Fréttablaðið - 24.05.2011, Blaðsíða 8
24. maí 2011 ÞRIÐJUDAGUR8
Frestur til að sækja um
110% aðlögun veðskulda
rennur út 1. júlí
Ræddu við ráðgjafann þinn í útibúinu þínu um úrræði Íslandsbanka
Það var enginn blámi yfir Jökuls-
árlóni í gær. Ísjakarnir þar eru
svartir og það var ekkert að gera,
að sögn Einars Björns Einars-
sonar sem rekur ferðaþjónustuna
Glacier Lagoon.
Á annað hundrað ferðamenn
höfðu pantað siglingu um lónið á
sunnudaginn en þeir komu ekki.
„Þetta var mestmegnis fólk sem
ætlaði að koma vestan að. Við
sigldum hins vegar með sextán
manns. Það voru strandaglópar
sem ekki höfðu pantað ferð hjá
okkur fyrirfram,“ segir Einar
Björn og bætir því við að í stað
fallegra hvítra ísjaka sé nú eins
og fljótandi grjót sé í lóninu.
„Það má búast við að ísinn verði
lengi svartur. Það er að vísu lítill
ís eins og er. Í byrjun júní brotnar
yfirleitt mikið úr jöklinum, sem er
svartur, og það getur vel verið að
við fáum hreinni ís ef hann snýr
sér.“
Einar segir menn í ferðaþjónust-
unni vera rólega. „Þarna er nátt-
úran að verki sem við ráðum ekki
við. Við verðum að taka því með
jafnaðargeði.“ - ibs
Fáir ferðamenn við Jökulsárlón en staðarhaldari engu að síður bjartsýnn:
Ísinn er eins og fljótandi grjót
Á JÖKULSÁRLÓNI Óvanalegt er nú um að litast við Jökulsárslón. Jakarnir eru nú huldir grásvörtu öskulagi. MYND/EINAR BJÖRN
Tveir mælar til að meta loftgæði
voru teknir í gagnið á Suðurlandi
í gær. Annar mælirinn var þegar
á staðnum við Raufarfell undir
Eyjafjöllum en hinn var fluttur
frá Akureyri.
Kristján Geirsson, deildarstjóri
umhverfisverndar hjá Umhverfis-
stofnun, segir mælinn við Raufar-
fell hafa verið settan upp þegar
gaus í Eyfjallajökli en að hann hafi
bilað í upphafi gossins í Gríms-
vötnum. Koma hafi átt mælinum
frá Akureyri fyrir á Kirkjubæjar-
klaustri en að það hafi ekki neitt
upp á sig.
„Þar er kolsvartaöskufall og
sennilega svo mikið að það myndi
stífla tækið á einum til tveimur
klukkutímum. Fólk græðir ekk-
ert á því að vita nákvæmlega
hvert magnið er. Við getum sagt
að miðað við þetta skyggni sé það
kannski í einhverjum tugum þús-
unda míkrógramma á rúmmetra
og aðstæður þannig að fólk á að
vera inni – það er ekkert vafamál,“
segir Kristján.
Mælirinn frá Akureyri var
settur upp á Selfossi í samráði
við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands.
„Við erum að horfa til þess að geta
upplýst fólk sem er á jaðri þessa
svæðis á Suðurlandi.“
Mælirinn á Raufarfelli sýndi
tæplega 400 míkrógrömm á rúm-
metrann um klukkan fjórtán í gær
– en síðan bilaði hann aftur. Magn-
ið sem hann mældi er áttfalt yfir
heilsuverndarviðmiðum. - gar
Tveir svifryksmælar í gagnið á öskuslóðum:
Óþarft að mæla á
Kirkjubæjarklaustri
Á KIRKJUBÆJARKLAUSTRI Í GÆR Fólk græðir ekkert á að vita nákvæmlega magnið
af svifryki á Klaustri við þessar aðstæður – það á bara að vera inni, segir deildarstjóri
hjá Umhverfisstofnun. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
ELDGOS Í GRÍMSVÖTNUM