Fréttablaðið - 24.05.2011, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 24.05.2011, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 24. maí 2011 13 VIÐSKIPTI Líkur eru á að ríkið muni reyna fyrir sér með skulda- bréfaútboði á erlendum vett- vangi á þriðja fjórðungi ársins, því fyrsta frá hruni. Greining Íslandsbanka segir lántökuna geta rutt brautina fyrir aðra sem þurfi á erlendu lánsfé að halda, svo sem Landsvirkjun. Í Morgunkorni Íslandsbanka segir að ríkissjóður gæti reynt að sækja hálfan milljarð evra til að endurfjármagna þann hluta gjaldeyrisforða Seðlabankans sem er á gjaldaga næsta árið. - jab Ríkið vill sækja sér erlent fé: Gæti hjálpað Landsvirkjun REYKJAVÍKURBORG Linda Björg Árnadóttir, hönnuður og aðstand- andi verslunarinnar Kiosk á Laugavegi, segja það ekki rétt sem kom fram í Fréttablaðinu á miðvikudag í síðustu viku að fjárstyrkur sem Linda fékk frá Reykjavíkurborg hafi á endanum verið nýttur til stofnunar Kiosk en ekki í verkefnið sem styrkur- inn var ætlaður. Eins og kom fram í Frétta- blaðinu vill borgin að Linda endur greiði fimm hundruð þús- und króna styrk sem hún fékk í fyrra til verkefnis sem hafði það að markmiði að skapa ungum fatahönnuðum farveg. Peningarn- ir hafi ekki verið notaðir eins og til var ætlast. Linda sagði í bréfi til menningar- og ferðamálasviðs borgarinnar að endurgreiðslu- krafan væri fáránleg. Þótt verk- efnið hafi ekki orðið eins og stefnt hafi verið að vegna skorts á fjár- magni annars staðar frá hafi samt komið út úr því „góðir og tiltölulega svipaðir hlutir og til stóð í upphafi“. Síðan útskýrði Linda að verkefnið hefði þróast í að verða verslun sem hópur hönn- uða reki saman. „Þessi verslun heitir Kiosk og er á Laugavegi 65,“ sagði í bréfinu. Nú hafa Linda og aðstandendur Kiosk hins vegar sent frá sér sam- eiginlega yfirlýsingu um að Kiosk hafi aldrei fengið styrk frá Reykja- víkurborg né annars staðar frá. „Þátttakendurnir í Kiosk hafa stað- ið sjálfir að stofnun og öllum fram- kvæmdum vegna verslunarinnar. Umræddur styrkur var veittur Lindu vegna verkefnis sem hét Black sem hún vann með tveim- ur af stofnendum Kiosk. Kiosk og Black eru alveg ótengd verkefni,“ segir í yfirlýsingunni. - gar Hönnunarstyrkur sem Reykjavíkurborg vill fá endurgreiddan rann ekki til Kiosk: Frásögn um styrk borin til baka FRÉTTABLAÐIÐ Í síðustu viku var sagt frá kröfu Reykjavíkurborgar á hendur Lindu Bjargar Árnadóttur um endurgreiðslu hönnunarstyrks og svörum Lindu við kröfunni. LINDA BJÖRG ÁRNADÓTTIR Fagstjóri hönnunardeildar Listaháskóla Íslands segir að þótt verkefni sem hún fékk styrk frá Reykjavíkurborg til að framkvæma hafi þróast öðruvísi en ætlað var hafi útkoman verið álíka góð. Niðurstaðan hafi orðið verslunin Kiosk sem opnuð var á Laugavegi í fyrrasumar. MYNDIN ER SAMSETT. Fatahönnuður vill ekki borga r a n i. - r m r m a í Eignastýring • Markaðsviðskipti • Fyrirtækjaráðgjöf Arctica Finance er framsækið, óháð og sjálfstætt fjármálafyrirtæki sem hefur starfsleyfi frá Fjármálaeftirlitinu. Fyrirtækið er í eigu starfsmanna sem búa að áralangri og víðtækri reynslu af innlendum og erlendum fjármálamörkuðum. www.arctica.is | Smáratorgi 3 | 201 Kópavogi | Sími 513 3300 SÁDI-ARABÍA, AP 32 ára gömul kona hefur verið handtekin í Sádi- Arabíu fyrir að aka bíl. Konur mega ekki aka bílum í landinu en Manal al-Sherif setti myndband á netið af sjálfri sér undir stýri í síðustu viku. Bróðir hennar, sem var með henni í bíln- um, var einnig handtekinn. Baráttufólk fyrir rétti kvenna til að keyra hafði búið til síður á Facebook og Twitter, en þeim var lokað fyrir skömmu. Í gær voru nýjar síður stofnaðar. Baráttu- fólkið hefur ákveðið að 17. júní verði dagur þar sem allar konur í landinu eigi að keyra bíla sína. - þeb Sádi-Arabar mótmæla banni: Kona í haldi fyrir að keyra Sinueldur í Svínadal Sinu- og gróðureldur kviknaði í Svínadal á sunnudagsmorgun. Litlu munaði að eldurinn næði að læsa sig í sumarhús á svæðinu. Maður sem staddur var í einu húsanna náði að hefta útbreiðslu eldsins áður en slökkvilið kom á staðinn. LÖGREGLUMÁL ALÞINGI Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, formaður Framsóknar- flokksins, vill upplýsingar um fjölda innbrota á síðustu árum og hvort innan- ríkisráðherra telji ástæðu til að ætla að hópar erlendra afbrotamanna stundi skipu- leg innbrot á Íslandi. Í fyrirspurn til ráðherra spyr Sigmundur um fjölda erlendra fanga sem vist- aðir voru í íslenskum fangelsum í byrjun maí. Til samanburðar biður hann um sama hlutfall frá því fyrir tíu árum. - bj Spyr um erlenda glæpahópa: Vill upplýsingar um fangelsisvist SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.