sölunnar eru í Bandaríkjun- um. Við stefnum á að þegar fram líði stundir verði salan jafn mikil í Bandaríkjunum og í Kína,“ segir Jón en í undirbúningi er að opna skrifstofu í Hong Kong á næst- unni. jonab@frettabladid.is milljarðar króna er heildarfjárfestingin í átöppunarfyrir- tækinu í Þorlákshöfn. 13 DÓMSMÁL 37 ára karlmaður var dæmdur í níu mánaða fangelsi í gær fyrir ræktun á kannabis- plöntum og vörslu á fíkniefnum. Ræktunin fór fram á þremur stöðum í Reykjavík og voru 504 plöntur gerðar upptækar hjá manninum auk kannabisstöngla og laufa. Einnig var hann tekinn í tvígang með eiturlyf á sér, kóka- ín, amfetamín og tóbaksblandað kannabis. Öll brotin voru framin árið 2009. Maðurinn játaði brot sitt ský- laust. Hann hefur oft komist í kast við lögin og var í fyrra dæmdur í fimmtán mánaða fang- elsi, meðal annars fyrir húsbrot og rán. - þeb 504 plöntur gerðar upptækar: Kannabisrækt- andi í fangelsi Guðlaugur, varstu að æfa Lögreglukórinn? „Jú, en ekki benda á mig. Spyrjið þá sem voru á vakt.“ Lögreglukórinn hefur gefið út plötuna GAS – Góðir alþýðusöngvar. Á plötunni syngur kórinn meðal annars lög eftir Bubba Morthens. Guðlaugur Viktorsson er stjórnandi kórsins. LÖGREGLUMÁL Karlmanni á sjö- tugsaldri, sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald 16. maí síðast- liðinn, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu. Maðurinn var handtekinn í kjölfar þess að eiginkona hans var endurlífguð á heimili þeirra í austurhluta Reykjavíkur. Konan, sem var á fimmtugsaldri, var flutt á sjúkrahús en lést þar nokkrum dögum síðar. Bráðabirgðaniðurstaða krufn- ingar gaf ekki tilefni til að hafa manninn áfram í haldi. Rannsókn málsins heldur áfram en frekari upplýsingar liggja ekki fyrir. - mþl Mannslát í austurborginni: Karlmanni sleppt úr haldi JP Morgan fjárfestir í íslenska vatninu Hlutafé fyrirtækis vatnskóngsins Jóns Ólafssonar og sonar hans hefur verið aukið um tæpa fimm milljarða. Grískur skipakóngur og suður-afrískur fjár- festir keyptu hlut í fyrirtækinu. Heildarfjárfestingin álíka og í kísilverksmiðju. VATNIÐ FER UM ALLAN HEIM Jón Ólafsson segir fjárfestingu í átöppunarverksmiðju þeirra feðga álíka mikla og í kísilverksmiðju. Á myndinni sýna þeir Jón og Kristján Össuri Skarphéðinssyni, þá iðnaðarráðherra, átöppunarverksmiðjuna þegar hún var ræst í september 2008. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VIÐSKIPTI Stjórn Vátryggingafélags Íslands (VÍS) hefur fallist á ósk Guðmundar Arnar Gunnarssonar um að láta af störfum sem forstjóri félagsins. Hann hættir jafnframt sem forstjóri Líftryggingafélags Íslands. Er ákvörðun Guðmundar tekin til að bregðast við úttekt Fjár- málaeftirlitsins á starfsemi og við- skiptaháttum VÍS í tíð eldri stjórna á árunum 2008 til 2010. Friðrik Bragason, framkvæmdastjóri vátryggingasviðs, hefur verið ráð- inn forstjóri tímabundið. Guðmundur Örn vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu en sagði þó að ákvörð- unin um starfs- lok væri tekin í fullri sátt. Í fréttatilkynn- ingu frá VÍS var eftirfarandi haft eftir honum: „Gagnrýni Fjár- málaeftirlitsins á störf mín í forstjórastóli félag- anna kemur mér á óvart og veld- ur því vonbrigðum. Með ákvörðun minni um að víkja til hliðar er ég ekki að fallast á aðfinnslur FME heldur freista þess að standa sem fyrr vörð um hagsmuni VÍS og Líf- tryggingafélags Íslands.“ Í fréttatilkynningunni segir enn fremur að VÍS standi styrkum fjár- hagslegum fótum. Heildareignir félagsins um síðustu áramót hafi verið 35 milljarðar króna og eigið fé ríflega ellefu milljarðar. Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, sagði í gær ekki tíðkast að birta úttektir á borð við þessa opinberlega og gat ekki varpað frekara ljósi á þá gagnrýni sem finna má í úttektinni. - mþl Viðbrögð við gagnrýni Fjármálaeftirlitsins á starfsemi og viðskiptaháttum VÍS: Guðmundur hættir hjá VÍS TÆKNI „4G-kerfi hafa verið byggð upp í Bandaríkjun- um, Noregi, Svíþjóð og víðar. Þetta er allt að gerast núna,“ segir Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri farsímafyrirtækisins Nova. Fyrirtækið sótti í gær um heimild hjá Póst- og fjarskiptastofnun um leyfi til að prófa innleiðingu næstu kynslóðar í gagnaflutningstækni hér í sam- starfi við kínverska tæknifyrirtækið Huawei. Þessi tækni er næsta skref á eftir þriðju kynslóð í þráðlausum gagnaflutningum og nefnist í stuttu máli fjórða kynslóðin, 4G. Afkastageta 4G-kerfisins er um tífalt meiri en forverans. Liv segir að tilraunakerfið gefa Nova kost á að leggja drög að uppbyggingu 4G-kerfisins og meta kostnaðinn við fjárfestinguna. Nova hóf að byggja upp þriðju kynslóð í gagnaflutningskerfi fyrir fimm árum en fékk rekstrarleyfi fyrir fjórum. Kerfið er nýlegt og telur Liv að ekki þurfi að endurnýja senda. Liv segir öra þróun í neytendabúnaði kalla á upp- færslu í gagnaflutningstækni. Máli sínu til stuðn- ings bendir hún á fjölda tækja sem muni eiga í þráð- lausum samskiptum í framtíðinni. Þar á meðal eru eru bílar og spjaldtölvur. „Vöxturinn verður gígan- tískur,“ segir hún. -jab Nova sækir um tilraunaleyfi á 4G net- og farsímaþjónustu: 4G byltir þráðlausum samskiptum SKRIFAÐ UNDIR SAMKOMULAG Liv, sem á myndinni er með forsvarsmönnum Huawei og Nova, segir mörg tól og tæki eiga í samskiptum með þráðlausri tækni á næstu árum. MISSOURI, AP Að minnsta kosti 116 eru látnir í borginni Joplin í Miss ouri í Bandaríkjunum eftir að öflugur skýstrókur fór þvert yfir bæinn á sunnudag. Þá eru 500 slasaðir. Stór hluti borgarinnar er rústir einar, þar á meðal stærsti spítali hennar. Þá hefur neyðarástandi verið lýst yfir og herinn kallaður út til aðstoðar. Þrumuveður hefur þó gert björgunarfólki erfitt fyrir. - mþl Skýstrókar í Missouri: Tala látinna komin yfir 100 GUÐMUNDUR ÖRN GUNNARSSON Atvinnuleitendur hjálpi til Sveitarfélögum verður boðið að ráða atvinnuleitendur og námsmenn til þess að sinna ýmsum störfum til aðstoðar fólki á áhrifasvæði eldgoss- ins í Grímsvötnum. Velferðarráðherra kynnti tillögu þess efnis á ríkis- stjórnarfundi í gær. SUÐURLAND SÍLE, AP Jarðneskar leifar Salv- adors Allende hafa verið grafnar upp í Síle til að ganga úr skugga um hvort hann framdi sjálfsvíg eða var myrtur í stjórnarbyltingu árið 1973. Það var Augusto Pinochet her- foringi og siðar einræðisherra sem steypti vinstri stjórn All- endes forseta af stóli. Alþjóðlegur hópur réttarmeina- fræðinga mun nú gera rannsóknir á leifum forsetans að beiðni fjöl- skyldu hans og rannsóknardómar- ans Mario Carroza. - gb Alþjóðleg rannsókn hafin: Kista Allendes var grafin upp SPURNING DAGSINS PAKISTAN, AP Pakistanski herinn náði aftur á sitt vald í gær eigin herstöð í borginni Karachi eftir að hópur talibana hafði haft hana á valdi sínu í 18 klukkutíma. Talibanarnir, sem líklega voru ekki nema sex í allt, réðust á her- stöðina seint á sunnudagskvöld, eyðilögðu að minnsta kosti tvær herþotur og drápu tíu manns. Að minnsta kosti fjórir árásar- mannanna féllu um síðir í átökum við herinn, en svo virðist sem tveir hafi komist undan. Þetta er þriðja árás talibana í Pakistan síðan bandarískir sér- sveitarmenn réðust inn á felustað Osama bin Laden og drápu hann. - gb Talibanar í hefndarhug: Héldu herstöð í átján stundir PAKISTAN Á VERÐI Pakistanskur hermaður í herstöðinni í Karachi. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.