Fréttablaðið - 24.05.2011, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 24.05.2011, Blaðsíða 30
24. maí 2011 ÞRIÐJUDAGUR22 BAKÞANKAR Bergsteins Sigurðs- sonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. þungi, 6. rún, 8. efni, 9. gagn, 11. tveir eins, 12. hald, 14. rabb, 16. í röð, 17. fiskur, 18. hætta, 20. samtök, 21. land í asíu. LÓÐRÉTT 1. áfengisblanda, 3. ólæti, 4. frumtala, 5. goð, 7. heimilistæki, 10. hald, 13. af, 15. gan, 16. tæki, 19. skst. LAUSN LÁRÉTT: 2. farg, 6. úr, 8. tau, 9. nyt, 11. ðð, 12. skaft, 14. skraf, 16. tu, 17. áll, 18. ógn, 20. aa, 21. laos. LÓÐRÉTT: 1. púns, 3. at, 4. raðtala, 5. guð, 7. ryksuga, 10. tak, 13. frá, 15. flan, 16. tól, 19. no. Ég get svarið fyrir það, fíflið þitt, ég sagði nagla-rúm, nagla! Já, maður lærir svo lengi sem maður lifir. Og ég þarf að varast menn sem setja peysuna yfir axlirnar á sér. Og menn sem kunna ekki að meta gott gítarriff. Þeir eru lélegir. En menn með tagl. Ég veit ekki um þá. Jú, jú, menn með tagl eru alltaf merki um eitthvað gott. Menn með fléttur boða hins vegar ekki gott. Já, ok, svo- leiðis. Finnst þér hún ekki áhugaverð? Hver? Hún? Hún er alveg pott- þétt orðin þrítug. 42, ég er búinn að gúgla hana. Hey, þú ert að fantasera um félags- ráðgjafann þinn, hættu því! Segir sig sjálft. Ok. Akkúrat. Og menn með þungar gull- keðjur. Og menn sem elska rakakrem. Og menn sem leika á túbu. Ertu enn að taka til? Já, því miður. Jæja. Ég vildi bara upp- lýsa að veðrið í dag er alveg frábært, eiginlega alveg stór- kostlegt. Jæja, ég ætla að leyfa þér að halda áfram. WWWWWW Sumir eru bara svo við- kvæmir fyrir veðrinu. Pantaðu í síma 565 600 0 eða á w ww.som i.is Frí heim sending * FERSKT & ÞÆGILEGT TORTILLA VEISLUBAKKI EÐALBAKKI LÚXUSBAKKI DESERTBAKKI GAMLI GÓÐI TORTILLA OSTABAKKI 30 bitar 30 bitar 20 bitar 20 bitar 20 bitar 50 bitar Fyrir 10 manns ÁVAXTABAKKI Hver samlokubakki er hæfilegur fyrir fjóra eða fimm. *Frí heimsending gildir aðeins ef pantaðir eru 4 eða fleiri bakkar. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN FÁÐU BEITTUSTU BRANDARANA Í SÍMANN m.visir.is Fáðu Vísi í símann! Meiri Vísir. Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. Skopmyndir Halldórs Baldurssonar eru á Vísi Ógæfu Íslands verður allt að vopni, æpti ég upp yfir mig í gær þegar ég horfði á fréttir úr sortanum á Kirkjubæjarklaustri og nágrenni. „Fyrst hrunið með tilheyrandi kaupmáttarrýrnun, skattahækkunum og atgervisflótta.Höfum við ekki fengið nóg?“ Konan mín leit á mig. „Við? Bíddu, hefur þetta eldgos eitthvað bitnað beint á okkur, frekar en þorra íbúa á höfuðborgarsvæðinu sem fylgjast með úr öruggri fjarlægð?“ ÉG reyndi að malda í móinn. „Ja, við þurf- um nú að loka gluggunum hjá okkur, og það var aska á hnakknum á hjólinu mínu í morgun; svo er þunglyndislegt, grátt ösku- mistur yfir borginni og ég kemst ekki út að hlaupa í dag því heilbrigðisyfirvöld vara fólk við að erfiða mikið utandyra.“ „ERU ÞETTA einu beinu áhrifin sem gosið hefur haft á þig?“ spurði hún á móti. „Er búfénaðurinn þinn að drepast meðan þú ert að keppast við að koma honum í öruggt skjól?“ „Nei,“ muldr- aði ég. „Er bleikjueldið þitt að fyllast af hræjum?“ „Nei.“ „Sérðu handa þinna skil?“ Ég leit í gaupn- ir mér og kinkaði kolli. „Nærðu andanum án erfiðleika?“ Ég dæsti til samþykkis. „Hefðirðu hvort eð er farið út að hlaupa út í þessum kulda?“ „Já,“ full- yrti ég með tóni sneyddum öllu því sem kalla mætti sannfæringu. „SUMSÉ,“ hélt hún áfram, „heildaráhrifin sem eldgosið í Grímsvötnum hefur haft á þig fram að þessu er að þú lokaðir nokkr- um gluggum og straukst rykskán af reið- hjólahnakki.“ „Ekki gleyma þunglyndis- legu ösku mistri,“ bætti ég við og uppskar augnaráð með annars konar meðaumkun en þeirri sem ég var að fiska eftir. „Og finnst þér þetta sambærilegt við það sem fólkið fyrir austan fjall þarf að fást við?“ „ÓGÆFU ÍSLANDS verður allt að vopni,“ endurtók ég og steytti hnefa. „Skattar, kaupmáttur, fólksflótti, eldgos. Allt leggst á eitt. Geturðu ímyndað þér hvað við töpum mörgum gistinóttum.“ „Ert þú nú allt í einu orðinn einhver ferðaþjónustubóndi?“ svar- aði hún. „Það er nú bara ekkert svo fráleit hugmynd,“ fnæsti ég og gjóaði augunum á lopapeysuna mína á nálægu stólbaki og kjölinn á Njálu í bókahillunni. „ÞÚ ÁTTAR þig á því,“ hélt hún áfram, „að í stað þess að finna til hluttekningar með þeim sem glíma við öskuna ertu að búa til tengingu milli efnahagsmála og gossins til þess eins að fóðra eigin sjálfsvorkunn; þú barmar þér yfir óförum sem aðrir þurfa að glíma við.“ „Ógæfu Ísl …“ reyndi ég að árétta í síðasta sinn en var orðinn einn í stofunni. Fréttir úr sortanum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.